Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 23
Oddur Sigfússon
Óður til harmoníkunnar
Er harmoníkan hljómar dátt
þá hrífast fljóð og menn.
I dansinn flykkist fólkið kátt
svo fyllist gólfið senn.
Hún ennþá geymir yndisseið
sem enginn standast má
og mörgum ungum lýsir leið
að lífsins innstu þrá.
Hún vekur líf og söngvaseið
um sveitir þessa lands
og gleður marga á langri leið
hjá lind í tjaldakrans.
Þú heyrir víða hennar óm
er hópar setjast að.
Við fljóta nið og fossa hljóm
má finna hennar stað.
I sumardýrð um vík og vog
hún vina tengir bönd.
Við ystu nesja öldusog
hún einnig nemur lönd.
Og sveina og meyja söngvum nær
þá svífur hennar mál
því ómur hennar hreinn og tær
er hluti af landsins sál.
Oddur Sigfússon.
Haustið 1989 skrifaði Oddur grein
í blaðið „Frá Héraði“ sem endaði á
tveim frumortum vísum. Það var svo
aftur í haust að hann greindi frá því
að vísumar væm hluti af kvæði og
birtum við það nú í heild um leið og
við þökkum Oddi kærlega fyrir.
Þ.Þ.
Fyrstu „cassptto" harmoníkur
á íslandi
Það var á Akureyri um áramótin
1948/9 sem talið er að fyrstu
„cassotto“ smíðuðu harmoníkumar
hafi komið til íslands. Þetta vom
tvær píanó-harmoníkur og tvær
hnappa-harmoníkur frá ítölsku verk-
smiðjunum Marino Pigini. Þeir sem
keyptu þessi vönduðu hljóðfæri vom
Guðni Friðriksson, Haukur Ingi-
marsson, Karl H. Steingrímsson og
Sigurður V. Jónsson (Siggi Valli).
Sigurður og Karl eiga sínar harm-
oníkur ennþá og er harmoníka Sig-
urðar í góðu lagi og þrátt fyrir mikla
notkun þá sér varla á belgnum eða
nótnaborðinu og tónamir standa enn
fyrir sínu. Ég heimsótti Sigga Valla
til að skoða gripinn og spurði um leið
hvað hún hefði kostað.
Það vom miklir peningar í þá
daga. Harmoníkan kostaði rúmar
6.000 krónur og þá var hægt að fá
nýjan „Willys“ jeppa fyrir liðlega
9.000 krónur. Mánaðarlaun verka-
manns í fullri vinnu vom í kringum
800 krónur og má því nærri geta hvað
mörgum fannst um slíka fjárfestingu.
A sama tíma kostuðu nýjar 4 kóra
„Scandalli" harmoníkur um 3.200
krónur fyrir sunnan og þóttu dýrar.
Á hinn bóginn var kaupið fyrir að
spila á venjulegu balli um 250 kr.
fyrir kvöldið og ég man ég spilaði á
gamlárskvöld í stríðslokin frá kl. 10
um kvöldið til 6 um morguninn og
fékk fyrir 600 kr. Það vom geysilega
miklir peningar í þá daga, því ég man
ég keypti mér spariföt, alfatnað innst
sem yst og skó að auki fyrir pening-
ana.
Að kvöldi dagsins sem þær komu
fómm við niður á Skipagötu til að
skoða þær í glugganum. Ur því varð
þó ekki þar sem gatan var troðfull af
fólki sem var að skoða og við
komumst ekki að . Það tók tvö ár að
fá harmoníkumar og létum við setja
nöfnin okkar á þær, en töfin varð
vegna þess að verksmiðjan átti ekki
teikningar af hnappaborði með
sænskum gripum og varð því að fá
teikningar frá Svíþjóð.
Það var farið með þær upp í versl-
un til Brynjólfs Sveinssonar þegar
við tókum þær upp úr kössunum.
Mikið frost var úti en farið var með
harmoníkumar upp í verslun til
Siggi Vaili með gömlu Pigini harm-
oníkuna
Brynjólfs Sveinssonar og þær teknar
upp úr kössunum. En þá reyndist
ekki nokkur leið að spila á þær vegna
þess hvað þær höfðu fallið í kuldan-
um. Það var því ekki annað að gera
en bíða eftir að þær hitnuðu, en þá
jöfnuðu þær sig.
Stuttu eftir ég fékk harmoníkuna,
hélt ég að ég hefði eyðilagt hana. Ég
var fenginn til að spila á hlöðuballi í
nýbyggðu húsi, og þegar ég hafði
spilað um stund þá hríðféll harm-
oníkan og varð ramfölsk. Botninn í
hlöðunni hafði verið steyptur fyrir
stuttu og þegar fólkið tók að dansa
þyrlaðist sementsrykið upp um allt
og auðvitað fór líka inn í harmonrk-
una.
Ég varð að senda hana suður til
Jóhannesar Jóhannessonar sem
hreinsaði hana fyrir mig.
Ferill Sigga Valla sem hljóðfæra-
leika hefur verið fjölskrúðugur og
um þessa mundir er verið að gera
kvikmynd um feril hans sem verður
vissulega spennandi að fræðast um
nánar.
Við getum velt fyrir okkur hvað
væri sambærilegt verð í dag, ef við
miðum við sama tíma sem tæki að
vinna fyrir henni og á þessum árum.
Þ.Þ.
23