Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 22

Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 22
Norræn meistarakeppni í gömludönsunum 1989 Viö bjóöum íslenskum gömludansahljómsveitum aö taka þátt í þessari meistarakeppni. Fyrirkomulag keppninnar veröur í samvinnu milli aöila Títanó og Ransáterhátíöanna í Noregi og Svíþjóö, sem er nú haldin í þriöja sinn. Keppnin fer fram í Vestur-Noregi, Kongeparken viö Stavanger laugar- daginn 15. júlí í sumar. Viö reiknum meö þátttakendum frá öllum noröur- löndunum. Þátttakendur eru beðnir aö skrifa til — TITANOFESTIVALEN, Post Boks 233 1310, BLOMMENHOLM, NORGE. Góö verölaun eru í boði, keppnin veröur tekin upp fyrir útvarp og á mynd- band. Gangi ykkur vel meö undirbúning, boöun og kynningu gömlu- dansanna á noröurlöndum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 1. maí 1989. Þeir sem áhuga hafa er bent á aö tilkynna þátttöku bréflega eins fljótt og mögulegt er. Verið velkomin. Ahugavert fyrir íslensk harmoníkufélög í sambandi við auglýsinguna að ofan um norrænu meistarakeppnina i gömludönsunum er rétt að kynna betur umgerðina kringum þetta. Titanofestivalen, eða Títanóhátíðin er stærsta harmoníkuhátíð sem hald- in er i Noregi árlega, verður að þessu sinni í Kongeparken við Stavanger, nú í tíunda sinn. Keppnin er hluti hátið- arinnar sem stendur yfir í heila viku. Staður þessi (Kongeparken) var byggður upp fyrir tveimur árum og var heildarkostnaður 200 milljónir norskra króna. Tónlistarhúsið er eitt af þeim stærstu á norðurlöndum og rúmar 4 þúsund manns í sæti. Að- standendur hátíðarinnar hafa sagt að þeir muni verða hjálplegir með hótel- rúm og vonast til að Islendingar og Finnar bætist í hóp þátttakenda í ár, eins Færeyingar. Þegar hafa tilkynnt þátttöku Svíar, Danir og Norðmenn. Stavanger er í 50 milna fjarlægð frá Osló, og milli Bergen og Stavanger eru 20 mílur, en eins og allir vita siglir ferjan Norræna milli Seyðisfjarðar og Bergen. Ekki eru sett skilyrði um fjölda í hverri hljómsveit, það er frjálst eins og það að hljómsveitir geta fengið að leika fyrir dansi á hátíðinni en verða að láta vita um leið og sótt er um þátttöku vegna skipulagningar- innar. Lagafjöldi til keppnisþátttöku eru tvö. Dómarar eru frá Svíþjóð og Noregi. H.H. 22

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.