Harmoníkan - 28.02.1992, Síða 17

Harmoníkan - 28.02.1992, Síða 17
HJÁ AFA OG ÖMMU Framhald frá 1. tlb. 91-92 október Dansið á jólunum börnin góð Eftir Þórleif Bjarnason „Guð náði þig bam! Þú að fara á ball austur í Höfn,- hvað heldurðu hann afi þinn segi?“ Ég greip til sterkasta vopnsins og fór að vola. „Ég get svo sem nefnt þetta fyrir þig, en ég veit það er ekki til neins,“ sagði hún og leiddi mig í baðstofu. Þar sagði hún í heyranda hljóði frá löngun minni og brennandi þrá. En hún sagði þetta hlutlaust, án þess að láta einu sinni í ljós með raddhreimi, hvort hún væri fylgjandi mér eða ekki. Það sló þögn á alla. Frændfólki mínu féllust hendur við að klæða sig í sparifötin. Það sat eins og lamað, hálfklætt í ermar og buxnaskálmar. Mér sýndist myrkur flæða í augu þess. Afi varð fljótastur til að taka af- stöðu. „Bamið á ball,“ sagði hann. „Það held ég þið séuð gengin af forstand- inu.“ Hann átti við mig og ömmu. „Ég hef ekkert sagt um það, að hann ætti að fara,“ sagði amma. „Mikið var,“ sagði hann. Nú þótti mér hlýða að sýna harm minn sem átakanlegast. Ég brast í sáran grát með andarteppu og sog- um. Örvilnan mín var alger. Innan lítillar stundar geisaði borg- arastyrjöld í baðstofunni. Guðmundur frændi minn tók mál- stað minn. Hann taldi ekkert til fyr- irstöðu að lofa strákgreyinu með. „Hann hefur víst tíma til að sofa úr sér, þegar hann kemur aftur,“ sagði hann. Hin systkinin vom þessu heldur hlynnt, en þreifuðu varfæmislega fyrir sér um samkomulag. Afi barðist hart í fyrstu, og það kom til mikillar ormstu milli þeirra feðga, Guð- mundar og hans. Ég stillti grát minn eftir ófriðarhorfum, grét ýmist sárt eins og altekinn kvöl eða lækkaði mig niður í eymdarlegt væl, von- lausrar þjáningar. Það var barist lengi, og feðgamir sögðu stór orð, sem þeir sáu eftir, jafnskjótt og þau hmtu af vömm þeirra. Ófriðurinn breiddist út í hinn bæ- inn, en þar fékk ég liðveislu. Dans- farar þaðan höfðu ekkert á móti því að hafa mig með. Hemaðarstaða afa fór versnandi, og eftir langa orrahríð samdi hann frið. Hann samþykkti að ég færi, ef allir austurfarar af báðum bæjum tækju ábyrgð á mér. Sú á- byrgð fékkst. Eg þurrkaði af mér tárin, saug upp í nefið, var hátíðlegur og þögull og byrjaði að hafa fataskipti. En það var hljótt yfir í baðstofunni, eins og horfið væri eitthvað af þeirri til- hlökkun, sem þar hafði verið ríkj- andi. Loks vom allir búnir til farar, og það var lagt af stað. Ég var hálf skömmustulegur, hafði gmn um, að ég hefði gengið fulllangt í keipum mínum. Ekki gat ég farið án þess að kveðja afa. Ég fann hann úti í skemmu. Hann leit hvasst á mig og kvaddi mig stuttlega. Ég beygði af, en lét ekki á því bera. Svo rölti ég með fólkinu fram Holtin. Það var þungt yfir því. Ég þóttist vita, hvers vegna svo væri. Gangfæri reyndist gott, eins og búist hafði verið við, og okkur mið- aði vel fram víkina. Við nálguðumst Hraunbrekku, og þarna blasti skarðið við. Skyldi vera harðfenni í því eða hafði fennt í það? „Nú skaltu sýna, að ég hafi ekki ómaklega tekið málstað þinn,“ sagði Guðmundur, þegar við komum að skarðinu. Það var nýsnævi yfir harðfenninu, en hált í spori, og ég fann fljótlega, að ég mundi ekki maður til þess að komast hjálparlaust upp skarðs- brekkuna. Ég kunni heldur ekki enn að beita göngujárnum. En hér var brátt úr leyst. Góðvinur minn, mér óskyldur, tók mig undir hönd sér og bar mig upp í skarðið. Guðmundur frændi hló við. Þótti mér lítillar frændsemi gæta í hlátri hans. Það var komið við í Rekavík, og þar bættust við nokkrir hluthafar í gleðinni. Við stóðum þar stutt við; það leið á skamman dag og betra að hafa birtuna inn yfir Barð og fyrir Tröllakamb. Það var farið að rökkva, þegar við komum í Höfn. Hópur ungra manna stóð þar á hlaði og tók á móti komu- fólki. Okkur var fagnað eins og tignum gestum, og við vorum leidd til baðstofu. En nú var að búa sig til gleðinnar. Henni var ætlaður staður í allstórri stofu undir lofti í öðrum enda baðstofunnar. Dömumar áttu hljóðskraf sín á milli. Þær höfðu víst forustuna í þessum dansleik og þurftu því að hvíslast á um margt. Brátt hófst mikið annríki við fata- skipti og snyrtingu. „Hvar em nú andskotans blankskómir mínir?“ heyrði ég einn aðkomumanninn spyrja. Systir hans fann honum þá. Fólk sat á rúmum og klæddi sig í sparifötin. Dömumar bám sig laumulega og fóm hjá sér. Þær litu út undan sér og skotmðu augum til herranna, sem líka virtust miður sín, en vildu ekki láta á því bera vegna karlmennsku sinnar. Sumir ráku því upp hávær hlátrasköll og mddu úr sér spaugsyrðum, en aðrir vom alvarlegir, eins og höggnir í stein. Ég var fljótur að komast í spari- fötin og skóna. Þeir vom orðnir nokkuð þröngir, en þó var annað verra við þá. Það brakaði ekkert í þeim, hvemig sem ég beitti þeim. í skóm sumra hinna fullorðnu brakaði hátt og margvíslega. 17

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.