Harmoníkan - 01.10.1997, Síða 12

Harmoníkan - 01.10.1997, Síða 12
Jóhann leikur hér lag sitt „Minn eigin tangó" á sina eigin Zero Sette harmoníku. Fyrir miðri mynd er Mogens Ellegard Special harmoníkan með melodíska bassanum og merkt Jóhanni. Hrunin brú (tangó), Ég spila, þú dansar (foxtrott), Sólnætur (vals), Harðsporar (konsert marsúrki). Miðsumamótt á dalnum er lag sem Jó- hann samdi sérstaklega fyrir tónleika Tónlistarskóla Raufarhafnar þegar hann kenndi þar, lék það sjálfur við það tæki- færi. Valsinn Omur við fossinn samdi Jó- hann 1929 , það lag birtist í blaðinu að þessu sinni. Jóhann hefur samið fjölda laga til viðbótar við þau er hér eru talin. Áhugi á Mogens Ellegárd Jóhann hefur mikið álit á Mogens Ellegárd hinum danska meistara sem ekki fór troðnar slóðir í harmoníkuleik. Hann náði þvílíkum tökum á Jóhanni og varð honum til mikillar hvatningar þá ekki hvað síst fyrir bassaleikinn. Að heyra Mogens leika Tokködu og Fúku í d-moll eftir Bach í útvarpið ætlaði Jó- hann ekki að trúa að væri mögulegt, ann- að eins orgelverk leikið á harmoníku. Jó- hann hafði lesið mikið um Mogens m.a. Ameríkuför hans, mikla frægðarför. Mogens byrjaði að kenna í Svíþjóð því Danir vildu ekki fá hann við Tónlistarhá- skólann í Kaupmannahöfn. Þeir litu niður til harmoníkunnar og neituðu honum hreinlega. En þegar Mogens hafði kennt í Svíþjóð í tvö til þrjú ár vildu Danir ólmir fá hann til tónlistarháskólans og eftir það kenndi Mogens í sínu heimalandi. Jó- hanni finnst Mogens toppurinn í harm- oníkuleik, tæknin ótrúleg, og notkun hans á melodíska bassanum er gerir það að verkum m.a. að Mogens kemur harm- onikunni inn í tónlistaháskóla Kaup- mannahafnar. Lagavalið henti reyndar ekki öllum íslendingum en að það þyrfti að semja tónlist á slíkum grunni er falli að okkar smekk. Melódíski bassinn gefur harmoníkunni aukið vægi að dómi Jó- hanns sem telur harmoníkuna enn áhuga- verðara hljóðfæri fyrir bragðið. Hann hefur undir höndum grein með mynd af manni er heitir Torstein Skarning frá 1928 þar sem hann leikur á harmoníku með melódískum bassa. Þar sjáum við að melódíski bassinn er ekki nýr af nálinni. En hvað segir Jóhann um harmoník- una í nútímanum? Harnoníkan er nú í uppsveiflu. Þakka skyldi harmoníkufélögum landsins og það er vel. Ungu fólki ætti að kenna létta tónlist, þung verk hræða unga nemendur. Þau þurfa að geta leikið sér með það sem þau læra og auðvitað skiptir tónfræðin miklu máli fyrir alla þá sem læra á hljóð- færi. Harmoníkan er ákaflega heillandi sé rétt og af metnaði með hana farið. Hún er þjóðarhljóðfærið okkar. Að lokum Það sem hér að framan fer er aðeins lítill fróðleikur um þennan merka mann Jóhann Jósefsson. Margt bar á góma í samtali okkar Jóhanns og aðeins hluti þess birtur hér. Hitt er geymt til góða og vonandi birtingar síðar. Brátt þeysum við á braut frá fullorðnum bónda sem ekki streðar lengur við búskapinn en viðheld- ur enn tónlistarhefðinni í Ormarslóni. Að mörgu var að hyggja. Hann er hagur á tré og jám, gerði við allar vélar og tæki sjálf- ur, stundaði refa-, minka- og rjúpnaveið- ar. Síðast en ekki síst átti hann stundir fyrir áhugamál sitt harmoníkuleikinn. Það var áhugamálið sem kom honum á stall meðal íslenskra tónskálda og tónlist- armanna sem hafa sérstöðu meðal þjóð- arinnar. Jóhanni hefur meðal annars verið veitt sú virðing að vera boðinn sem heið- ursgestur á Landsmót S.Í.H.U. 1987. Jóhann kvaddi okkur með að taka sér í fang Mogens Ellegárd Special harmoník- una sína með melódíska bassanum og leika lag eftir sjálfan sig, Glitrandi blóm, sem hann tileinkaði og samdi sem kveðju til fatlaðra fyrir nokkrum árum. Hann skipti svo um harmoníku og lék „Minn eigin tangó” sem hann samdi 1940. Lag- ið varð mjög þekkt á Raufarhöfn og víð- ar. Ormarslón hefur um áratugaskeið og er enn í dag tónlistarhús þar sem töfrar náttúrunnar fá að lifa í tónum til komandi kynslóða. Það má heyra af bóndanum á Ormarslóni að rittáknin nótur geta opnað dulda heima og ættu þeir sem vilja vernda rammíslenskan þjóðararf túlkað- an á harmoníku að opna augu sín fyrir þeim fjársjóði. Þokunni var ekki aflétt að viðtalinu loknu. Við ókum fyrir Melrakkasléttuna og hugsuðum til þessa vinnusama manns sem hafði skilað þvílíku afreksverki í ár- anna rás. Þrátt fyrir háan aldur í árum er hann ungur í anda, ferskur og glaður í sinni. Lifðu heill. Hilmar Hjartarson Jólasöngvar Nótur / Textar Tvær bækur undir heitinu Jólasöngvar tilbúnar til dreifingar. Jólasöngvar + Textar ( vasabók ) og Jólasöngvar + nótur (gormabók). í bókunum sem eru samhæfðar, eru 93 sígild jólalög við 118 jólatexta. Jólasöngvar -Textar á krónur 990.00. Jólsöngvar - Nótur á kr. 1.990.00. Tryggið ykkur þessar bækur fyrir jólin. Nótu Útgáfan sími 5886880 12

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.