Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 8

Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 8
Sigurjón Samúelsson Hrafnabjörgum í Ögurhrepp að er engin furða að margar spurningar vakni er maður einn daginn er sestur inn í stássstofu hjá manni sem áreiðanlega er einn mesti hljómplötusafnari hér á landi, ef ekki sá allra mesti? í safninu eru á fjórða þúsund plötur, og álítur Sigurjón að láti nærri að um þessar mundir sé ein- takafjöldinn 3200 stk. Fjölbreytni safnsins er með ólíkindum, þó harmoníkuplötur skipi þar öndvegi, einnig má fullyrða að innanum megi finna fágæta safngripi. Vel er frá öllu gengið og áhersla lögð á að umslög og aðrar umbúðir platnanna verndist ekki síður en sjálft innihaldið. Sigur- jón hefur ekki gert spjaldskrá en man því betur hvar hitt og þetta er að finna, héðan af mundi ævin einfaldlega ekki endast í slíkt fyrirtæki segir hann. Hann er sífellt að auka við sig, því hann verður að eiga til nýjustu plöt- urnar fyrir dansmúsík nútimans, Sigurjón tekur að sér plötusnúðastörf á dansleikjum vítt um sveitir og blandar þá saman gömlu og nýju dönsunum. I greininni hér á eftir ætla ég að gefa ykkur kost á að lesa um það sem ég og kona mín fengum að sjá og heyra meðan við stöldruðum við, en ef ætti að gera safninu veruleg skil mundi það þýða vetursetu á Hrafnabjörgum. Byrjaði að safna plötum um fermingu Sigurjón er fæddur að Hrafna- björgum 6. febrúar 1936. Hann tók við búi foreldra sinna og hefur rekið búskap þar síðan. Hann byrjaði að Sigurjón Samúelsson við hljómflutnings- tœki sín. safna plötum eftir 1950, þá um ferm- ingu, íslenskum söngplötum og har- moníkuplötum. Sigurjón smellti á fóninn einni og einni plötu til að leyfa okkur að heyra í gömlu snillingunum og hve vel þær eru varðveittar þó sumar þeirra væru frá því skömmu eftir aldamót og að sjálfsögðu 78 snúninga. Ýmislegt gaf að sjá og heyra, har- moníkukónga norðurlanda og fl. sem ég ætla nánar að skýra frá hér á eftir. Fyrstan skal nefna Pietro Frosini, endurútgáfu í tilefni 100. ártíðar hans, upptökur frá 1920-1935, því næst svíann Ragnar Sundqvist, upp- tökur frá 1949-1950 síðustu plötuna sem hann spilaði inn. R. Sundqvist og co. frá 1931, R. Sundqvist og landi hans Sven Hylén, upptaka frá 1933. Carl Jularbo og Helge Eiríksson frá 1915. Sigurjón á rúmlega 400 lög sem Carl Jularbo leikur sjálfur, og minnir um leið á að fullu nafni hét hann Carl Oskar Jularbo, sé fæddur 6. júní 1983, og um leið var smellt á fóninn fyrstu upptöku hans á Livet í Finn- skogana leiknu inn 1915, alveg þræl- magnað, einnig það sem á eftir kom Varmlandsskottís frá 1914. Næst kom dúett þeirra bræðra Carls og Ivars Jularbo, Krylbohambo frá 1921, bráðskemmtilegt að heyra taktfestuna og tilfinningahitann í hrynjandanum. Hann á all flestar plötur Toralf Tollefssen hins þekkta norska snill- ings. Nú var sett á plata með Hugo Johansson, Edvin Petterson og Ivar Karlson frá 1930 og þá um leið sleginn botninn í sýnishorn af þessu tagi. íslenskar plötur voru næstar og þá fyrst elsta og jafnframt fyrsta íslenska harmoníkuhljómplatan sem kom út upptaka Jóhanns Jósepssonar frá Ormarslóni, 78snún. hljóðrituð 1933. Sigurjón á allar söngplötur m. Einari Kristjánssyni, Stefáni íslandi, allt upprunalegar upptökur. Sigurjón á báðar plötur Einars Hjaltested sem teknar voru upp í New York 1916. Það væri endalaust hægt að halda áfram en hér læt ég staðar numið enda hafa allir séð að Sigurjón velur ekki af handahófi í safn sitt, heldur liggur að baki þaulþugsun áhugamannsins. Hvar hefur þú útvegað þér þessar gömlu plötur Sigurjón? Ég hef keypt þær á fornsölum í Reykjavik, t.d. á Grettisgötunni og í kjallara Fálkans meðan það var hægt, og víðar. Hér er um mikið safn að ræða, hvað um framtíðina? Ég lít á þetta sem verðmæti sem forðað er frá glötun, síðar meir getur þótt mikils virði að hlusta á gömlu meistaranna sem margir hverjir náðu svo miklum árangri. H.H. Molar — Nótabassinn nikkuna þandi — Þegar rætt er um sjómannalög þá dettur mörgum harmoníkan í hug. í Titanobladet frá því á síðasta vetri er greint frá harmoníkumóti sem halda átti um borð í skipi. Hvort úr varð vitum við ekki en það átti að halda í byrjun maí um borð í ferju sem siglir milli Noregs og Danmerkur. Taka átti á móti mótsgestum með harmoníku- leik við skipshlið og leika átti á tveim stöðum um borð á harmoníkur í tvo sólarhringa samfellt sem ferðin tekur. Hvernig væri ef við á íslandi héldum mót um borð í Herjólfi til og frá Vest- mannaeyjum? Jakob Yngvasyni frá Reykjavík hefur verið boðið að koma fram á tónlistarkvöldi Frosinifélagsins í Sví- þjóð (Frosiniafton) 19. nóvember næstkomandi. Að þessu sinni er ætl- unin að ungt fólk leiki að mestu. Þetta er í annað sinn sem íslendingi er boðin þátttaka, i fyrra var Grettir Björnsson fulltrúi íslands. Jakob hefur þegið boðið, hann er 17 ára. Tónleikarnir fara fram í Stokkhólmi, Stora Hörsalen, Medborgarhuset. 8

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.