Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 19

Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 19
Frá Færeyjum Harmonikuliðið frá Torshavn hefur gert það gott í sumar. Þeir fóru til Danmerkur og tóku þátt í stærsta harmonikumóti Dana sem var haldið í Bindslev í Hirtshals dagana 29.-30. og 31. júlí s.l. Frá Færeyjum fóru þeir með m/s Winston Churchill og á leið- inni út var efnt til einskonar hæfi- leikakeppni meðal farþega og varð Harmonikuliðið í fyrsta sæti. Það var dálítill kvíði í mönnum því þetta var fyrsta ferð þeirra til að taka þátt í har- moníkumóti og var þvi gott fyrir sjálfstraustið að vinna keppnina um borð í skipinu. Það var tekið vel á móti þeim í Danmörku og eftir að þeir höfðu leikið fyrsta lagið þá hvarf þeim allur kvíði því þeim var þakkað með dynjandi lófaklappi. Voru það ekki síst færeysku lögin „Vágagellan“ og „Rasmus“ sem hlutu góðar við- tökur. Dagskráin var afar fjölbreytt og skemmtileg sagði Kristin Gærdbo for- maður Harmonikuliðsins. Við spiluð- um á tónleikum á daginn og fyrir dansi um kvöldið ásamt 700 öðrum harmoníkuleikurum. Eins og venjan er á svona mótum þá selja allir plötur og snældur sem þeir hafa gefið út. Færeyingarnir höfðu sig lítið í frammi og var það ekki fyrr en síðasta daginn að þeir tóku sig virkilega á og seldu allar snældur sem þeir höfðu með- ferðis á skömmum tíma. Dönsk blöð og svæðisútvarpið gerðu mótinu góð skil og var Harmonikuliðið á hverjum degi í svæðisútvarpinu meðan á mót- inu stóð. En Harmonikuliðið fór víðar og þegar færeyska ferjan Norröna fór síðustu ferðina á þessu ári milli Fær- eyja og íslands, þá voru þeir fengnir til að spila fyrir dansi og skemmta far- þegum á leiðinni. Vonandi eiga þeir eftir að koma aftur til íslands svo að íslenskir harmoníkuunnendur fái tækifæri til að kynnast þeim. Þ.Þ. WindaUaOb) august 1988 UðindsUa^i) harmoimiku-liðið 1,1 dans umborð á NORR0IVU íslandstúrin 29-—31. august Mymd. Tórfimn Smitk 19

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.