Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 8
HAKMOMKU-
KEMSLA
Síðastliðið haust sendum við bréf
til allra tónlistarskóla utan höfuð-
borgarsvæðisins þar sem beðið var
um eftirtaldar upplýsingar:
1. Er kennt á harmoníku við skólann
þinn
(síðan hvenær)?
2. Hver er kennari?
3. Hvað eru margir nemendur í har-
moníkuleik, (hversu lengi hafa
þeir stundað nám, og á hvaða
aldri eru þeir)?
Einnig væri vel þegið að fá vit-
neskju í grófum dráttum um það
námsefni sem stuðst er við, ef það er
sérhæft. Ef hinsvegar er ekki kennsla
á harmoníku við skólann, er þá ein-
hver í umdæminu sem skólinn bendir
hugsanlegum nemendum á að leita
til?
Bréf þetta er sent öllum tón-
menntaskólum landsins utan höfuð-
borgarsvæðisins, en um það svæði
teljum við okkur hafa sæmilega vit-
neskju. Það væri okkur gleðiefni ef
þú sæir þér fært að svara þessu bréfi,
því okkur langar að geta þess í næsta
blaði, sem kemur næst út í byrjun
næsta árs.
Það var von okkar að geta fengið
heildarsýn yfir kennslu á harmoníku
á landinu og sendum því út 38 bréf,
en hringdum til þeirra sem eru á
höfuðborgarsvæðinu. Það skal tekið
fram að ekki var spurt um verð á
kennslu né lengdar hvers kennslu-
tímabils en þeir sem á annað borð
svöruðu, veittu góðfúslega upplýs-
ingar um það sem spurt var um utan
Tónlistarskóla Emils Adólfssonar
sem taldi fjölda nemenda vera at-
vinnuleyndarmál. Það eru þó okkur
vonbrigði hvað fáir tónlistarskólar
svöruðu bréftnu eins og sést á eftir-
töldu. Það er verðugt viðfangsefni
fyrir harmoníkuunnendur á lands-
8
byggðinni að kanna þar sem við á
hversvegna bréfinu var ekki svarað,
vel er hægt að hugsa sér að greina frá
því í næsta blaði ef einhver svör fást.
Tónlistarskólinn á Akranesi
Kennt hefur verið á harmoníku frá
1986 og á þessu starfsári eru átta
nemendur á aldrinum 10-56 ára.
Kennari er Bjöm Leifsson og er
stuðst við kennsluefni frá Noregi.
Skólastjóri er Láms Sighvatsson
Tónlistarskóli Stykkishólms
Kennt hefur verið á harmoníku við
skólann frá árinu 1984 en þó ekki
samfellt. Kennari er Hafsteinn Sig-
urðsson og em þrír nemendur í ár,
sem eru einn 15 ára á öðm ári, einn
11 ára á fyrsta ári og einn 10 ára
nemandi á öðm ári. Að sögn skóla-
stjórans, Daða Þórs Einarssonar er
aðallega notað kennsluefni eftir Pal-
mer/Hughes
Tónlistarskóli ísafjarðar
var í haust með 16 nemendur frá 7
ára.
Kennari er Messíana Marzellíus-
dóttir sem styðst við kennsluefni eftir
Palmer/Hughes og Lars Holm.
Tónlistarskólinn á Sauðárkróki
Tveir nemendur, báðir á öðm ári,
annar er 11 ára en hinn 24 ára
Kennari er Rögnvaldur Valbergs-
son og stuðst er við kennsluefni eftir
Palmer og Hughes.
Kennt hefur verið á harmoníku frá
1986. Skólastjóri er Eva Snæbjam-
ardóttir.
Tónlistarskóiinn á Akureyri
Ekki kennt á harmoníku þetta
starfsár, að sögn skólastjóra Hrefnu
Harðardóttur en hún beinir nemend-
um í harmoníkuleik til Tónlistarskóla
Eyjafjarðar.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar.
Skólinn hefur starfað í rúma þrjá
vetur og hefur verið kennt á harm-
oníku frá upphafi. í ár em nemendur
tíu í harmoníkuleik og em misjafn-
lega á veg komnir, en þó hafa allir
meira en tveggja ára nám að baki.
Kennarar em þrír,: Guðjón Páls-
son, Ingvi Vaclav Alfreðsson og
Gunnar H. Jónsson. Skólastjóri er
Atli Guðlaugsson en hann hefur í
nokkur ár stjómað hljómsveit Félags
Harmoníkuunnenda við Eyjafjörð.
Tónskóli Fáskrúðsfjarðar
Undanfarin þrjú ár hefur verið
kennt á harmoníku við skólann og er
kennari Óðinn G. Þórarinsson sem er
jafnframt skólastjóri. Kennslubækur
sem em notaðar eru t.d. eftir Pal-
mer/Huges, Tollefsen og „Spela
Dragspel" eftir Lars Holm.
Þrír nemendur hófu nám í haust og
eru allir byrjendur.
Tónlistarskólinn Kirkjubæjar-
klaustri
Það er í l.ár sem hefur verið kennt
á harmoníku er og einn 10 ára nem-
andi (drengur) í harmoníkuleik.
Kennari og skólastjóri: Einar Melax
Tónlistarskólinn í Keflavík
Ekki verið kennt á harmoníku í
nokkur ár sökum kennaraskorts.
(Auglýsir hér með eftir áhugasömum
harmoníkuleikara sem vill taka að
sér kennsluna)
Skólastjóri er Kjartan Már Kjart-
ansson.
Tónlistarskóli Njarðvíkur
Ein 10 ára stúlka er nemandi á
fyrsta ári við skólann þetta starfsár
en kennsla á harmoníku hefur verið
frá stofnun skólans 1976 og hefur
Stefán Ómar Jakobsson annast
kennsluna. Stuðst er við kennsluefni
frá Hohner, „Die Akkordeon Fibel,
band 1" eftir von Hans Luder.
Skólastjóri er Haraldur Ámi Har-
aldsson.
Bragi Hlíðberg hefur undanfarin
ár haft 2-4 nemendur og í haust vom
þeir þrír. Hann hefur notað kennslu-
efni úr ýmsum áttum eftir ástæðum,
en ætlar í framtíðinni að styðjast að-
allega við námsefni eftir Palmer og
Hughes.
Guðmundur Samúelsson,
Reykjavík hóf að kenna á harmoníku
s.l. haust. Hjá honum vom 7 nem-
endur fyrir áramót og var von um
fjölgun nemenda eftir áramót
Tónskóli Sigursveins D. Kristins-
sonar í Reykjavík
hefur kennt á harmoníku í nokkur
undanfarin ár. Kennari er Sigurður
Alfonsson. f vetur em 7 nemendur í