Harmoníkan - 01.10.1988, Síða 11

Harmoníkan - 01.10.1988, Síða 11
Minning A _ ____ Olafur Bessi Friðriksson Fyrir fáum árum kynntist ég Ólafi Bessa eftir að hann fluttist til Reykja- víkur austan af landi. Þó að kynni okkar væru hvorki löng né náin þá voru þau þeim mun ánægjulegri. Þegar að hann var ekki á vakt í vinnunni þá leit hann til mín öðru hverju og við ræddum saman yfir kaffibolla. í daglegu fari var hann hlé- drægur og fámáll, en eftir að ræða við hann í smástund þá fann maður fljótt að hann hafði ákveðnar skoðanir og var rökfastur en jafnframt víðsýnn og réttlátur — og alltaf var grunnt á glettninni. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur gekk hann í F.H.U. og var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef til hans var leitað en til þess kom oft, bæði á skemmtifundum og á dans- leikjum. Þótt hann tæki ekki virkan þátt í hópstarfi F.H.U. þá var hann alltaf með ef eitthvað var farið og ávallt hvetjandi. Því miður lést hann á besta aldri og sjáum við þar á eftir góðum dreng. Söknuður náinna vina og ættingja er mikill og sendum við á blaðinu þeim innilegar samúðarkveðjur. Þ.Þ. Minning í sumar lést hinn þekkti norski har- moníkuleikari Arnt Haugen liðlega sextugur að aldri. Á ferli sínum sem harmoníkuleikari lék hann inn á 150 hljómplötur og í 14 ár lék hann í norska sjónvarpinu í þætti sem heitir „Husker du“. Hann ritstýrði tón- listarblaðinu „Rytme“ um tíma, var fyrsti ritstjóri harmoníkublaðsins „Trekkspill Nytt“ og nú síðast ritstjóri „Titanobladet“. Víst er að norskir harmoníkuunnendur munu sakna hans og getum við hér á landi tekið undir það. Danir á Borginni Vikuna 14.-20. ágúst s.l. voru staddir hér á landi danskir har- moníkuleikarar í tilefni danskrar viku á Hótel Borg. Hér voru á ferðinni þeir Karsten Stendal frá Hyllinge og Svend Petersen frá Roskilde sem léku fyrir matargesti danska tónlist. — Það var hringt í mig og spurt hvort ég gæti fengið einhvern með mér til Islands. Ég hringdi i Karsten og bað hann um að koma með mér. Fimm dögum seinna vorum við svo komnir hingað — sagði Svend Petersen. Við lékum dálítið saman fyrir nokkrum árum en ekki leikið saman lengi og þetta er fljótt að gleymast og tíminn var naumur til að rifja það upp. Við höfðum aðeins verið i tvo klukkutíma á hótelinu þegar við fórum í beina út- sendingu í sjónvarpi á Stöð 2. Það veldur taugaspennu að lenda í þvilíku óvænt og óundirbúið. Annars er gott að spila fyrir þetta fólk en heima erum við vanir að leika innan um smáhópa fólks sem syngur þá með. Hér situr fólk að borðhaldi og hlustar og náum við því ekki eins góðu sambandi við það. Svend Petersen og Karsten Stendal. Við höfum haft það gott hérna og skroppið í dagsferðir út frá Reykjavik en höfum hug á að koma aftur seinna og skoða landið betur — sögðu þeir Karsten Stendal og Svend Petersen. Þ.Þ. 11

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.