Harmoníkan - 01.10.1997, Blaðsíða 6

Harmoníkan - 01.10.1997, Blaðsíða 6
ar flugu til lofts upp úr tertu einni mikilli og tívolíbombur skreyttu festinguna. Það sem meira var það tókst nú með flug- eldana, gagnstætt því sem áður, er haldið var upp á fimm ára afmælið, þá kölluðu áhorfendurnir sýninguna meðal annars jarðeldasýningu. Frumlegasta hljóðfærið: Það var eins- konar harpa búin til úr reiðhjólahlutum, stell, með strengjum og stálvír á milli er stóð á stýrinu. Leikið á með fingrunum og magnari tengdur við. Vinningshafinn Vigfús Sigurðsson, var að vinna til þessara verðlauna í þriðja sinn. Ævinlega verið einn um smíði hins frumlega hljóðfæris. Harmoníkubelgur- inn svokallaði eru verðlaun veitt aðila sem lagt hefur sig verulega fram um að efla blaðið Harmoníkuna eða annað starf sem því tengist og tilheyrir. Sá sem þessi verðlaun hlaut í ár heitir Bragi Gunnarsson. Hann er félagi í H.F.R. smiður að mennt og gítarleikari m.m. Bragi hefur unnið það stórvirki fyr- ir mótið í Þrastaskógi að setja upp dans- pall frá 1995. Sett hann upp í byrjun hvers móts og tekið hann niður í lokin. I ár setti Bragi upp varanlegan danspall því mikil vinna fylgir því að rokka með þetta fram og til baka. Danspallur á harm- oníkumóti er ómissandi, enda margir dansglaðir með í för. Það sannaðist ekki hvað síst nú. Eitt er þó eftir sem veldur heilabrotum, hvernig fjármagna má fram- kvæmdina, kostnað uppá ca. 60.-70.000 kr. það mál er í athugun. En danspallur- inn hefur gert til þessa stormandi lukku og eru Braga færðar bestu þakkir fyrir hið fórnfúsa starf. Það sem við vonum með því að halda slíka harmoníkuhátíð er að fólk fínni sig á staðnum og eigi góðar minningar á eft- ir. Að okkar mati er boðið upp á nokkra tjölbreytni eins og að framan má sjá, að auki er farið í gönguferðir og leikið sér Bragi Gunnarsson vann Harmoníkubelginn í ár. Vigfús Sigurðsson vinningsha.fi fyrirfrum- legasta liljóðfœrið í Þrastaskógi 1997, eins konar hörpu í reiðhjólastelli, með verð- launagripinn í hendinni. með börnunum. Eitt skar sig þó verulega frá vananum að í stað gönguferðar á sunnudeginum bauð Böðvar Bragason oddviti og hreppstjóri Grímsneshrepps mótsgestum á heimili sitt að Búrfelli. Hann tók á móti fólkinu leiddi það til kirkju og lýsti sögu hennar munum og ýmsu fl. sem gaman var að fræðast um. í lok kirkjustundarinnar lék Böðvar einn sálm á orgelið og kirkjugestir tóku und- ir. Síðan var öllum boðið til kaffidrykkju inn á heimilið að Búrfelli rétt eins og gert hefur verið áratugum saman hér á landi eftir kirkjuathafnir. Sem sérstakan bónus tók Böðvar lagið á harmoníkuna sína fyr- ir mótsgesti Þrastaskógar, mikinn og vandaðan grip sem sveitungarnir höfðu gefið honum í afmælisgjöf. Að lokum vil ég þakka öllum fyrir komuna og þátttök- una á mótið með von um að flestir eigi góðar endurminningar um þessa glað- væru en votviðrasömu helgi í Þrasta- skógi. Harmoníkuunnendur eru einstakt Saman komu sveinit og snót sœl, á vinarfundi. Harmoníku herlegt mót lialdið í Pollalundi. Okkur fógnuð auðnan bar ei þótt regni linni. Votmúlabóndinn vígðist þar vinkonunni sinni. Þessi mikla skírnaskúr skerpir eflaust trúna. Botninn virðist alveg úr upphœðunum núna. Sárt við þráum sólskinið sudda og regn við fáum. Nœsta sumar sjáum við sól á himni bláunt! Vigfúsfrá Brúnum. t rainnmg — Magnús Gunnar Jörundsson Góður félagi er fallinn frá. Manni verður ávallt bilt við að frétta um lát félaga eða vina. Magnús Jörundsson andaðist þriðja ágúst síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Hann var fæddur á Hafnarhólmi í Stein- grímsfirði þann þriðja október 1918. Ég kynntist Magnúsi fyrir æði mörgum árum í sambandi við starf Félags harm- oníkuunnenda í Reykjavík, mig minnir það hafi verið á félagsdansleik, þá áttaði ég mig á að Magnús var vel þekktur innan harm- oníku- og gömludansafólks í Reykjavík, svo ég ekki tali um Strandamenn. Hann kom mér fyrir sjónir sem ákaflega léttur og lífsglaður. Hláturinn var aldrei langt undan og hann bar rammar taugar til átthaganna. Magnús byrjaði ungur að leika á harm- oníku og varð eftirsóttur harmoníkuleikari, spilaði áratugum saman fyrir dansi á Hólmavík og nærsveitum. Ég hef það fyrir satt að Magnús hafi byrjað að leika á hnappaharmoníku en eftir að hann lenti í slysi á sjó og missti við það löngutöng hægri handar söðlaði hann um og þjálfaði 6

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.