Harmoníkan - 01.05.1988, Síða 6

Harmoníkan - 01.05.1988, Síða 6
Unga fólkið og harmoníkan Mörgum þykir harmoníkuleik- arar hafa háan meðalaldur víðast hvar á landinu, en er það eitt- hvað að breytast? Skiljanlega er meðalaldur hár, har- monikufélögin á landinu eru stofnuð að stórum hluta af mönnum sem léku á harmoniku áður en stóra lægðin reið yfír landið og feykti bókstaflega að mestu harmoníkunni burt sem dansleikjahljóðfæri, inn á heimilin þar sem hún var geymd og oft við mis- jöfn skilyrði. í öllu falli var hljóð- færið ekki hátt skrifað hjá almenningi fyrir um og yfir 10 árum. Nokkrir hér- lendir snillingar gáfu þó almenningi af og til kost á að heyra opinberlega í nikkunni, á þessu tímabili. Heimir Harðarson Síðastliðin tíu ár hafa landsfélögin unnið markvisst að því að auka álit fólks á harmonikunni, og breyta áliti hennar til hins betra. Þetta hefur bor- ið þann árangur að unga fólkið er æ meir að koma með í spilið, og er það trú mín ef svo heldur sem horfir að kaflaskifti verði í meðalaldursmálum á næstkomandi 10 árum. Ég náði tali af nokkrum ungmenn- um sem öll voru á einu máli um ágæti harmoníkunnar, og höfðu mikinn áhuga á að halda áfram námi. Einnig hef ég haft spurnir af mun fleira ungu fólki sem er við harmoníkunám. Best er að byrja ungur, það er enginn vafi, þá næst mestur árangur. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið. Við skulum rabba nokkur orð við unga fólkið. Heimir Harðarson Heimir leikur með hljómsveit Har- monikufélags þingeyinga og er 13 ára. Hann byrjaði sjö ára að læra heima í Mývatnssveit hjá móður sinni sem er Sigríður Einarsdóttir tónlistarkenn- ari, faðir hans er Hörður Sigurbjarn- arson, þau eiga heimili í Reykjahlíð. Heimir fékk áhugann af afa sínum, einnig föðurbróður, sem er Árni Sigurbjarnarson skólastjóri tónlistar- skólans á Húsavík. Hann hefur áhuga á að halda áfram með harmoníkuna. Arni Gunnarsson Árni Guðmundsson er 13 ára og er í hljómsveit Harmonikufélags þing- Árni Guðmundsson eyinga. Byrjaði að leika á harmoniku sjö ára, og verið 5 vetur í námi Tón- listarskóla Húsavíkur. Áhugann fékk Árni af pabba sínum, auk þess leika allir í föðurættinni á harmoníku. Svo skýtur hann inní til að leggja áherslu á orð sín að Ingvar Hólmgeirsson fyrrverandi formaður S.Í.H.U., sé föð- urbróðir sinn, einnig sé bæði spilað og sungið í báðum sínum ættum. Hann á heima á Húsavík, foreldrar eru Helga Jónína Stefánsdóttir og Guðmundur Hólmgeirsson. Heimir Tyr Svavarsson Heimir Týr Svavarsson Heimir er í Harmoníkufélagi þing- eyinga og er 15 ára, í hljómsveit fé- lagsins og hefur verið í harmoníku- námi Tónlistarskóla Húsavíkur í fjóra og hálfan vetur. Heimir segist fyrst hafa byrjað á blokkflautu en harmon- íkan kom þegar hann var sjö ára. Áhuginn hefur að vísu gengið í bylgj- um en ég vona samt hann aukist síðar meir segir hann. Verið búsettur á Húsavík frá þriggja ára aldri, for- eldrar eru Svavar Jónsson og Inga G. Sumarliðadóttir. Drífa Þórarinsdóttir Þegar ég einn daginn frétti af ungri stúlku sem er að læra á harmoníku suður í líafnarfirði beið ég ekki boð- anna. Innan fárra daga tók ég upp símtólið og bað um viðtal. Það var auðsótt og eitt kvöldið dreif ég mig suður í fjörð brynjaður myndavél og skriftólum, ekki vegna þess ég héldi að um stórsnilling væri að ræða, held- 6

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.