Harmoníkan - 01.05.1988, Page 22

Harmoníkan - 01.05.1988, Page 22
HARMÖNIKUUNNENSUM Á ferð með harmoníkuunnendum Félag Harmoníkuunnenda sendir hér frá sér sína þriðju hljómplötu en það þótti við hæfi að minnast 10 ára afmælisins sem var 8. september síðastliðinn, meðal annars með út- gáfu þessarar plötu. Fyrri plöturnar Líf og fjör með harmoníkuunnendum og Meira fjör með harmoníkuunnendum hafa ein- kennst af einleik og dúettum en stærri hópar eða hljómsveitir verið í minni- hluta og efni þeirra aðallega danslög. Á þeim leika einnig nokkrir utan- félagsmenn sem gestir en á þessari plötu er þessu snúið við og mikill meirihluti laganna leikinn af hljóm- sveitum félagsins og allir sem nikkuna handleika félagar í F.H.U. Reykjavík og danslög i minnihluta. Nafn þessarar plötu „Á ferð með harmoníkuunnendum“ er ef til vill dæmigert fyrir starfsemi félagsins. Alla tíð hafa ferðalög hér innanlands verið snar þáttur í henni og einnig hafa hópar farið til útlanda, nú síðast í október til Noregs til þátttöku í harmoníkuhátíð í Grieghöllinni í Bergen og lék þar lögin sem eru á A hlið þessarar plötu. Stjórnandi þessa hóps er Þorvaldur Björnsson. Sú hljóðritun var gerð skömmu fyrir þá ferð. Síðasta lagið á A hlið leikur hinn 16 ára efnilegi harmoníkuleikari Jakob Yngvason, hann spilar einnig eitt lag á B hlið og eru þetta fyrstu lög- in sem hljóðrituð eru með honum sem einleikara en hann hefur árum saman leikið í hljómsveitum félagsins og ger- ir enn. Á B hlið er hinsvegar á ferð 20 manna sveit sem jafnan kemur fram fyrir félagið þar sem því verður við komið, svo sem ef tekið er þátt í úti- skemmtunum á landsmótum harmonikuunnenda, í útvarpi og sjónvarpi, einnig á skemmtunum félagsins, en hún er plássfrek og því er það sjaldnar en skildi. 20 manna hljómsveitinni stjórnaði Reynir Jón- asson þegar þetta var hljóðritað í maí 1985, en nú hefur Þorvaldur Björns- son tekið við stjórn hennar. Enda- hnútinn á B hlið hnýtir svo einn af okkar þekktari nikkurum Jóhannes Pétursson, sem áratugum saman hef- ur leikið á dansleikjum og skemmtun- um ýmis konar um landið þvert og endilangt. Lagið Toska mun þó að hans eigin sögn, vera fyrsta hljóðrit- unin sem gerð er með honum sem „sólista" og var þar tími til kominn. Stjórn félagsins færir öllum sem koma við sögu við gerð þessarar plötu bestu þakkir. Jón Ingi Júlíusson. Grettir í Svíþjóð Harmoníkuleikarinn Grettir Björnsson fór til Svíþjóðar á síðasta ári, til að spila á tónleikum. Tónleik- arnir eru nefndir Frosini-kvöld, og er það Frosinisállskapet í Svíþjóð sem stendur fyrir þeim. Það eru margir snjallir harmoníkuleikarar sem koma fram á þessum tónleikum, og auk Grettis, léku þarna Olle Johnny, Nils Flácke, Erik Frank, Sixten Wallin og fleiri góðir nikkarar. Grettir er fyrsti íslendingurinn til að spila á þessum tónleikum, en sú hug- mynd hefur skotið upp kollinum, að fá ungt fólk frá öllum norðurlöndun- um, til að koma fram á tónleikunum næsta haust. 18 Frá vinstru BengtSjöberg, GrettirBjörns- son, Lars Ek og Karl Erik Holmgren.

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.