Harmoníkan - 28.02.1992, Qupperneq 11

Harmoníkan - 28.02.1992, Qupperneq 11
þangað undir morgun svangur og slæptur. Ljósmóðirin í þorpinu var svo væn að fara á fætur og taka til mat handa mér. Síðan var mér vísað á hvar mjólkurbíllinn stóð, - í hann lagði ég mig og fór svo með að ölf- usá Selfossi. Jú, maður skilaði sér í bæinn, þó oft væri það ansi slark- samt. Þú varst á White Star?: - Jú það var á milli 1930 og 40 sem ég spilaði á White Star. Þetta var búlla af verstu sort, - mest sótt af mellum og útlenskum sjómönnum. Fyrir utan að dansa, skemmtu menn sér við áflog og drykkju, þá hún ætti að heita bönnuð á þessum árum. Vertinn var danskur, - hét Olsen. Þetta var mesti hörkukarl. Þegar honum mislíkaði við þann sem var með trommuna, þreif hann í bakhlutann á manng- arminumog fleygði honum út og öll- um trommunum á eftir! Ég held nú að hann hafi séð eftir þessu, því hann hækkaði við mig kaupið á eftir, svo ég héldi áfram. „Það var sandurinn af sjönsunum á Seltjarnarnessdöns- unum... “ þú spilaðir þar?: - Mikil ósköp, ég kom nú við að spila þar. Þetta var í Mýrarhúsaskólanum, þar voru haldnar jólatrésskemmtanir og dansarnir frægu sem segir frá í gam- anvísunni. Þarna var ég með nikkuna í nokkur ár. Var kaupið hátt?: Það var 5 krónur á tímann og böllin stóðu frá klukkan 9 til 3 eða 4 svo kvöldið gerði um 30 krónur. Mánaðarkaupið hjá Agli Vilhjálmssyni var mig minnir 250 krónur svo þetta var vel viðunandi Hvað með verð á harm- oníkum ?: Þær voru dýrar og illfáan- legar. Flestir reyndu að kaupa af út- lendum sjómönnum t.d. keypti II stýrimaður á Novu fyrir mig Royal Standard með tröppuborði þá fyrstu sem hingað kom. Hún var fengin hjá Carli M. Iversen fyrrum sendli hjá Trekkspillesentralen, síðar umsvifa- mesta harmoníkusala Noregs. Þetta var 30 punda hljóðfæri og kostaði 975 noskar krónur, eða um 1300 ís- lenskar. Áður hafði ég verið með Koch keypta hjá Benedikt Elvar föður Árna. Verðið gerði 5-6 mán- aða laun og meira hjá sumum. C.M. Iversen seldi því íslendingum harm- oníkumar með 300 krónum út og 30 á mánuði. Það fór samt svo að Carl M. Iversen varð að ráða sér lögfræð- ing til að ná inn greiðslum. Var hart gengið fram í þeim málum, en oft lítið af mönnum að hafa í kreppunni. Þú varst fyrsti íslenski bílamálar- inn?: Það er rétt, ég má heita það. Georg bróðir Egils Vilhjálmssonar lærði úti í Danmörku og hann kenndi mér. Ég var í 8 ár hjá Agli og síðan í 40 hjá Steindóri. Eftir að ég fór að vinna hjá honum minkaði ég við mig spilamennskuna. Þá tóku aðrir við; Halldór á Kárastöðum, sem ég Hafði spilað með hélt áfram, svo held ég að Jóhannes G. Jóhannesson, hafi með hléum verið í danshljómsveitum fram yfir 1960. Áttu góðar minning- ar um þessi ár?: Þær eru nú kannski svolítið blendnar. Það var erfitt að sitja heilu næturnar með níðþungar harmoníkurnar í stórum húsum eða úti. Þar á móti kom, að harmoníku- leikarar voru í meiri metum þá en nú, höfum sennilega verið „popparar“ okkar tíma. Það aftur á móti hafði í för með sér ýmsar hættur og margur harmoníkuspilarinn kynntist Bakkusi í vinnunni, enda þakklæti fyrir spiliríið oft tjáð með framréttri flösku! Eg lœt nú lokið samtalinu við Jóhannes Jensson bílamálarameist- ara, þar sem hann situr á friðarstóli með konu sinni Viktoríu Runólfs- dóttur vestur í Sörlaskjóli. Bæði hafa þau skilað góðum degi. Eftir að son- ur þeirra Jens, húsasmíðameistari komst á leggfór Viktoría ífiskvinnu, sem hún vann við fram á áttræðis- aldur. Eg sendi þeim bestu þakkir fyrir löng og góð kynni. Högni Jónsson. SPAKMÆLI: Hljómlistin lýsir því sem maður hvorki getur sagt né þagað yfir. Höf. V. Hugo. KARL JONATANSSON NEISTAFLUG Stuttu fyrir jólin sendi Karl Jónatans- son frá sér nýja hljóðsnældu með fjórtán innlendum og erlendum lögum. Hljóm- sveitina kallar hann Neista og hana skipa auk Karls, Edwin Kaaber sem leikur á gítar, Ingi Karlsson á trommur og Pétur Urbancic á bassa. Að auki spila með á harmoníku í tveimur lögum þeir Einar Friðgeir Bjömsson, Sveinn Rúnar Bjömsson og Öm Arason. Alls em sex lög á snældunni eftir Karl að auki eiga synir hans, Ingi og Jónatan sinnhvort lagið. Það var löngu komin tími til að Karl sendi frá sér hljóðritun í fullri lengd, en hann hefur áður sent frá sér lög á smá- skífum og eins leikið tvö lög inn á fyrstu hljómplötu F.H.U.R. Ólafur Þ. Krist- jánsson skrifar á seðilinn í hylkinu þar sem hann segir m.a.: Það er því mikið gleðiefni að þessi kassetta kemur út, með fmmsömdum lögum og jass og söngleikjalögum, þar sem „stíllinn“ hans Karls er allsráðandi. Auk Karls, eru þeir Pétur og Edwin „sjóaðir“ tónlistarmenn sem og Sveinn Rúnar, þó ég viti ekki til þess að hann hafi áður leikið á útgefinni hljóðritun. Hinir em nýliðar á þessu sviði og er ekki ú vegi að óska þeim til hamingju með frumraunina og öllum í heild, þeim sem að þessu stóðu. Eins og áður, þá viljum við hvetja þá sem hafa hug á að kaupa snælduna að snúa sér beint til útgefanda, sem í þessi tilfelli er Karl Jónatansson, og kaupa hana þar. Ekki endilega til að kaupa hana ódýrari, heldur til að útgef- andi fái fullt verð til sín. Það eflir útgáfu á hljóðritunum á íslensku harmoníku- efni. Þ.Þ.

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.