Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 19
CAJUN
Tónlist sem nefnist Cajun hefur
orðið nokkuð áberandi upp á síð-
kastið og er m.a. hægt að kaupa
Cajun-tónlist í hljómplötuverslunum
hérlendis. Fyrir þá sem ekki vita eru
hér nokkrir fróðleiksmolar um
Cajun.
Árið 1755 náðu Bretar af Frökk-
um landssvæði sem nú er Nova
Scotia og nærliggjandi svæði.
Frakkar höfðu búið þarna um nokkra
áratuga skeið og heimtuðu Bretar að
þeir færu því þeirra menn áttu að
setjast þama að. Frakkarnir lögðu þá
land undir fót allir sem einn, sem
reyndar var aðeins venja meðal
þjóðflokka indíána á þeim tímum, og
fluttust alla leið til suðurhluta nú-
verandi Louisiana fylkis. Þar settust
þeir að, töluðu sitt mál, elduðu sinn
mat og spiluðu sína tónlist. Þetta er
allt kallað Cajun - fólk, tónlist, mat-
ur, menning og er fjarskyldur ættingi
Creola á sama svæði. Orðið Cajun er
talið dregið af landsvæðinu, gamla
„Acadia". Cajun fólkið hefur í gegn
um árin haldið vel saman og er
tungumálið samansett úr gamalli
frönsku, ensku spænsku, þýsku,
indíánamálum og nágranna.
Af því þeir hafa haldið sig mikið út
af fyrir sig hafa aðrir íbúar Louisiana
haft horn í síðu þeirra. Þrátt fyrir
einangrun og sérvisku hefur Cajun
menning verið dugleg við að drekka
í sig menningu annara þjóða og
þjóðarbrota í nágrenninu. Nú er
Cajun landsvæðið u.þ.b. á svæðinu
frá Louisiana til Houston í Texas og
rís hæst í borgunum Bornemount og
Port Arthur. Fólkið samdi sinn eigin
dans þar sem leikin var á fiðlu í stór-
um hlöðum þar sem fullorðnir stigu
dansinn en börnin sváfu í hornum.
Lengi vel létu Cajun-tónlistarmenn
fiðluna duga en upp úr 1840 flykkt-
ust þjóðverjar til Louisiana og er
talið að þeir hafi haft með sér harm-
oníkur en þær stóðust Cajun-
tónlistarmennirnir engann veginn.
Árið 1928 var fyrst farið að hljóð-
rita þessa tónlist þar sem Jo Falcon
reið á vaðið. Það var hinsvegar ekki
fyrr en upp úr 1960 sem fór að bera
á henni eitthvað að ráði. Þá kom
einnig til sögunar Cajun tónlist
svartra sem blönduðu hana með jazz,
blues, soul og carabisku tónfalli.
Þetta afbrigði er kallað Zydeco en
einna kunnastur þeirrar tónlistar er
Cliffton Chenier.
Reyndar eru til allskonar blöndur
af þessari tónlist og er harmoníkan
oftast notuð ásamt öðrum hljóðfær-
um. Mörgum harmoníkuleikurum
finnst lítið til um Cajun og skylda
tónlist en það verður að hafa í huga
þau áhrif sem hún hefur og um leið
fjölgar hún þeim sem hlusta á harm-
oníkuna og einnig þeim er spila á
hana. Þ.Þ.
Ólafur Þ. Kristjánsson.
HARMONÍKAN HLJÓMAR
Nýr harmoníkuþáttur hóf göngu
sína á einni útvarpsstöðinni fyrir
skömmu. Það er Aðalstöðin við Að-
alstræti í Reykjavík er gefið hefur
kost á þættinum og stendur hann yfir
í 60 mínútur.
Ólafur Þ. Kristjánsson er stjórn-
andi hans og skipuleggjandi, hann
mun hugsa sér að þátturinn verði í
nokkuð öðrum stíl er áður hefur ver-
ið, samanber á Aðalstöðinni 1991 og
í Ríkisútvarpinu á sínum tíma. Ólaf-
ur velur viðmælanda í hvern þátt á-
samt símaviðtali sem gjarnan er
hugsað fyrir landsbyggðina, leikin
verður harmoníkutónlist þess á
milli.
Nafn þáttarins „Harmonrkan
hljómar" er tekið að láni af harm-
oníkuþætti sem Karl Jónatansson
annaðist 1957 í Ríkisútvarpinu, á-
samt titillaginu Twilight -time.
Fyrsti þátturinn fór í loftið þriðju-
dagskvöldið 14 janúar 92, kl. 21-22,
það verður framvegis útsendingar-
tími og ætti hann að henta vel hlust-
endum á því svæði sem stöðin nær á
annað borð til.
Viðmælandi fyrsta þáttarins var
Karl Jónatansson, símaviðtalið við
Sigurð Friðriksson forman H.F.Þ. I
næsta þætti 21/1, viðtal Hilmar
Hjartarson, símaviðtal Ríkharður Jó-
hannsson form. Nikkolínu. Þriðji
þáttur, 28/1 viðtal Sigurður Alfons-
son, símaviðtal Yngvi Jóhannsson
form. F.H.U.R, og SÍ.H.U. Fjórði
þáttur 4/2 viðtal Einar Friðgeir
Bjömsson, símaviðtal Gísli Brynj-
ólfsson form. H.H. Get þessara aðila
svona rétt til fróðleiks. Við óskum
stjórnanda þáttarins góðs gengis.
H.H.
MOLAR
Nýlega kom út bók í Frakklandi
um sögu harmoníkunnar eftir Didier
Roussin . Maður þessi skrifaði blað-
inu eftir upplýsingum og fengum við
Högna Jónsson til að taka saman þær
upplýsingar sem hann bað um og
senda honum. Virðist það hafa kom-
ið af góðum notum því í bókinni eru
um tvær blaðsíður helgaðar sögu
harmoníkunnar á íslandi.
Þ.Þ.
F.H.U.R. ætlar að gera víðreist
næsta sumar. Fyrirhugað er að um 10
manna hópur fari til norður Finn-
lands í júní og spili þar á íslandsviku
sem þar verður. í hópnum er fyrir-
hugað að verði auk harmoníkuleik-
arana, þjóðdansahópur og kór. Eins
stendur til að fara þriggja vikna ferð
til Kanada, ferðast þar um og vera á
íslendingadeginum sem þar er hald-
inn. Vonast stjórnendur félagsins
eftir að fá það marga þátttakendur í
ferðina, að þeir geti verið með sér bíl
og farið um eins og þá listir. Ekki er
ósennilegt að þeir hitti félaga úr
harmoníkufélögum í þessum ferðum
en þau eru til á báðum stöðum og til
gamans má geta þess að ótrúlega
margir af vinningshöfum í keppni
finnska harmoníkusambandsins
koma frá norðurhéruðum landsins.
Þ.Þ.
19