Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 7

Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 7
Fréttir frá Danmörku Hermóður Birgir Alfreðsson hefur verið iðinn við að skrifa og færa okkur fréttir frá Danmörku. Nýlega sendi hann fréttir af fjölmennasta harmoníkumóti sem haldið er í Dan- mörku. Mót þetta var haldið í Bindslev dagana 29., 30. og 31. júlí s.l. Auk dana voru mótsgestir frá Færeyj- um, Noregi og Svíþjóð og er áætlað að 15—20 þúsund gestir hafi sótt mótið. Um 700 harmoníkuleikarar komu fram en dagskráin hófst kl. 10 á morgnana og stóð til kl. eitt eftir miðnættið. Leikið var í tveimur stórum tjöld- um samtímis og skipt um spilara á 30 mín. fresti en þó var gert hlé i matar- tímum. í viðtali við forráðamenn mótsins sem birtist í dagblöðunum, voru þeir ánægðir með aðsóknina en sögðust vona að fá íslendinga með á næsta ári. Nýlega var gefin út hljómplata þar sem að daninn Mogens Bækgaard Andersen og svíinn Arne Fárm leika saman á harmoníkur, en Arne er úr hljómsveitinni „Bröderna Fárm. Mogens Bækgaard er óþekkt nafn á íslandi en það var hann sem kvongað- ist í Ransáter í Svíþjóð í fyrrasumar og þið birtuð myndir af því hér í blaðinu. í tilefni plötuútgáfunnar ætla þeir í hljómleikaferð saman og í blaðavið- tali nefndu þeir ísland sem hugsan- legan viðkomustað í þeirri ferð. „Harmonika Folder“ danska har- moníkublaðið hefur ákveðið að leggja niður pistlana — Frá íslandi og — Frá Noregi. Hefur umsjónarmönn- um pistlanna verið skýrt bréflega frá þessari ákvöfðun ritstjórnar. Mun þetta vera gert í sparnaðarskyni og eins stendur til að fækka síðum í næsta tölublaði. Vinabæjarheimsókn í júlí s.l. komu til landsins 50 danskir harmoníkuleikarar frá Es- bjerg sem voru í vinabæjarheimsókn til Neskaupstaðar. Þeir sigldu frá Danmörku með Norröna til Færeyja þar sem þeir dvöldu í hálfan þriðja sólarhring og léku í Norræna Húsinu í Færeyjum. Eftir komuna til landsins héldu þau til Akureyrar þar sem þau léku fyrir bæjarbúa en þaðan var ferðinni heitið til Egilsstaða þar sem hópurinn heimsótti m.a. Svæðisút- varp Austurlands. Þá var að sjálf- sögðu leikið á Neskaupstað og er ekki að efa að harmoníkuunnendur og aðrir hafa tekið vel á móti þeim. Alla- vega var það að skilja á Ove Nörlund við heimkomuna. Heimsókn sem þessi ætti að vera hvetjandi fyrir harmoníkuunnendur á Neskaupstað að stofna með sér félag. Það væri vissulega gaman að geta greint frá því í næsta blaði. Þ.Þ. Ég undirrit/aður/uð óska eftir aö gerast áskrifandi af tímaritinu HARMONÍKAN. Vinsamlegast sendið mér blaðið frá upphafi ( ) eftirtalin tölublöð____________________________ frá og með næsta blaði Nafn................................................................ Heimili............................................................. Póstnúmer........................................................... Póstdreifingarstöð.................................................. Hermóður verður staddur hér á landi í desember og stjórnar skemmt- un „3. klúbbsins“. Skemmtunin verður í Djúpinu 27. desember n.k. og eru allir harmoníkuunnendur vel- komnir. Þ.Þ. Til sölu Excelcior, Genavox harmoníka, allskonar skipti möguleg. Árni, sími (91) 75527 Stuðlatónar auglýsa Tvær Lars Ek ,,Nostalgic“ óseldar hnappa- og píanó- harmoníkur. Einnig notaðar Victoria, hnappa, með cassotto og Galanti píanó, handsm. tónar, cassotto. Nýkomnar plötur og snældur m. Tollefsen, Ebbe Jularbo, Arnt Haugen og fl. Svarað í síma til kl. 22 alla daga. Stuðlatónar Pósthólf 9009, sími (91)72478. Þú gleymir ekki að borga blaðið — er það? 7

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.