Harmoníkan - 01.10.1988, Qupperneq 21

Harmoníkan - 01.10.1988, Qupperneq 21
I Gunnarshólma Ólafur G. Axelsson. MolariSl| í október í fyrra þegar Islendingum var í fyrsta skipti boðið að taka þátt í tónlistarhátíðinni í Grieghöllinni í Bergen (trekkspillgalla) hugðust margir eftir tónleikana kaupa sér myndbandsspólu af þeim til að sýna vinum og kunningjum, allt var að sjálfsögðu tekið upp með góðum bún- aði og vanur maður fenginn til verks- ins að sögn. H.H. skrifaði til höfuð- paursins hálfum mánuði síðar til að minna á að margir hefðu áhuga fyrir spólu, er svarið kom var sagt, að þegar litið var á upptökuna sást aðeins bik- svarta myrkur, engin mynd, ekkert hljóð, ekki svo gott sem fluga. Ekki fylgdi sögunni hvort gleymst hafi að kveikja á vélinni eða stjórnanda hennar runnið í brjóst. Greinarhöf- undur sá í öllu falli myndbandsvél á þrífæti fyrir miðjum sal, en til hvaða áttar hún sneri veitti hann ekki at- hygli. Brynjar Már Karlsson, 14 ára. Þann 15. maí á síðastliðnu sumri hélt Harmoníkufélag Rangæinga skemmtifund í Gunnarshólma að loknum aðalfundi félagsins. Nokkrir félagar úr EH.U.R. renndu austur og tóku þátt í skemmtuninni, sumir gest- anna tóku nokkur lög ásamt heima- mönnum. Töluvert hefur verið um heim- sóknir milli þessara félaga undanfarin ár. Ungur piltur frá Höfn í Horna- firði, Brynjar Már Karlsson 14 ára að aldri, lék nokkur lög, ég spurði hann hvort hann væri í námi og hvar hann hefði fengið áhugann? „Ég hef lært á harmoníku í þrjú ár hjá Þresti Hösk- uldssyni tónlistarkennara á Höfn og er sá eini í námi á harmoníku þar. Áhugann fékk ég af afa minum Valdi- mar Auðunssyni í Dalseli.“ Hefur þú komið eitthvað fram áður? „Oft á tónleikum og ýmsum skemmtunum. Jafnöldrum mínum finnst asnalegt að verið sé að læra á harmoníku.“ Foreldrar Brynjars eru Svandís Valdimarsdóttir og Karl Karlsson. H.H. i zLUgar í H.F.R., þeir Guðmundur Ágústsson og Óli E. Adolfsson. Bréf frá lesendumíí^? Til blaðsins „Harmoníkan“. Ég var svo lánsamur að gerast áskrifandi að blaðinu strax í upphafi og hefur það veitt mér mikla ánægju. Það hlýtur að þykja áhugavert fram- lag til að efla harmoníkuáhuga um allt land, blaðið er ekki síst nauðsyn- legur frétta- og upplýsingamiðill í af- skekktum byggðum. Mér finnst mjög gaman að viðtöl- unum í blaðinu, það er skemmtilegt að vita hvað aðrir eru að gera, eða hafa gert. Sjálfur hef ég gutlað við harmoníku frá 14 ára aldri, en lagt það niður hin síðari ár, kannski verður útgáfa blaðsins til að kveikja áhugann á ný fyrir spilamennskunni. Ég hlusta á harmoníkuþættina í út- varpinu þegar ég get. Hér í sveit hefur ávallt verið mikill áhugi á harmoník- unni og víða eru til harmoníkur á bæj- um en lítið sem ekki notaðar í dag. Hjá mér kviknaði áhuginn þegar ég heyrði þá bræður Guðbjörn og Ágúst Lýðssyni á Víganesi spila, faðir minn spilaði svolítið líka. Ég vil svo óska öllum harmoníku- unnendum i landinu alls hins besta. Bestu kveðjur. Ólafur G. Axelsson Gjögri, Árneshrepp 21

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.