Harmoníkan - 01.10.1997, Page 4

Harmoníkan - 01.10.1997, Page 4
Að liðnu harmoníkusumri Sumarið er liðið og komið er haust. Að venju kom harmoníkufólk saman og skemmti sér á útihátíðum víðsvegar um landið. Vestlendingar héldu sína hátíð um Jónsmessuna. Vegna veikinda gat undir- rituð ekki sótt þá samkomu en spurnir hafa borist af því að það hafi verið hin ágætasta skemmtun. Harmoníkufélag Selfoss og nágrennis kom saman á Alfaskeiði 18.-20. júlí. Skemmtu menn sér þar hið besta við harmoníkuleik og söng. Heldur hefði samt veðrið mátt vera betra en fólk lét það lítt á sig fá í fallegu umhverfi. Þegar mótinu á Alfaskeiði lauk héld- um við strax norður á bóginn og næstu helgi 25.-27. júlí dvöldum við á Breiðu- mýri með Þingeyingum og Eyfirðingum. Tæplega stytti upp frá föstudegi til sunnudags en fólk lét það ekki á sig fá enda húsið á Breiðumýri til reiðu og var það óspart notað til leikja, spilamennsku og dansiðkunar. Þar var spilað að heita mátti allan sólarhringinn og með sól í hjarta snerum við aftur til Suðurlands. Ekki var nú samt allt búið því nú fór verslunarmannahelgin í hönd. Þykir mér það ávallt hápunktur harmoníkusumars. I Þrastaskóg var svo mætt á föstu- dagskveldi og dvalið þar fram á mánu- dag. Veðurguðirnir voru sem fyrr ekki mjög hliðhollir og rigndi ákaflega. Bót var þó í máli að kvöldin voru þurr þó vætan á jörðinni safnaðist í polla. Eigi spillti þetta spilagleði að vanda þó minna væri spilað undir beru lofti. Þrír Norðmenn voru á mótinu og glöddu viðstadda með afar líflegri tónlist og mikilli spilagleði. Brúðkaup var um miðjan dag á laug- ardag. Var það afar fallegt og því búinn rammi sem hæfði vel umhverfinu. Mótinu lauk með varðeldi á sunnu- dagskvöld og flugeldasýningu. Mikil stemmning var við varðeldinn og sem fyrr var haldið heim með blik í auga og sólskin í hjarta. Hilmar Hjartarson og co. eiga miklar þakkir skildar fyrir það fram- tak sem þessi mót eru en þetta var tíunda mótið. Æ fleiri koma í Þrastaskóg og sumir um langan veg. Nýlega er haustfundi S.I.H.U. lokið. Harmoníkufélag Héraðsbúa sá urn hann að þessu sinni og dvöldum við í Hótel Svartaskógi í góðu yfirlæti. Nánar verður fjallað um þingið síðar. Sigrún Bjamadóttir Formaður S.Í.H. U. Mótsstaður F.H.S.N. að Alfaskeiði er hinn glœsilegasti. Mynd: Valur. r'PTTK Eitt skemmtiatriða á Breiðamýri var dragdrottninga sýning, kannist þið við andlitin? 1 gönguferð útfrá Þverárrétt. Hér sjáum við vœnan hóp mótsgesta hlýða á Rafn Jónsson sem bendir með pípu sinni til ýmissa örnefna, bœja og náttúrufyrir- bœra. Rafn liefði örugglega staðist próf hinna fróðustu leiðsögumanna, hann gerði öllu góð skil á röltinu. Sólberg B. Valdimarsson yngsti harmoníkuleikarinn í Þverárrétt er mikill áliugamaður um harmoník- una og tekur stöðugum framförum. 4

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.