Harmoníkan - 01.10.1997, Qupperneq 7

Harmoníkan - 01.10.1997, Qupperneq 7
sig á píanóharmoníku. Það var sérkenni þessa lífsglaða harmoníkuleikara, fjórir fingur á borðinu. Ekki var að heyra á spila- mennskunni að fingurvöntunin hamlaði hans léttu tónum og takt í dansinum sem var sagður með afbrigðum góður, enda taktmælirinn í fætinum. Magnús var einn þessara manna sem var rammur að afli, stundaði sjómennsku, oft var beðið eftir honum af sjónum til að spila á balli úti í sveit, stundum þurfti að draga harmoníkuna á sleða langa leið eða bera á bakinu og spila fram undir morgun og hætt er við að launin hafi aðeins verið minning- in um að hafa skapað gleði og gaman með- al sveitunga og annarra samferðamanna úr röðum íslenskrar alþýðu. Hann sagði mér að einu sinni hafi hann orðið að ganga í 2 _ tíma með harmoníkuna á sleða og oft þess utan lent í því misjöfnu á viðlíka tónleika- ferðum. Árið 1995 stóð F.H.U.R. fyrir ferð með Akraborginni til Akraness og nágrennis. Magnús kom með í þá ferð og naut hennar svo að hana bar oft á góma. Nú síðast í vor þegar félagið sótti Hornafjörð heim og harmoníkuunnendur þar, lét hann sig heldur ekki vanta enda fann hann sig mjög innan þessa hóps. Hann var jarðaður í einkennis- búningi F.H.U.R. Magnús Jörundsson var vélstjóri að mennt og stundaði lengi sjó. Síðar var hann starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavfkur, sem lagermaður. Hann bjó lengst af í Reykjvík að Efstasundi 4. en nú síðast að Hrafnistu. Hann var giftur Árnýju Guðnýju Rósmundsdóttur frá Bolungarvfk. Þau eignuðust fimm börn. Eg vil votta aðstandendum öllum og börnum Magnúsar samúð. Magnús var góður drengur og hjartahlýr. Slíkra manna er lengi minnst. Að ósk bama Magnúsar lék ég og félagi minn Guðmundur Samúelsson við útförina í Fossvogskapellu polka, ræla og valsa í um 20 mín. á undan sjálfri at- höfninni, líf og fjör að leiðarlokum í anda hins aldna harmoníkuleikara. Hilmar Hjartarson HORÐMEPiPl Á VESTURLEIÐ Eitt af því sem heillaði Norðmennina hvað mest var fjöldasöngurinn við varðeldinn. Um síðustu jól ákváðum við fjögur að taka okkur ferð á hendur til Islands sum- arið 1997 með það markmið að heim- sækja harmoníkuhátíðina í Þrastaskógi um verslunarmannahelgina. Okkur langaði ákaflega mikið að sjá sem rnest af sögueyjunni og hvernig harmoníkufólk skemmtir sér á sltkri hátið sem í Þrastaskógi. Eftir að hafa ekið frá borði á Seyðisfirði ákváðum við að aka suðurleiðina og helst alla leið í Þrasta- skóg sama dag. Þessu markmiði náðuin við. “ Per með stubbinn “ tók sér næstum engan tíma til að reykja á leiðinni (reyk- bann í bílnunt) hann var svo óttasleginn um að ferðin tæki svo langan tíma að ekki gæfist tækifæri til að spila fyrr en daginn eftir. (Innskot ritstj. skýring. Per fékk við- urnefnið með „stubbinn" fyrir þá sök að hann reykir sígarettuna nánast alveg í pínu stubb sem rétt sést í milli varanna, og svo er hann mikill og góður harm- oníkuleikari sem bókstaflega nærist á harmonílcutónlist) Þegar við loks náðum alla leið sáum við að Sirrý og Hilmar höfðu innramm- mað komu okkar með því að flagga norska fánanum á húsvagni sínum. Að bjóða okkur þannig velkomin þýddi að harmonikurnar voru strax teknar fram í þakklætisskyni , eftir það var hátiðin komin í gang. Það voru ótrúlega margir skemmtileg- ir íslenskir harmoníkuleikarar komnir á staðinn og harmoníkuleikurinn var kryddaður söng sem við Norðmenn erum óvanir og tókum virkilega eftir. Þar með gátu þeir sem ekki leika á harmoníku veri þátttakendur. Harmoníka og tromma er líka frekar óalgengt á okk- ar slóðum en var mjög skemmtilegt. Þá þótti okkur mjög áhugavert að heyra ís- lendingana leika skandinavísk lög með íslenskri túlkun. Per reyndi að leika það eftir, eða rétta af með sinni túlkun á takt- inum, með misjöfnum árangri. Harm- oníkutónlist hefur þann eiginleika að brjóta niður raunverulega tungumálaörð- ugleika. Allir voru ótrúlega góðir að tala skandinavisku, þannig fundum við okk- ur sem heima . Mótssvæðið Þrastaskógur liggur einstaklega vel við í landslaginu, innrammað af skógi með hið “ norska “ Ingólfsfjall beint á móti. Framhjá rennur lygn á þar sem Martin áræddi að baða sig. Snyrtingarnar á svæðinu voru góðar, landvörðurinn sá vel um að halda öllu hreinu . Lokaathöfn mótsins með varð- eldi, tónlist, hópsöng og flugeldasýningu var stórkostleg. Toppurinn var að við Norðmennirnir fengum allir afhentar við- urkenningar fyrir að vera fyrstu útlend- ingarnir á mót Harmoníkunnar. Allt það sem við upplifðum á mótinu kemur til með að sitja djúpt í hugum okkar. Við hinir norsku gestir þökkum af heilum hug fyrir þær hlýju móttökur sem við urðum aðnjótandi, sjáumst og heyr- umst á ný. En sérstakar þakkir fá Sirrý og Hilmar sem við kynntumst á mjög sér- stakan og eftirminnilegan hátt sumarið 1993. Eftir að hátíðinni lauk fylgdu þau hjónin okkur alla leið norður fyrir Mý- vatn til að kveðja okkur, á leið okkar til Noregs yfir öræfi íslands til Seyðisfjarð- ar. Margfaldar harmoníkukveðjur frá Martin, Marit, Jan Ove og Per. Þýðing H.H. Leiðrétting v/3.tbl. '96-'97 Höfundur texta lagsins Egilstaða- mær eftir Guttorm Sigfússon er Einar Rafn Haraldsson. (sjá Héraðsfréttir, grein um afmælislagakeppni.) 7

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.