Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 16

Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 16
F. v. lllugi Þórarinsson, Kristján Kárason, Sigurður Friðriksson, Hákon Jónsson og Haraldur Þórarinsson. góðvinur okkar, Aðalsteinn Símonar- son á Laufskálum. Hinn 25. júní 1982 fór svo 27 manna hópur úr Harmoníkufélaginu til Norður-Noregs. Dvalið var í 9 daga á vegum tveggja klúbba þar. Móttök ur og viðurgerningur allur slíkur að það gleymist þátttakendum aldrei. — Síðan fór hópurinn í 7 daga ferð aust- ur í Norður-Svíþjóð, Finnland til Alta í Norður-Noregi, síðan til Tromsö og heim. Eftir heimkomuna lá félagsstarfið niðri fram í október. 6. nóvember 1982 var samkoma haldin á Breiðumýri til fjáröflunar því nú var félagsskapurinn félítill eftir Norðurlandaförina. Árangur var góð- ur eða „18 þúsund króna hagnaður af miðasölu“ segir í fundargerð frá 3. desember. Þar segir enn fremur: „Næst upplýsist að ákveðið væri að félögin, sem stóðu að Noregsförinni byðu Senjaklúbbnum til íslands næsta sumar“. Á þessum fundi upp- lýstist einnig, að Guðmundur Norð- dahl gæti ekki verið hjá okkur lengur. Ákveðið var að biðja Sigurð Hall- marsson liðsinnis. Ennfremur kom fram á þessum desemberfundi að videoupptaka á eldri félögum væri hafin „hefði Karl Ingólfsson riði á vaðið og ekki fipast í neinu“ segir í gerðabókinni. í janúar 1983 tók Sigurður Hall- marsson til við að æfa hljómsveit félagsins. Fleiri voru „teknir upp“ á videospólu. Fimmta árshátíð félagsins var hald- in 18. mars 1983 í Ljósvetningabúð. Sáu heimamenn um skemmtiatriði og tókst vel með allt að vanda. 1983 Aðalfundur 8. maí. Ný stjórn: For- maður Sigurður Friðriksson. Með- stjórnendur: Grímur Friðriksson, Jón Sigurjónsson, Kristján Kárason og Illugi Þórarinsson. 23. júní kom svo Senjaklúbburinn í heimsókn til okkar. I fylgd með þeim voru ýmsir vinir okkar úr Reykjavík- urfélaginu, sem allflestir höfðu verið ferðafélagar okkar úr Norðurlanda- för. Var tekið á móti þessum góðu gestum í Veiðiheimilinu í Laxárdal, sem við tókum á leigu í sólarhring. Einnig fengum við til gistingar fyrir gesti okkar stórt íbúðarhús í Ár- hvammi. Þarna í Veiðiheimilinu var matarveisla og ball með ýmsum öðr- um skemmtunum fram til klukkan fjögur eða fimm um morguninn. Daginn eftir var farið með gestina í Ásbyrgi og víðar. Konsert og ball í Félagsheimili Húsavíkur um kvöldið. Troðfullt hús. Næsta dag farin skoð- unarferð að Kröflu, Námaskarði og Mývatnssveit eins og leið liggur fram dali og til baka um Laxárvirkjun og Reykjahverfi. Bæjarstjórn hafði boð inni fyrir gestina. Næsta dag voru gestirnir kvaddir upp úr hádegi og þeir héldu til Akureyrar að loknu kveðjuhófi hér. Næsta haust eða haustið 1983 tók Benedikt Helgason að sér að stjórna hljómsveitinni. Æfingar hófust nokkru fyrir jól. Var æft af kappi þann vetur. Æfingar voru til skiptis í barnaskólanum á Húsavík og á Laug- um. Tvö kaffikvöld voru haldin. Hljómsveit ásamt fleiri har- moníkuleikurum úr félaginu hélt mjög fjölbreytta tónleika á þremur stöðum í héraðinu. Því miður var að- sókn fremur léleg alls staðar. Þetta var vel undirbúin og fjölbreytt efnisskrá. Sjötta árshátíð félagsins var haldin í mars 1984 á Húsavík. Stefnt hafði verið að því að fá Jóhannes Péturson til að skemmta með einleik. Því miður forfallaðist Jóhannes. Aðalsteinn ís- fjörð og Jón Hrólfsson frömdu tví- spil, einnig Sigurður Hallmarsson og Jón Aðalsteinsson. Fleiri skemmti- atriði voru þar og öll framin af heima- mönnum. 1984 Aðalfundur 13. maí. Ný stjórn: Formaður Stefán Þórisson. Með- stjórnendur: Karl Ingólfsson, Bene- dikt Helgason, Jón Sigurjónsson, Grímur Friðriksson. Kjartan Jóhann- esson starfaði í stað Benedikts. 22—24. júní 1984 var landsmót að Varmalandi í Borgarfirði. Vinir okkar Aðalsteinn og Ingimar báru hitann og þungann af þvi móti. Hljómsveit har- moníkufélagsins hér kom fram undir stjórn Benedikts Helgasonar og fékk prýðilegar móttökur. Einnig dans- hljómsveit, sem kom fram á vegum félagsins. Veður var dásamlegt allan tímann en fór að rigna er móti lauk. Sjöunda árshátíð félagsins var haldin á Breiðumýri síðast í mars 1985. Enn hafði átt að fá Jóhannes Pétursson til að skemmta en gekk ekki. Jón Hrólfsson lék einleik, einnig Jóhann á Ormarslóni. — Sáu heima- menn um önnur skemmtiatriði og fór hátíðin hið besta fram. F.v. Grímur Friðriksson, Karl Ingólfsson, Kjartan Jóhannesson, Jón Sigurjónsson og Stefán Þórisson. 1985. Aðalfundur 12. maí. Ný stjórn: Formaður Stefán Þórisson. Með- stjórnendur: Stefán Leifsson, Jóel Friðbjarnarson, Karl Ingólfsson og Kjartan Jóhannesson. 3. maí 1985 komu rússnesk þjóð- lagahljómsveit og söngvarar hingað á vegum harmoníkufélagsin og hélt tónleika í Félagsheimili Húsavíkur fyrir troðfullu húsi. Harmoníkufélag- ið hafði kaffiboð fyrir listafólkið eftir tónleika. Hljómleikar þessir voru mikill menningarviðburður því þarna voru á ferð snillingar á heimsmæli- kvarða. Vorið 1985 fór stjórhljómsveitin í upptökustúdíó Rúvak á Akureyri. Var efnið notað í harmoníkuþáttum fram eftir sumri og þótti vel takast. 28. júní 1985 fékk harmoníkufélag- ið heimsókn tveggja harmoníku- félaga í einu. Góðvinir okkar úr Borg- arfirði komu, en einnig félagar úr ný- stofnuðu félagi Héraðsbúa og Jökul- 16

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.