Harmoníkan - 01.10.1988, Síða 20

Harmoníkan - 01.10.1988, Síða 20
Harmoníkufélag Reykjavíkur Seinni hluta vetrar var H.R. með skemmtun á Hótel Borg þar sem fram komu bæði fullorðnir og börn sem einleikarar og einnig fjölmenn har- monikuhljómsveit. Svo illa vildi til að F.H.U. var með skemmtun á sama tíma í Templarahöllinni og missti undirritaður því að mestu af skemmt- un H.R. Það er orðið árvisst hjá H.R. að halda skemmtanir á vorin í veitinga- húsinu Broadway, og í maí s.l. var hátíðin haldin í samvinnu við Almenna músíkskólann. Oft er veðrinu kennt um slæma að- sókn og er þá oftast ef ekki alltaf átt við slæmt veður. En nú var ekki hægt að ásaka veðurguðina um slæmt veður því þetta varð heitasti dagur í maí sem mælst hefur í Reykjavík frá upphafi. Veðrið getur því líka orðið of gott eins og þennan dag með yfir 20 stiga hita og sólskin. Það verður því að teljast gott að fá eitthvað af fólki til að fara inn í gluggalaust hús um miðjan dag jafnvel þó boðið sé upp á harmoníkutónlist. Venjulega hefur Harmoníkufélag Reykjavíkur fengið gesti utan af landi til að leika á þessum vorsamkomum en nú sáu félagarnir úr H.R. sjálfir um allan hljóðfæraleik. Að vísu lék blás- arasveit Almenna músíkskólans nokkur lög en það var harmoníku- hljómsveit H.R. sem endaði skemmt- unina með leik sínum. Þ.Þ. Barmmerki Höfum látið útbúa þessi barmmerki fyrir íslenska harmoníkuunnendur — ATH að fánalitirnir í merkinu eru í LIT. Verð aðeins kr. 150.- Hringið eða skrifið HARMONÍKAN tímarit harmoníkuunnendans FÉLAG HARMONÍKUUNNENDA REYKJAVÍK — Frá Skemmtinefnd — Auglýsing um skemmtifundi fram til áramóta, í Templarahöllinni viö Skólavörðuholt. Sunnudaginn 6. nóvember kl. 15—18 Sunnudaginn 4. desember kl. 15—18 Fjölbreytt tónlistardagskrá, kaffiveitingar, dans. Allir Velkomnir Skemmtinefnd 20

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.