Harmoníkan - 01.05.1988, Síða 23
Um mánaðarmót apríl-maí síð-
astliðinn var þýsk þjóðlaga-
hljómsveit stödd hér, á Hótel Borg.
Við brugðum okkur á tónleika, í hlé-
inu fengum við leyfi til að tala við
hljómsveitarstjórann og harmoníku-
leikara hljómsveitarinnar. Við spurð-
um þá um hljómsveitina og harmon-
íkuáhuga í Þýskalandi. Hljómsveitin
sem heitir „Original Tangwitztaler“
kemur frá Svartaskógi í Bæjaralandi
var stofnuð 1980, í henni eru átta
manns og sjö af þeim hafa verið með
frá upphafi. Hljómsveitarstjórinn
heitir Giinter Bauer og segir hann þá
vera hér á vegum þýsk íslenska félags-
ins, en boð frá félaginu kemur einu-
sinni á ári. Þeir leika aðallega þjóð-
lagatónlist, hún er vinsæl í Þýska-
landi, Austurríki og allt til Júgósla-
víu.
Baum A nton harmoníkuleikari Original Tangwitztaler og nokkrir ur hljómsveitinni d
Hótel Borg.
Baum Anton heitir harmoníkuleik-
arinn, hann telur harmoníkuáhuga
vera mikið á uppleið i Þýskalandi,
mest er hljóðfærið notað inn á heimil-
unum og eru börn og unglingar með í
síauknum mæli. Ennfremur sagði
hann að i sambandsríkinu Baden
Wúrttenberg fái harmoníkuhljóm-
sveitir styrk, (fjárveitingu) það er að
segja ef eingöngu eru harmoníkur í
þeim, og skipaðar frá 20—60 manns.
Árleg harmoníkumót eru í Stutt-
gart, þau eru að hluta til keppni, og
svo auðvitað skemmtun. Klingenthal
er lítill bær í suður-Þýskalandi,
þekktur fyrir tónlistarlíf, þá helst jóðl
og Bæjaratónlist. Menn úr hljóm-
sveitinni hafa leikið þarna. Þar má
heyra þessa sérstöku músík hljóma
um allt, langt fram á kvöld, úti sem
inni. Baum Anton finnst þeim hafa
verið vel tekið á íslandi, fólk láti
óspart í ljósi að því líkar þessi gerð
tónlistar. Hann hefur engan har-
moníkuleikara hitt hérlendan, né
heldur veit nokkuð um slík mál hér að
öðru leiti (úr þessari fáfræði var bætt
snarlega). Litið nokkuð á landið? Jú,
komið að Gullfossi, Geysi og að Bláa
lóninu. Við kvöddum þessa heiðurs-
menn sem gjarnan hefðu viljað ræða
Leikið
tveim
skjöldum
Reynir Jónasson sendi nýlega frá
sér harmoníkuplötu. Á hlið A eru ein-
göngu íslensk lög, í útsetningu Rík-
harðs Arnar Pálssonar, en hann er
jafnframt höfundur eins lagsins. Það
hefur verið vandað til útsetninga, sér-
staklega á íslensku lögunum, og má
þar heyra ýmiss ásláttarhljóðfæri og
strengi, auk þeirra Friðriks Karlsson-
málin mun Iengur, hléið var búið og
fjöldi gesta beið í eftirvæntingu.
H.H.
ar á gítar og Þórðar Högnasonar á
bassa, en þeir spila með Reyni á báð-
um hliðum.
Viljum við hvetja alla þá harm-
onikuunnendur, sem eiga eftir að
kaupa plötuna, að hafa samband við
Reyni, símleiðis eða með bréfi og
kaupa hana milliliðalaust, þvi platan
er vel þess virði.
19