Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 16

Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 16
Sunnudagur 23. júní. Ferðin frá Húsavík byrjaði í þoku, en létti til á Öxnadalsheiði og há- lendið baðaði sig í sólskininu, þegar ekið var suður Kjöl. Hveravellir voru ákjósanlegur áningarstaður, nestið tekið fram og Svíarnir skelltu sér í laugina. Nafnlausa lagið hans Anders fékk sína skím í þessari ferð: „Mazurka í moldroki á malarvegi", og var leikið í Gunnarshólma.Fossar voru ennþá á óskalistanum og Gullfoss bauð upp á regnboga skreytingu og sefjandi ró eftir fjallaferðina. Geysir svaf vært, en Strokkur gaus þrisvar á tíu mín- útum sérstaklega fyrir okkur. Sigrún Bjamadóttir á Hellu beið okkar með lambasteik, sem var sannarlega vel þegin eftir þessa löngu ferð. í Gunnarshólma opnaði hljóm- sveit H.F.R. tónleikana með „Nótt á fjöllum“ eftir Valdimar Auðunsson. Aðsókn var góð miðað við að þetta var sunnudagskvöld og ekki dans á eftir. Efnisskráin að mestu óbreytt og spilagleðin ótrúlega mikil eftir þessa löngu ferð. Anders lét sig ekki muna um að taka nokkur aukalög sérstaklega fyrir Sunnlendinga sem höfðu beðið í 10 daga eftir þessu á- gæta listafólki. Móttökurnar á þess- um tónleikum voru mjög góðar og gestimir leystir út með gjöfum. Þegar litið er til baka er erfitt að hugsa sér að hægt sé að endurtaka svo vel heppnaða ferð og upplifa aftur þá einlægu gleði, sem við fengum að njóta. Eyþór H. Stefánsson Jón Ingi Júlíusson „3. KLÚBBURINN" Þessa mynd tók ferðamaður við höfnina í Skagen í Danmörku síðastliðið sumar. Myndasmiðurinn er ekki áhugamaður um harmoníku en hópurinn vakti athygli hans og því tók hann myndina. Takið eftir að þvottabretti er notað sem áslátt- arhljóðfæri. Undanfarin ár hefur harmoníku- unnandinn Hermóður B. Alfreðsson komið frá Danmörku um jólin og boðið til sín vinum og kunningjum í Djúpið að kvöldi til, milli jóla og nýárs. Húsnæðið er að vísu ekki stórt, rúmar um 30 manns en oftast er nálægt húsfyllir - vinafólk sem Hermóður kynntist á 25 ára veru sinni hér á landi. Fyrstu árin var mikið spilað á harmoníku og sungið með af og til en síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. Aðeins eru leikin nokkur lög á harmoníku en lungað úr kvöldinu fer í sölu og úrdrátt happ- drættis sem er tæplega rekið með hagnaði, þar sem vinningar eru fleiri en gestirnir. Það er álitamál hvort samkomur eins og þessi, eigi nokkuð erindi í blaðið en við látum það ráð- ast eftir framvindu mála. En Hermóður er eins og áður segir harmoníkuunnandi, og í júlí næsta sumar ætlar hann að halda upp á af- mæli sitt hér á landi. Af því tilefni ætlar hann að koma með harm- oníkuleikara, einn eða fleiri frá Dan- 16 mörku til að spila í veislunni. Hefur Mogens Bækgárd Andersen verið oftast nefndur í því sambandi en hann er einn vinsælasti harmoníku- leikari Dana um þessar mundir. Við birtum mynd af honum í 2. tbl. 2. árg. á blaðsíðu 16 en tilefnið var fyrsta hjónavígsla sem framkvæmd var á harmoníkumóti sem vitað var um og það var einmitt brúðkaup Mogens sem var í Ransáter í Sví- þjóð. Þ.Þ.

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.