Harmoníkan - 01.10.1997, Page 15

Harmoníkan - 01.10.1997, Page 15
Finnlandi og eitthvað náðu Norðmenn að leggja til í umræðurnar. Ég og Daninn vorum heldur óhressir framan af með fundinn því einskis var spurt um starf- semi í löndum okkar, reyndum að þröngva smá upplýsingum inn á milli til að láta vita að við vildum reyna á til hlít- ar hvort ásetningsmál fundarins ættu ekki að vera samnorræn. Þetta hreif um stund og taldi Ríkhard Berglund að með því að koma saman væri þó reynt að gera eitt- hvað, samvinna milli Norðurlandanna hlyti að vera af hinu góða. Þá var talað um að í sambandi við tónleikahald gæti verið þreytandi fyrir áheyrendur að sitja undir endalausri harmoníkutónlist, það gæti verið snjallt að brjóta það upp með skemmtiatriðum eða annars konar tónlist. Ennfremur að hafa hugann við að hækka gæðamat harmonfkutónlistar, senda efni milli norrænna félagasamtaka, hafa harmoníkutónlist fjölbreyttari en almennt heyrist í dag, þung tónlist á harmoníku á ekki við nema sem innlegg með öðru á tónleikum, oft er t.d. ekki sama fólk sem áhuga hefur bæði á jass og gömlum dönsum, og að mörgu fleiru væri að hyggja. Eitt það mikilvægasta í hljóm- sveitastjórn er að stjórnandi á að vera mjög valdamikill innan hópsins, allir ættu skilyrðislaust að hlýða, að því er varðar byrjanir, hækkanir, lækkanir, bassaáferð eða hvaðeina sem undir slíka stjórn fellur. Menn voru sammála um að góðar hugmyndir gætu skapast með því að koma saman. Öllum var sami vandi á höndum með það að fá sjónvarp meir til liðs við sig, mikils mismunar gætti milli áhugahópa þar á bæ. Ég enda þessa grein á því að kynna lít- illega harmoníkufélagið í Borgá-(Por- voo). Tomas Nybondas ungur finnskur snillingur sem varð íþriðja sœti finnsku meistara- keppninnar 1993 sýndi hvað í honum bjó. Félagið heitir Borgá Nejdens Drag- spelsklubb. Formaður: Bertel Westerlund Stjórnandi: Bo Traskelin Framkvæmdastjóri: Harrý Jo- hansson. Félagið er stofnað 1981, starfandi fé- lagsmenn nú eru 20 manns. Við stofnun voru þeir 12. Nú stendur félagið fyrir byrjendanámskeiðum einu sinni í viku undir stjórn Björn Liljeberg harmoníku- leikara, þátttakendur eru um þessar mundir 11 talsins. Þar af nokkrir á milli 10-14 ára. Formaðurinn segir félagsmenn bjartsýna nú og líta björtum augum til framtíðarinnar. Margt hefði mátt betur fara á fundin- um. Það var enginn fundarstjóri né held- ur ritari eða öguð formfesta. Best er að líta svo á að byrjendabrag hafi verið um að kenna á þessum fyrsta samnorræna harmoníkumálafundi í Finnlandi. Skrifað var heilmikið um fundinn í finnska harm- oníkublaðinu Hanuri og fleiri blöðum ásamt myndbirtingum og greinagóðum upplýsingum. //// Mika Huusari og ftnnski meistarinn 1996 Kalle Kurvinen, báðir frá hafnarbœnum Kotka kunnu báðir tökin á hljóðfœrum sínum. Vantar litla píanó- harmoniku 2-3 kóra 48 bassa í góðu lagi. Sími 562 0317 Nýi Músikskólinn Auglýsir: Harmoníkukennsla, kennari Jakob Jakobsson. Upplýsingar í síma 562I66I milli kl. I7 og 20 virka daga. Nýi Músikskólinn Laugavegi 163, 105 Reykjavík 15

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.