Harmoníkan - 01.10.1997, Síða 3

Harmoníkan - 01.10.1997, Síða 3
FRÆDSLU UPPLYSINGA OG HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U. OG ANWARRA AHUGAMANINA STOFNAÐ 14. APRIL 1986 Ábyrgð: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, símar 565 6385 & 896 5440 Prentvinnsla: Prenttækni hf. Blaöiö kemur út þrisvar á ári. í október, febrúar og maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Meða! innihalds blaðsins: Aö liðnu harmoníkusumri......4 Margt gerist í Þrastaskógi...5 Minning......................6 Norðmenn á vesturleiö........7 Ómur viö fossinn - Nótusíðan. 8 Jóhann Jósefsson — Viötaliö ... 9 Hugleiðing af haustfundi...13 Áfundi í Finnlandi...........14 Handrit fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir 1. febrúar 1998. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 9.500 1/2 síða kr. 6.500 1/4 síöa kr. 3.500 1/8 síða kr. 2.500 AUGLYSIÐIHARMONIKUNNI Sumarið er á enda runnið í mörg ár hefur verið nokkuð frið- vænlegt hvað varðar ýmsa þjónustu- og kostnaðarliði er tengjast blaðaútgáfu, jafnvel frá því að hinum umdeilda virð- isaukaskatti var slengt yfir bóka- og blaðaútgefendur. Smáhækkanir hafa orðið sem ekki hafa kallað á neinar að- gerðir. Um miðjan ágúst rumskaði ris- inn mikli, Póstur og sími, með þvílíkum bægslagangi að taugatæpir notendur þessa fyrirtækis hafa ugglaust orðið að leita áfallahjálpar. Slappar eða sterkar taugar duga að vísu skammt þegar einokunarrisinn boð- ar 200-250% hækkun á þjónustugjöld- um við blöð og tímarit. Annað hvort er að borga eða leggja niður laupana. Við þessir litlu aðilar í áhugamennskunni förum verst út úr þessu og blað sem Harmoníkan er hefur aðeins rétt um 300 áskrifendur og þykist gott að ná þrem til fjórum auglýsingum í hvert blað (að auki lægst auglýsingaverð blaða) geta ekkert annað leitað en til sinna eigin áskrifenda. Ofan á þennan skell hækk- aði prentunarkostnaður um nokkur pró- sent (6%) líka svo nú er fyrirsjáanlegt að áskriftin verður að hækka um 150 kr. á ársgrundvelli eða úr kr. 1500 í 1650. (50 kr. á blað). Mín eina von er að áskrifendur vilji halda lífi í blaðinu og þar með upplýsingastreymi milli hinna áhugasömu harmoníkuunnenda í land- inu, sem og öðru er skiptir miklu hina heimilda- sögulegu og fræðandi hlið. Þó sumarið sé á enda er margt framundan í vetur. Styðjum harmoníku- áhugann eftir bestu getu og reynum að láta þetta ekki spilla gleði okkar. A síðu þrjú Blaðið Harmoníkan er í heild 16 síð- ur að stærð, hefur að auki 4 síður með einum aukalit, forsíðu og baksíðu, ásamt tveim innsíðum. Blaðið kemur út þrisvar sinnum á áskriftarárinu sem hefst í október ár hvert. Næsta blað kemur svo í febrúar og það síðasta í maí. Tólfta áskriftarár blaðsins er nú að hefjast. í eldri blöðum má finna geysimagn við- tala og heimilda frá ýmsum tímum um allt mögulegt sem gerst hef- ur og var að gerast. I landinu fer fram mikið starf um harmoníkuna og því mikilvægt að skrá sem flest á því sviði. Þannig geta á auð- veldan hátt allir sem vilja ásamt niðjum okk- ar rýnt í söguna í þessu blaði. Blaðinu er mikill fengur í öllu efni sem lesendur eða aðrir senda inn , það skapar meiri fjöl- breytni og aðra stíláferð. Ef sendandi vill að grein sé birt í næsta blaði þarf hún að berast mánuði fyrir útkomu þess, eins og ævinlega er minnt á í blaðinu, annað hvort vélrituð eða eins og nú er æskilegast á disklingi fyrir tölvuvinnslu. Það einfaldar langt vinnuferli. Hringja má einnig í útgefanda með ábendingar eða til að minna á eitthvað sem viðkom- andi teldi æskilegt að birtist. Gamlar myndir hafa og sögu að geyma. Sögur af samkomuhaldi, svaðilförum af eða á samkomur, hefðum ýmissa byggðarlaga við samkomuhald er og vel þegið. Varðveitum ýmis minningabrot tilver- unnar í Harmoníkunni. Þá vil ég minna áskrifendur á að til- kynna aðsetursskipti til að forðast end- ursendingar og annan rugling sem af því leiðir. Breytt innheimtuform: Með blaðinu nú fylgir greiðsluseðill frá Sparisjóði Vélstjóra sent hægt er að greiða í hvaða banka sem er eða póst- húsi. Þetta form á að tryggja meira ör- yggi fyrir áskrifendur jafnt sem útgef- anda. Með bestu kveðju: Hilmar Hjartarson 3

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.