Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 18

Harmoníkan - 01.10.1988, Blaðsíða 18
Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð, talið frá vinstri: Fremri röð: Jóhann Sigurðsson formaður, Filippía Sigurjónsdóttir gjaldkeri, Svanhildur Leósdóttir ritari, Sigurður Indriðason varaformaður og fulltrúi í S.I.H. U. Aftari röð: Davíð Jónsson vara- stjórn, Cuðmundur Sigurpálsson meðstjórnandi, Jóhannes Jónsson varastjórn og Ævar Ragnarsson varastjórn. Ljósmyndari Rúnar Þór Fréttir frá Félagi harmoníkuunnenda við Eyjafjörð Aðalfundur félagsins var haldinn 15. sept. s.l. Starfsemin var með líku sniði og undanfarin ár. 6 dansleikir voru haldnir auk árshátíðar, en þar voru öll skemmtiatriði heimaunnin. Sunnudagsskemmtun, sem svo er nefnd, var af ýmsum ástæðum aðeins ein. Þar komu fram yngri og eldri fé- lagar, auk þess var svo dansað á eftir. Stórsveit félagsins starfaði undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Sveitin kom m.a. fram á árshátið félagsins og við nokkur önnur tækifæri. Þá tók sveitin þátt í afmælistónleikum á Húsavik sem haldin var í tilefni 10 ára afmælis H.F.Þ. Á aðalfundinum kom fram ein- dreginn vilji að efla félagsstarfið, og um leið harmoníkuna sem mest og best. Þá er áformuð utanlandsferð Stórsveitarinnar á næsta sumri og verður Atli Guðlaugsson stjórnandi sem og að undanförnu. Árshátíð fé- lagsins hefur verið ákveðin 4. febrúar n.k. Félagar eru nú liðlega 100 talsins. Sænsk-ameríski harmoníkuleikar- inn Gunnar M. Ohlander lést í Banda- ríkjunum s.l. sumar 62 ára. Hann var mikill áhugamaður um harmoníkuna og ritaði m.a. margar stórskemmti- legar greinar í Frosini-Nytt um Frosini, Deiro og ýmsa fleiri. Hann átti stórt safn af 78 snúninga plötum og hafði áhuga á nánast öllu sem varðaði harmoníkuna bæði austan hafs og vestan. Gunnar átti drjúgan þátt í að fá harmoníkuleikara frá norðurlöndunum til hljómleikjahalds í Bandaríkjunum og aðstoðaði þá á ýmsa vegu. Tíunda sameiginlega hátíð munn- hörpu- og harmoníkuleikara var haldin í Schwaendingen í Zurich kantónu í Sviss. í því tilefni sendi póststjórnin póst- hús á hjólum á staðinn með sérstakan póststimpil með táknmynd af har- moníkubelg. Frímerkjasafnarar sem hafa áhuga geta skrifað til: Bureau Philatelique des PTT 10 Fete Federale d’harmonica et d’Accordeon 8022 Zurich Switzerland. Heyrst hefur að harmoníkuleikar- inn Garðar Olgeirsson sé að undirbúa útgáfu á nýrri hljómplötu. Ekki vit- um við hversu langt er komið við undirbúninginn en vonandi er ekki langt að bíða útgáfunnar. Eins og kunnugt er þá efndi Hótel Borg til gömludanslagakeppni á síð- asta vetri og um leið var talað um að gefa út hljómplötu með lögum úr keppninni. Ekki hefur frést að farið sé að undirbúa útgáfu á þessari plötu og eru margir farnir að undrast þennan seinagang. 18

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.