Harmoníkan - 01.10.1997, Blaðsíða 13

Harmoníkan - 01.10.1997, Blaðsíða 13
Hugleiðing að liðnum haustfundi Haustfundur Landssambands harm- oníkuunnenda var haldinn þ.27.september s.l. eins og verið hefur síðastliðin 10 ár. Að þessu sinni sáu Austfirðingar um skipulag fundarins og móttöku formanna aðildarfé- laganna og fulltrúa þeirra. Var móttaka og skipulag H.F.H. með ágætum eins og vænta mátti og ber að þakka þeim vel fyrir þá vinnu. Þessir haustfundir eru eitt það mikilvæg- asta í starfi S.I. H.U. tel ég vera, þar sem allir formenn og fulltrúar, koma saman til skrafs og ráðagerða um væntanlegt starf á komandi vetri og til framtíðar með það að leiðarljósi að efla harmoníkuna sem hljóð- færi alþýðunnar. Til að kenna ungum sem öldnum að meta þetta hljóðfæri og þá fjöl- breyttu tónlist sem hljóðfærið býður upp á að leikin sé á það. Þar sem ég gat ekki verið á fundinum langar mig að fjalla um nokkur atriði sem mér var tjáð að hefðu komið til umræðu á fundinum. Mér skilst að nokkurt orðaskak hafi far- ið fram um lög félagsins en þau voru loks- ins samþykkt á landsmótinu 1996 eftir fjögurra ára starf mitt og núverandi for- manns landssambandsins, Sigrúnar Bjarna- dóttur. Þessi fjögur ár voru á hverjum haustfundi lögð fram drög að lögum, til umræðu og væntanlegrar samþykktar. Við fórum af hverjum fundinum eftir annan með veganesti til breytinga á því sem fram var lagt, þar til að lokum þau voru sam- þykkt í núverandi mynd. Það er von mín og ósk að hægt verði að vinna eftir þeim í nokkur ár án þess að eyða miklum tíma í vangaveltur um að þetta eða hitt hefði átt að vera öðruvísi. En að sjálfsögðu eru þau ekki algóð frekar en önnur mannanna verk. Einnig skilst mér að tillaga að árlegu að- ildargjaldi sambandsins hafi verið til um- ræðu og tillaga fulltrúa gjaldkera hafi ekki verið samþykkt heldur vísað til stjómar. Miklar vangaveltur hafa farið fram á liðnum árum um þetta aðildargjald . Hvort það ætti að vera samkvæmt höfðatölu eða öðruvísi en niðurstaðan alltaf orðið sú að hafa það mjög hóflegt þar sem félögin eru með mismarga meðlimi og fjárhagsstöðu. Hugmynd kom fram að mér skilst um að aðildargjaldið yrði það hátt að það væri nóg til að kosta rekstur sambandsins frá ári til árs. Ef þessi tillaga yrði samþykkt þyrfti gjaldið að vera samanlagt fyrir öll félögin kr. 176.462,- í stað kr. 36.000,- miðað við rekstrarárið 1996 til 1997. En auðvitað er kostnaðurinn mismikill eftir árum. Þar kemur til staðsetning stjórnarmanna og haustfundanna o.fl. Þriðja atriðið sem mig langar að setja á Guðrún Jóhmmsdóttir þetta blað er umræður um að haustfundirn- ir verði gerðir að aðalfundi hvert ár. Ef það yrði að veruleika þyrfti að sjálfsögðu að breyta lögum landssambandsins á þann veg að stjórnarkjör færi fram á þeim aðalfund- um, með einhvers konar ákvæðum um hverjir færu úr stjórn á hverjum aðalfundi. Óæskilegt væri að mínu viti, að það gæti komið fyrir að allir stjórnarmenn kæmu nýir til starfa í einu. Því það tekur alla nokkurn tíma að kynna sér hvernig stjórn- arstörf fara fram í þessum félagsskap sem og öðrum. Að lokum langar mig að hvetja alla for- menn félaganna og aðra velunnara sam- bandsins að vera duglegir að safna áskrif- endum að blaðinu Harmoníkan. Þetta blað er nauðsýnlegasti vettvangur- inn fyrir okkur öll sem viljurn efla tengsl innan sambandsins og ekki síst til þess að kynna starf félaganna vítt og breitt um landið. Það er aðeins Hilmar Hjartarson sem hefur veg og vanda af útgáfunni og á ég engin orð til að lýsa aðdáun minni á dugn- aði hans og eljusemi við útgáfuna. Með kveðju til allra harmoníkuunnenda. Guðrún Jóhannsdóttir, gjaldkeri S.Í.H. U. A haustfundi í Hótel Svartaskógi cAótartáfmr Lög Valdimars J. Auðunssonar á geisladiski. Öll helstu lög Valdimars á einum geisladiski s.s. Ástartöfrar, Stjarna lífs míns, Vegna minninganna, Nótt á fjöllum, Sunnudagskvöld, Kveöjustund og fleiri lög. Meðal flytjenda eru Grettir Björnsson, Grétar Geirsson, Gunnlaugur Briem, Þórður Högnason, Söngsystur, Berglind Björk Árnadóttir og fleiri. Tryggið ykkur eintak, nánari upplýsingar veittar í símum: 588 0858 - 557 4311 - 586 1539 eða 586 1737 13

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.