Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 14
Vel heppnuð tónleikaferð
Framhald úr síðasta blaði
Laugardagur 15. júní.
Heilsan skánaði þegar á daginn
leið og lækninum ásamt harmoníku
var ekið niður í Akraborgina síðla
dags. Svíarnir fóru í gönguferð með-
fram Elliðaánum og segja sjálf svo
frá, að þau hafi villst í skóginum, en
um síðir komið auga á rauða skor-
steininn á húsinu hans Yngva og þar
af leiðandi ratað til baka.
Jón Ingi Júlíusson hafði nú tekið
að sér svíana og og farið landleiðina
um Hvalfjörð, að Reykholti og um
byggðir Borgarfjarðar og sátu þau að
snæðingi í boði Gunnars Gauta og
félaga, þegar kynnir og sölumaður
mætti á staðinn með dökk sólgler-
augu. Laxinn þeirra á Skaganum
rann ljúflega niður og allir voru
hressir að lokinni máltíð.
Eyþór hafði lofað að opna tón-
leikana og lék Hreðavatnsvalsinn í
minningu móður sinnar, sem fæddist
og dó á Akranesi.
Akranestónleikamir voru ekki
eins góðir og ætlast var til, allir voru
taugaóstyrkir og telja fróðir menn að
þau hafi ekki verið búin að aðlagast
hreina loftinu á Islandi og þessvegna
misst stjórn á fingrunum af og til.
Áheyrendur létu sér þetta allt vel líka
og tóku góðann þátt í seinni tónleik-
unum á barnum, þar sem Anders
lenti í því að fá tíu sinnum of mikið
í skiftum fyrir sænskan hundraðkall,
en stúlkurnar á barnum áttuðu sig og
allt fór vel. Dansinn dunaði fram yfir
miðnætti við tónlist bæði heima-
manna og gesta.
Sunnudagur16. júní
Bflstjórinn okkar, Guðmundur
Þorsteinsson, sem er Borgfirðingur
og vanur að aka skólabörnum að
vetrarlagi sagðist vera öllu vanur og
leyfði okkur að taka lagið á leiðinni
norður. Við skiftumst á um að spila
og tíminn leið fljótt. Þó má segja að
hvfldin væri kærkomin, þegar sprakk
undir bflnum og við lögðum okkur í
laut með ilmandi fjallagróðri á
Holtavörðuheiði.
Sigurður Indriðason, formaður
F.H.U.E. kom til móts við okkur í
Öxnadal og fylgdi okkur á gisti-
áeimili í útjaðri bæjarins og síðan á
14
Það er framandi landslagið fyrir Svíana að hafa ekki viltann trjágróður í náttúr-
unni. Myndina tók Eyþór þegar hann fór með þá í gönguferð.
sitt heimili til kvöldverðar. Sigrid
sagði okkur síðar að þetta lambalæri
hefði að öllu öðru ólöstuðu verið það
langbesta, sem hún borðaði á fs-
landi.
Tónleikarnir í Bláhvammi voru
ekki heldur af verri endanum, allir í
góðu spilastuði og fyrsta flokks á-
heyrendur sem kunnu vel að meta
góðgætið. Hörður Kristinsson opnaði
tónleikana með „Meira fjör“ eftir
Bjarna Böðvarsson. Húsið var full-
setið og mikið fjör í dansinum þar
sem Anders og Conny léku listir sín-
ar meðan Sigrid og Annika skemmtu
í anddyri hússins. Snældusala var
ágæt og sölumaður hinn hressasti.
Þjóðhátíðardagur 17. júní.
Eyþór og Jón Ingi voru fyrstir á
fótum og settust undir húsvegg í sól-
skinið með nikkurnar. Palla, kona
Jóns, lagaði morgunkaffið og brátt
voru allir á fótum og spilað góða
stund eftir kaffið. Dalvík var næsti
áfangastaður til að líta á stærstu
harmoníku í heimi, sérsmíðuð af
Hagström í Kaupmannahöfn handa
stærsta manni heims Jóhanni Péturs-
syni, sem nú er látinn. Harmoníkan
náði Anniku standandi niður á hné.
Því miður er ekki hægt að spila á
hljóðfærið, en vonir standa til að úr
því verði bætt. Byggðasafnið á Dal-
vík er vel útbúið og gaman að skoða,
ef lesendur eiga leið um. Á kaffistofu
bæjarins var staddur Jóhannes Har-
aldsson, sem átti 75 ára afmæli
nokkrum vikum síðar, og fékk hann
að velja nokkur óskalög hjá Svíun-
um, sem fengu veitingar í stað tón-
listar.
Á Akureyri var þjóðhátíðardegi
fagnað með hefðbundnum hætti og
sænsku gestirnir tóku nokkur lög á
útipalli í Hafnarstræti. Gatan var
troðfull af fólki, sem stansaði og
hlustaði hugfangið.
Þriðjudagur 18. júní.
Flugið til ísafjarðar tók 1 klst. í
björtu veðri og þar tóku á móti okkur
tveir heiðursmenn,sem tóku sér frí úr
vinnu til að gera okkur daginn eftir-
minnilegan. Þetta voru Ásgeir S.
Sigurðsson og Sæmundur Guð-
mundsson. Ekið var upp á Bolafjall
með stórkostlegt útsýni yfir Djúpið
og má sjá Grænlandsjökul í björtu
veðri. Á heimleiðinni skoðuðum við
endurbyggða verbúð í Bolungarvík.
Matarborðið heima hjá Ásgeiri og
frú Messíönu var eitthvað það fín-
asta, sem ég hef séð í heimahúsi og
matnum gerð góð skil.
Tónlist hefur lengi setið í hásæti á
ísafirði og mátti því vænta þess að
húsfyllir yrði hér og svo varð raunin
á. Efnisskránni var breytt í snarheit-
um og tókst allt vel, áheyrendur í
háum klassa, dauðaþögn í salnum og
mjög góðar undirtektir. Tveir snjallir
heimamenn opnuðu hátíðina með því
að leika á „diatoniskar“ harmoníkur.
Það var líka húsfyllir heima hjá Ás-