Harmoníkan - 01.10.1988, Qupperneq 10

Harmoníkan - 01.10.1988, Qupperneq 10
Sven Hylén á yngri árum. Sven Hylén (stutt æviágrip) Það var Lars Ek sem fékk Hylén til að koma meðal almennings ú ny eftir 34 ár, það gerðist ú tónlistarkvöldi Frosini- félagsins 15. nóvember 1986. Sænski harmoníkusnillingurinn Sven Hylén er látinn í Stokk- hólmi áttræður að aldri, hann lést 8. apríl síðastliðinn. Hann var fæddur í Hagfors þann 7. júní 1907, þá var móðir hans aðeins 16 ára, hún flutti á bóndahæ í nágrenni Hagfors þar sem hún varð að strita hörðum höndum. Þar komu þrjú syst- kini í viðbót. Hylén sagði sjálfur í við- tali sem Lars Ek hafði við hann fyrir fáum árum að hann hefði haft mjög lítið samband við systkini sín. Það hafi verið amma hans sem vakti áhug- ann fyrir músikinni. Sven Hylén segir þar — ég man alltaf eftir að það voru farandspilarar sem fóru hjá og léku á harmoníkur, ég gekk á eftir þeim og hlustaði. Þegar ég kom heim batt ég saman krákuvængi með snæri svo þeir litu út eins og harmoníka og dró fram og til baka. Þegar amma sá mig gera þetta, sagði hún „þú verður músikalskur". Hún útvegaði mér pláss í einkanámi hjá orgelkennara þegar ég var 10 ára og eftir eina önn sá hún til þess að ég lyki námi. Kenn- arinn fékk mig oft til að koma fram og spila fyrir bekkinn, tók þá sálmabók- ina, opnaði hana einhversstaðar og sagði mér að spila, við þetta þroskað- ist öryggi í nótnalestri. Um þetta leyti hafði ég fengið blossandi áhuga fyrir harmoníkunni og sat með hana á hnjánum og lék allt það sem mér hafði verið kennt á orgelið. Þegar sveitapresturinn heyrði um har- moníkuáhuga minn kom hann í heim- sókn og fór að tala um fyrir okkur og sagði, Sven á ekki að leika á harmon- íku því hún er hljóðfæri djöfulsins. Þá svaraði amma. „Þá verður líklega að finna pláss fyrir djöfulinn á píanó úr því að fyrirfinnst merkilegra hljóð- færi en harmoníka. Þökk sé ömmu minni, nú hélt ég áfram harmoníku- leiknum. Þegar ég var 16 ára fékk ég fyrstu alvöruharmoníkuna. Þetta var þýsk píanóharmonika með 6 raða bassa, tegundin Vilhelm Lanka og var mjög þung. Þessi fáu orð eru höfð eftir honum sjálfum og er úrdráttur úr eina viðtal- inu sem við hann hefur verið haft. (Frosini Nytt nr. 2, 1. árg. 1986). Hvað menn vita um Sven Hylén hér á Fróni veit ég ekki en svo mikið er víst að á örðum norðurlöndum er hann þekktur og víðar. Hér á eftir er þýdd minningargrein úr Frosini Nytt nr. 2, 88, eftir Lars Ek. Sven Hylén var afburða músikalsk- ur þegar á barnsaldri og sex ára var hann farinn að leika á harmoníku. Þegar hann á árunum 1930—40 gerði víðreist um Svíþjóð, Noreg og Þýska- land varð hann mjög þekktur, ekki hvað minnst fyrir alúðlega framkomu og alþýðleik. Enginn harmonikuleik- ari í Svíþjóð hefur skapað annað eins nafn, djúpa virðingu dulúð og undr- un. Virðinguna skóp hann með sinni látlausu lífsskoðun, takmarkalausri kröfu um gæði ásamt hæfileikanum til að miðla gegnum harmoníkuna góðri tónlist. Dulúðin kringum Sven hefur síðan hann tók þá ákvörðun að hætta endanlega tónlistarferli sínum 1952 aukist eftir því sem árin hafa liðið. Þau 36 ár sem síðan eru liðin hefur nafn hans víða verið skráð á spjöld sögunnar og hrifningin víða snúist upp í þjóðsagnakenndar og dularfullar frásagnir og bollalegg- ingar. Já, það er ýmislegt sem gerist þegar ein persóna velur að lifa til hliðar við lífið. Undrun vakti hæfi- leiki hans til að leika erfið tónlistar- verk án þess að gera nokkur mistök. Fáir harmoníkuleikarar, hvort heldur gegnum plötuspilara, útvarp eða á konsertum hafa vakið aðra eins undr- un hjá áhorfendum sem þessi konung- ur. Sven Hylén var mjög sérstakur har- moníkuleikari, með djúpa sál og hlýtt hjarta. Annan maí síðastliðinn var hann jarðsettur i Spangakirkju. Sven Hylén var heiðursmeðlimur í Frosini- selskapet í Svíþjóð (frá 17. júní ’86). Fyrir utan vini og starfsbræður heiðr- aði sænska harmonikusambandið hann með nærveru sinni við jarðar- förina, félagar báru fána og formaður S.D.R. Ove Hahn hélt minningar- ræðu. Harmoníkutónlist fluttu Nils Flákke og Lars Ek. Öll þau ár sem hann var fjarri aug- um almennings fylgdist hann með út- breiðslu harmoníkunnar, hann hefur sagt að hann eigi margs að minnast um ólíkar tónlistaruppákomur meðal vinna sinna, t.d. Ragnar Sundqvist og Nisse Lind. Lars Ek samdi lag (tón- verk) tileinkað Hylén 1986 sem hann nefnir En hylling till Hylén. Þýð. H.H. 10

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.