Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 4
Harmoníkufélag á Selfossi
Þessi mynd er tekin á stofndegi Harmoníkufélags Selfoss og nágrennis í
félagsheimili hestamanna þar. Formaðurinn Olafur Th Ólafsson er annar
frá vinstri.
Við bjóðum velkomið nýtt félag,
Félag harmoníkuunnenda á Selfossi
og nágrenni.
Þann 12 október í haust var stofn-
að harmoníkufélag á Selfossi, aðal
hvatamaður þess er nýkjörinn for-
maður félagsins Ólafur Th Ólafsson.
Hann var kosinn formaður á fram-
haldsstofnfundi í félagsheimili
hestamanna á Selfossi 12. október
eins og áður segir.
Á stofnfund komu 12 mans, hann
var haldinn nokkru fyrr þá þótti rétt
að kanna málinn nánar og efna til
framhaldsstofnfundar. Lög hins nýja
félags eru í anda annara félaga í
landinu og er það opið öllu áhuga-
fólki um harmoníkuleik og harm-
oníkutónlist.
Tvær tillögur um merki félagsins
voru lagðar fyrir fundinn teiknaðar
af Ólafi Th., og hlaut önnur þeirra
samþykki, merkið má augum líta við
greinarhausinn.
Um þessar mundir munu vera 21
á félagaskrá, frá Selfossi og ná-
grenni. Fram kom á fundinum að nú
binda menn vonir við að bráðlega
verði hægt að koma saman og æfa
þegar fundist hefur heppileg æfing-
araðstaða.
Einn fundarmanna taldi að ekki
væri tekið í nikkuna nema lægi vel á
manni, svona félagsskapur stuðlaði
að því.
Nú verður hægt að koma saman og
leika saman, margir spila reyndar
ekki eftir nótum, en hinir eru líka til,
sem miðlað geta af þekkingu sinni.
Nú verður leitast við að kippa þeim
mönnum inn í félagið sem eiga
harmoníkur og sem flestum áhuga-
mönnum.
Ekki er annað að sjá en félags-
menn hafi tekið fljótt og vel við sér,
í Morgunblaðinu 29. des. er mynd af
níu manna hóp sem er að spila fyrir
dansi á Selfossi og segir í meðfylgj-
andi grein að þetta sé í fyrsta skipti
sem félagsmenn komi opinberlega
fram, það var hjá eldri borgurum á
Selfossi 9. desember síðastliðinn.
Haft er eftir Ólafi í greininni að fjöl-
margir hafi gengið til liðs við félagið
og greinilegt að áhugi leynist víða.
Ég hafði samband við Ólaf stuttu
fyrir útkomu blaðsins, hann sagði að
félagið væri komið með fundar og
æfingaaðstöðu í Tryggvaskála og er
komið saman þar á sunnudagskvöld-
um. Selfossbær styrkir félagið með
þessu. Leiðbeinandi er Baldur
Böðvarsson. Þá spiluðu félagar á
vísnakvöldi Fjölbrautarskóla Suður-
lands 4. febrúar og á þorrablóti eldri
borgara 8. febrúar.
Við óskum hinu nýja félagi alls
hins besta í framtíðinni með von um
gott samstarf.
H.H.
Eru til varahlutir?
Undanfarið hefur þeim fjölgað
sem flytja inn og selja harmoníkur.
Flestar koma frá Ítalíu en einnig frá
austur Evrópu og Kína. Verð á
harmoníkum er að sjálfsögðu mis-
munandi en eins og á mörgu öðru
fara saman verð og gæði. Eitt ber að
hafa hugfast, að lágmarks ábyrgð á
nýju hljóðfæri er eitt ár. Það er þó
lítið gagn í ábyrgðarskírteini ef ekki
eru til varahlutir og viðgerðamaður
sem kann til verka.
Flestallar hljóðfæraverslanir sem
selja rafmagnshljóðfæri hafa í þjón-
ustu sinni rafeindaverkstæði sem sér
um varahluti og viðgerðir
Höfum það hugfast að engin
harmoníka né nokkuð annað hljóð-
færi er svo vandað að það geti ekki
bilað, og alltaf geta orðið óhöpp sem
krefjast varahluta.
Þ.Þ.
IBELGMJM
Óska eftir notaðri píanó-
harmoníku ca. 96 bassa.
Sími: 91 - 78304 SÆVAR
Óska eftir til kaups fjögra
kóra píanóharmoníku m.
kassatto 120 bassa. Sigfús
sími 91-78170.
4