Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 20

Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 20
Jóna Einarsdóttir harmoníkuleikari Lítil stúlka aðeins sjö ára gömul upplifði sína stærstu stund er hún fékk harmoníku að gjöf, þetta atvik hefur aldrei gleymst, harmoníkan var það fallegasta hljóðfæri er hún hafði augum litið, skelplötublá píanó- harmoníka með tveimur bassaröð- um. Svo var spilað eftir eyranu til 12 ára aldurs, þá rann upp fyrir henni ljós, hún hjakkaði í sama farinu. Á námsárunum tók hún harmoníkuna ávalt með þótt farið væri erlendis. Harmoníkan var af ásettu ráði ekki í farangrinum í Ameríkudvöl sem tók ein ellefu ár, hún óttaðist að koma ekki aftur til landsins ef þannig hefði farið. Það er eftir Jónu Einarsdóttir sem ég rifja hér upp nokkur minningar- brot æsku hennar, ég var svo heppinn að ná til Jónu það eina kvöld sem hún ekki var upptekin og fékk að spyrja nokkurra spurninga um hana sjálfa eins og kemur fram hér að framan og feril hennar varðandi harmoníkuna. Jóna er hjúkrunarfræðingur að mennt, fædd í Reykjavík 27/3 1944 og hefur alla tíð unað harmoníkunni. Við skulum aðeins kynnast konu sem hugsanlega er sú fyrsta hérlendis sem hefur um alllangt skeið haft atvinnu af að leika á krám og heyra hvað hún hefur að segja. Hvað kom þér af stað út í alvör- una? Ég var oft að velta fyrir mér hvað væri að gerast hér í harmoníkumál- um, þá kom allt í einu blaðaauglýsing fyrir augu mér, að skemmtifundur F.H.U.R. yrði tiltekinn sunnudag í Templarahöllinni við Eiríksgötu, mig langaði óskaplega að líta inn en datt ekki í hug að ég fengi nokkum með mér. Ég hringdi í leigubíl og fór ein í Templarahöllina að horfa á og hlusta. Það skemmtu sér allir vel og það var virkilega gaman, ég er ekki í neinum vafa um að þessi stund styrkti mig verulega í trúnni á harm- oníkunna. Hvenær byrjaðir þú raunverulegt harmoníkunám Jóna? Fyrir hreina tilviljun sá ég auglýs- ingu í dagblaðinu Vísi um harm- oníkukennslu hjá Karli Jónatanssyni, þá vissi ég ekkert hver maður þessi var. Um haustið 1985 byrjaði ég í tímum hjá Karli og skemmst frá að segja er ég þar enn, hef bæði stundað hóptíma og einkatíma hjá honum og líkað vel. Ég kann vel að meta út- setningar Karls, þær eru skemmti- legar. Að leika á krám, hvemig vildi það til? Mér var ýtt út í kráarspilið, Karl Jónatansson manaði mig í þetta, en það hefur verið mjög gaman að þessu þó meiningin hafi verið önnur, dinn- ermýsik heillar meir. Á Kringlukránni hef ég verið frá því í mars 1990, eitt til tvö skipti í viku, einnig á Seljakránni nokkra mánuði 1990 einu sinni í viku. Ég er ýmist með 120 bassa nikku (dömu- mótel) eða 96 bassa. Er stöku sinnum með þráðlausan hljóðnema við magnara, annars hef ég mun víðar komið fram að spila á veitingastöð- um. Hvað með dmkkið fólk færðu að vera í friði? Ef þú meinar karlmenn þá taka þeir mér yfirleitt mjög vel, en sum- um'finnst þetta dálítið skrítið, samt hef ég á tilfinningunni að þeim finn- ist bara nokkuð vænt um konu í þessu hlutverki. Annars taka konur mér sérstaklega vel. Fólk vill hlusta á þessi gömlu þekktu lög, lög sem flestir kunna. Syngur þú líka? Ekki segi ég það nú, heldur raula með fólkinu, set í gang væri fremur hægt að kalla það. Harmoníkan og konur Jóna? Harmoníkan hentar konum vel en hún má ekki vera of þung. Þú hefur stofnað hljómsveit? Já, við erum fjögur ásamt söngkonu sem verið hafa að æfa frá því síðast- liðið vor, og m.a. komið fram á saumastofugleði Ríkisútvarpsins, annars tökum við að okkur ýmis- konar samkvæmi eða næstum hvað sem er. Hljómsveitinni var nýlega gefið nafnið "HARMONÍA". Hljóðfæraskipan er harmoníka, gítar og trommur, ásamt söngkonu. Álit þitt á stöðu harmoníkunnar nú? Mér finnst þurfi að breyta stöðnuðu hugafari fólks gagnvart harm- oníkunni, t.d. halda ótrúlega margir að aðeins eigi að nota píanó sem dinnerhljóðfæri, eða það sé nóg að geta glamrað á nikku, að hún sé fyrir Kvöld á Kringlukránni. Hér sameinar Jóna söngelska gesti. 20

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.