Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 9

Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 9
Miiming Jón Sigurösson F. 13 jiilí 1925, D. 29. janúar 1992 skólanum frá 10 ára aldri og er að mestu stuðst við kennslubækur eftir Charles Magnante Tónlistarskóli Hafnarfjarðar. I skólanum eru 5 nemendur í harmoníkuleik frá 10 - 45 ára. Kennari er Guðni Þ. Guðmunds- son og semur hann kennsluefni eftir hendinni. Tónskóli Emils Adólfssonar Reykjavík, hefur kennt á harmoníku í nokkuð mörg ár. Framan af var að mestu stuðst við kennslugögn frá Hohner ásamt því efni sem kennarinn, Emil Adólfsson hefur samið. Undanfarið hefur hann lagt áherslu á kennslu á harmoníkur með eintóna bassa, þ.e.a.s. sem ekki eru með þetta venjulega „Stradella“ bassakerfi“, og stuðst við píanó kennsluefni. Ekki náðist í Emil sjálfann, en eiginkona hans gaf þessa upplýsingar. Ekki fékkst uppgefinn fjöldi nemanda. Við þökkum þeim er veittu okkur greinargóð svör en því miður er ekki árangur sem erfiði. Eins og sjá má vantar svar frá mörgum skólum, jafnvel þeim stöðum sem við teljum okkur vita að kennt er á harmoníku. Þ.Þ. Jón Sigurðsson harmoníkuleikari, eða „Jón í bankanum" eins og hann var oft nefndur andaðist hinn 29. janúar s.l. Hann var fæddur undir Eyjafjöllum en fluttist ungur til Reykjavíkur og hóf fljótlega störf hjá Búnaðarbankanum þar sem hann starfaði síðan. Jón fór snemma að spila á böllum sem með árunum jókst eins og sést á því að síðustu 10-20 árin lék hann á dansleikjum flest föstudags, - laugardags og sunnu- dagskvöld með eigin hljómsveit. Það var margt sem gerði það að verkum hvað hann varð vinsæll. í fyrsta lagi hafði hann ánægju að því sem hann var að gera og fólkið sem hann var að skemmta fann það. Og þó að liði fram á nótt var aldrei að sjá á honum þreytumerki. Annað er það sem ég tel hafi átt stórann þátt í velgengni hans er hversu dagfarsprúður hann var og orðvar, fyrir það er hann mér ætíð minnisstæður. Hann gat alltaf siglt milli skers og báru þegar á bjátaði og lægt öldurnar. Það er ekki svo lítils virði þegar fólk þarf að vinna saman á sviði. Þó Jón hafi verið þekktur meðal harmoníku og gömludansa-unnenda þá er hann enn kunnari sem texta- höfundur en á því sviði var hann svo afkastamikill að fáir standa honum jafnfætis hvað það varðar. Textar eftir hann á plötum eru vel yfir 300 sem margir hverjir lifa meðal fólks eða hver man ekki „Út í Hamborg" eða „Nínu og Geira“ svo einhverjir séu nefndir. Mörg dægurlög samdi hann einnig sem hafa náð geysivin- sældum en hann átti í fórum sínum einnig nokkur lög sem ekki hafa komið út, en vonandi eru til í hand- riti. Leiðir okkar Jóns lágu saman fyrir um 20 árum síðan og hann var ekki að hreykja sér af hlutunum því það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna að ég vissi að þetta var Jón Sigurðsson sem samdi alla þessa texta og lög, sem ég kannaðist svo vel við. Með fráfalli Jóns er horfinn einn duglegasti gömludansaspilarinn, - sem mun verða saknað af stórum hópi fólks er fylgdi honum eftir milli dansstaða, - textahöfundur sem samdi texta sem spönnuðu allt mannlífið og mikilvirkur lagasmið- ur. Mest hafa þó misst eiginkona hans Helga Helgadóttir og afkomendur þeirra hjóna. Við Hilmar sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Þ.Þ. | HARMONIKUVIÐGERÐIR | - STILLINGAR Tökum að okkur aliiliða þjónustu á eftirtöldum tegundum: BRANDONI, VICTORIA, BORSINI, CASTAGNARI, BUGARI, GALANTI, BURINI, DELECIA - Og BAFFETTI. _ Sjáum um viðgerðaþjónustu fyrir Tónabúðina, _ Hljóðfæraverslun Pálmars Árna og _ Leif Magnússon. Sækjum og sendum endurgjaldslaust til flutnings- aðila. " HARMOWÍKUÞJÓNUSTA 1 I ÞÓRÐAR & HÖGNA I sími 677078 L, .......... J

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.