Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 5
lána okkur stórt útigrill. Var það nú sótt og safnað í það viðarkolum og kveikt í. Meðan kolin voru að hitna var safnað saman borðum og stólum á einn stað til að nota við sameiginlegt borðhald. Síðan var farið að grilla og kom hver með sinn mat og setti á grill- ið. Á meðan að á borðhaldi stóð léku saman á harmoníkur þau Jóna Einarsdóttir og Eiríkur Sigurðsson og víst er að maturinn rann ljúflega niður. Eftir matinn hófst sá tími sem flest börnin höfðu beðið eftir því að þá var farið í ýmsa leiki með þátttöku barna og fullorðinna sem vakti mikla kátínu. Það hafði farið aðeins að gjóla eftir hádegið en þegar tók að kvölda lygndi og um skóginn ómuðu tónar harmoníkunnar. Það vakti at- hygli annarra gesta í skóginum sem runnu á hljóðið og tóku þátt í gleðinni sem stóð fram eftir nóttu. Daginn eftir var rólegt yfir fólki og spila- gleðin ekki jafn áköf og verið hafði um nóttina og eins voru sumir farnir að huga að heimferð. Allt hafði heppnast vel og allir skemmt sér vel án óhappa. Um 80 manns kom á staðinn frá 6 harmon- íkufélögum og hefðu sennilega orðið fleiri ef ekki hefði viljað svo til að Valdimar Auðunsson hélt garðveislu um sömu helgi, en búast má við að eitthvað af því fólki sem þar var hefði að öðrum kosti komið í Galtalæk. Við teljum að allir hafi farið ánægðir heim eftir helgina og séu tilbúnir að endurtaka þetta að ári liðnu. Þá vakna upp nokkrar spurningar — hvar — hvernig — hvenær? Galtalækjarskógur hefur upp á margt gott að bjóða en það er ekki þar með sagt að aðrir staðir geti ekki verið jafn góðir eða betri. Hvaða tími er heppilegastur er erfitt að segja. Ef að farið er of snemma sumars má alltaf búast við kulda og eins líka ef farið er seinnihluta sumars. Að hittast sem næst mánaðamótum júní-júlí virðist vera góður kostur miðað við núver- andi fyrirkomulag. Það fólk sem að við ræddum við í Galtalæk var ánægt og sýnist okkur full þörf á að har- moníkuunnendum gefist kostur á að hittast árlega. En við ræddum ekki við alla og eflaust hafa sumir aðrar hugmyndir. Við sem hvöttum fólk til að koma saman þessa helgi óskum eftir tillögum frá öðrum og e.t.v. átt þú sem þetta lest einhverjar góðar hugmyndir. Settu þær niður á blað og sendu okkur. Þ.Þ. I Galtalcek er góð aðstaða til leikja fyrir börn. Kvöldverður. Leikið í skjóli trjánna. 5

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.