Harmoníkan - 28.02.1992, Blaðsíða 7
Nokkur hluti gjafanna sem félaginu barst.
En dalamenn hafa fleira en vilj-
ann, þeir eru líka hugmyndaríkir, ef
við athugum merki félagsins nánar
sjáum við þar hvítabjörn er stendur
upp á afturfæturna og heldur á
harmoníku milli framloppanna.
Hvítabjörnin er tákn Dalasýslu
(skjaldamerki) en Nikkólínumenn
fengu leyfi sýslunefndar til að setja
harmoníku í fang bjarnarins til nota
í merki þess. Eg vona að félagið
haldi kröftum hvítabjarnarins um ó-
komin ár.
Við Þorsteinn Þorsteinsson og
konur okkar viljum þakka kærlega
fyrir boðið og vonum við getum átt
gott samstarf sem fyrr.
Til hamingju með 10 árin.
H.H.
1988. Guðmundur Gíslason Geirs-
hlíð, apríl 1988 - október 1990 til
þess tíma er Ríkharður Jóhannsson
Gröf tekur við, en hann tók við í okt.
1990oger formaðurnú 1992einsog
að framan greinir. Þessir smá punkt-
ar úr starfsemi félagsins verða ekki
fleiri að sinni en eitt veit ég til við-
bótar að Nikkólínumenn hafa verið
ötulir að efla kynni meðal annara fé-
laga.
í Dalabúð var fjölmenni strax í
upphafi hátíðarinnar samt vantaði
enn hóp frá Reykjavík er tafðist v.
ófærðar.
Hljómplata með Lars Ek hljómaði
og minnti á að í vændum var fagn-
aður til heiðurs harmoníkunni. Mat-
urinn bragðaðist afbragðs vel enda
boðið uppá Dalalamb. Undir borð-
haldinu þrumuðu ræður formanna og
fulltrúa landsfélaganna með formann
S.Í.H.U. í fararbroddi, afhentu þeir
jafnframt afmælisbaminu gjafir með
tilheyrandi ámaðaróskum. Allt gekk
rólega fyrir sig. Mér taldist til að
formenn og makar hafi verið frá 8
félögum auk okkar frá blaðinu.
Auk heldur kom skemmtileg gjöf
frá hinu nýstofnaða félagi á Selfossi
þótt ekki væri fulltrúi frá því.
Við fengum að heyra í hljómsveit
félagsins og eins og venja er hófu
þeir leikinn með laginu Nikkólína,
það kom skemmtilega á óvart að
nokkrir félagsmenn höfðu æft saman
kór og sungu nokkur lög t.d. Eg er
hinn frjálsi förusveinn.
Ung söngkona Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir hafði sett saman heilmikin brag
í poppstíl um félagsmenn og skaut
nokkrum tvíræðum skotum á þá, ég
held að lagið hafi heitið
"NIKKOLÍNA".
Eftir matinn, ræður og þakkir for-
manns Nikkólínu nálgaðist klukkan
miðnætti. Það saxaðist á tímann, en
dansinn hófst og dunaði með miklu
fjöri, pilsaþyt og fullu dansgólfi fram
á nótt.
Klukkan hálf fjögur var dansinn
stöðvaður eftir fjölda framlenginga
og hróp og köll um meira, og jafnvel
vilja harmoníkuleikaranna.
Halldór Þórðarson Breiðabólstað
stjórnaði söng, skipulagði danshljóm-
sveitir og fl.
Molar
Blað Sænska harmoníkusam-
bandsins "Dragspelsnytt" hefur valið
harmoníkuleikara ársins 1991.
Fyrir valinu varð hinn kunni ungi
harmoníkuleikari Anders Larson er
var á íslandi síðastliðið sumar í tón-
leikaferð v/10 ára afmælis
S.Í.H.U.ásamt fl. Svíum.
Því mætti kannski auka við að
Anders Larson er ekki langskóla-
genginn á tónlistasviðinu, sjálfur
segist hann ekki kunna nótustaf,
heldur hefur hann öðru fremur þann
eiginleika að þurfa ekki að heyra lag
nema einu sinni eða tvisvar þá er það
greypt í huga hans eins og á tölvu-
disk. Hann verður sæmdur titlinum
14 mars næstkomandi.
Harmoníku-
mótið í Galta-
lækjarskógi
verður helgina
3.-5. júlí
1993
7