Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 3
Útgefendur og áb.menn: Hilmar Hjartarson Ásbúð 17, Garðabæ, sími 91-656385 Þorsteinn Þorsteinsson Torfu- felli 17,111 R.vík.sími 91-71673 Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, endaðan febrúar og í end- aðan maí. Gíróreikn. nr. 61090-9. Forsíðumyndin. Frá landsmóti S.Í.H.U. á Akureyri 1987. Sjaldgæf sjón núorðið, tveir heiðursmenn með díatónískar har- moníkur, frá v. Friðjón Hallgrímsson Reykjajvík og Jónatan Sveinbjörns- son Bolungarvík. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 9.300 1/2 síða kr. 6.200 1/4 síða kr. 3.900 1/8 síða kr. 2.300 Smáauglýsingar (1,5 dálksentimetri) kr. 650 + kr. 120 fyrir hvern auka dálksentimetra. PRENTTÆKNI Til lesenda Það svífur að hausti og áður en varir, tekur vetur konungur völd- in, herðir smátt og smátt tökin um menn og málleysingja en öll von- um við að hann verði sem allra mildilegastur. Er það ekki einna helst um vetrarmánuðina sem menn taka til hendinni og þýða fingurna á hljóðfærinu sínu, rifja upp og toga úr hugarfylgsnum hálf syfjulegar laglínur? Það er óneitanlega skemmtilegt að geta iljað sér á löngum vetrarkvöldum við hugðarefni sitt, og koma sprækur út í vorið. Nú á dögum er barist harðri baráttu um að ná til sem flestra í horfun sjónvarps og hlustun ljósvakamiðla, eflaust eru æ fleiri sem ánetjast og mala eins og kettir yfir þessu fram á rauða nótt. En hvernig er dag- skráin, — er öllum hlustendum gert jafnt undir höfði? Nei, síður en svo, það er t.d. undravert hve geysilegu púðri er eytt í kynningar og flutning erlendtekstaðrar tón- listar á tímum þegar verið er að brýna fyrir íbúum þessa lands að hressa upp á eigið málfar. Stærsti hlustendahópurinn er eflaust unga fólkið og hefur það hvarflað að mér hvort ekki sé verið að grafa undan þjóðerniskennt þegar ung- dómurinn heyrir hve litlu íslenskt virðist skipta. Ýtarlegri skoðana- könnun þyrfti að hleypa af stokk- unum sem næði til allra aldurs- hópa, þá kæmi vilji almennings í Hilmar Hjartarson. Þorsteinn Þorsteinsson. ljós. Flestar útvarpsrásirnar út- varpa meira og minna síbyljutón- list með banki og bumbuslætti, oft með töluðu máli svo ofan á allt, sem verður nær óskiljanlegt spennuþrungið blikksmiðju- glamur. Það hlýtur að slæva tón- listarþroska þeirra er ánetjast svo bárujárnskenndri tónlist. Há- vaðamengun af völdum tónlistar er víða óþolandi, á skemmtistöð- um er þó hver mestur hryllingur- inn og rýrir stórlega þá ánægju sem þeim er þó ætlað að veita fólki og eyðileggjandi fyrir músik. Hver getur svarað hvaða tilgangi þetta á að þjóna, það þarf fyrr en seinna að taka í taumana, og setja lagalegan hemil á þessar trölladrunur. Því ekki að auka ís- lenskt efni og fjölbreytni í tónlist eins og ríkisútvarpið virðist vera að gera í auknu mæli, þökk sé þvi m.a. fyrir harmoníkuþáttinn og talað mál, manni virðist þó har- moníkutónlist utan þáttarins hafa dvinað mjög eftir fjölgun út- varpsstöðvanna. En af hverju er maður að impra á þessu í blaðinu Harmoníkan? Jú blaðið er mál- gagn harmoníkunnar í landinu og vitað er að mun fleiri en tali tekur óska sér að heyra meira af fjöl- breytilegri harmoníkutónlist inn- lendri sem og erlendri. Harmoníkan er örugglega í flokki þjóðlegra hljóðfæra, hefur þjónað dyggilega sem undirleiks- hljóðfæri almennra dansleikja í tímans rás, fyrir þjóðdansa og stórt hlutverk á hún i tónlist sjó- mannanna okkar. Við þurfum að blása enn meira lofti í hana og treysta í sessi um láð og lög í nútíð og framtið. Nú þegar vetrardagskráin er hafin hjá harmoníkufélögum í landinu vítt og breitt, er alltaf eitt- hvað sem gerist sem í frásögur er færandi, væri því vel til fallið að punkta niður það helsta og senda til okkar, gleymið heldur ekki myndum, þær auka áhrifin. Við viljum svo þakka öllum sem hafa stutt okkur, og viljum við að sjálfsögðu hafa sem allra besta samvinnu við áskrifendur og vel- unnara blaðsins, í öllum bænum bendið vinum og vandamönnum á blaðið ef þeir eru ekki þegar áskrifendur, hægt er að hringja eða skrifa, og gildir sama ef um auglýsingar er að ræða. Næsta blað kemur í febrúar, hafið það gott á meðan. H.H. 3

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.