Harmoníkan - 01.10.1997, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.10.1997, Blaðsíða 5
Margt geríst í ÞrastaskógiS Eitthvað er að gerast sem kitlar hláturtaugarnar. Annarfrá vinstri sitjandi, yngsti harmoníku- leikarinn í skóginum 1997 Ingvar Þór Kale lék sitt lag við varðeldinn, hann vann auðvitað til viðeigandi verðlauna. Brúðkaup, erlendir gestir, tónleikar, keppnir, verðlaunaveitingar, markaður og varðeldur með ilugeldasýningu var hluti af því sem mótsgestir gátu notið í vot- viðrasamri tíð um verslunarmannahelg- ina í ár. Við getum ekki kallað það annað en stórviðburð á móti Harmoníkunnar að fara skyldi fram virðulegt brúðkaup með öllu tilheyrandi, sannkallaður hátíðisdag- ur. Hugsanlega í fyrsta skipti á harm- oníkuhátíð hérlendis, allavega í Þrasta- skógi. Það var skósmiðssonurinn og for- maður F.H.U.R. Friðjón Hallgrímsson og ljósmyndaradóttirin Guðný Sigurðardótt- ir sem létu pússa sig saman á mótinu. Undir bláhimni eða svo gott sem ef ekki hefði verið dumbungsveður. Það stytti reyndar upp í Faðirvorinu miðju. Nú hljómaði þeim til heiðurs valsinn Trönd- erbrura í byrjun brúðkaupsins síðan brúð- armars Richard Wagner, Bridal Corus og hin virðulega athöfn gekk í garð. Það var prestur Oháðasafnaðarins í Reykjavík, Pétur Þorsteinsson er veg og vanda hafði af að lesa þeim skilyrðin til að fullnægja hinni lagalegu hlið hjónabandsskilmál- ans. Presturinn færði athöfnina út fyrir hringiðu alvörunnar í léttan búning sem passaði einkar vel við lífsform brúðhjón- anna. Hlátrasköllin dundu frá fólkinu þegar prestur innti Friðjón eftir jáinu og beindi svo orðum sínum til Guðnýjar og hugðist kanna hvort hún sýndi jafn mikla jákvæðni og brúðguminn. Til gamans má geta þess að Guðný og Friðjón kynntust á móti Harmoníkunnar fyrir tveimur árum. Það var líka í fyrsta skipti sem erlend- ir gestir komu beinlínis á mótið. Þeir vildu kynnast hvernig við íslendingar skemmtum okkur við slíkar kringum- stæður. Þau voru öll frá Noregi, þrír harmoníkuleikarar og kona eins þeirra. Hjónin frá Ulvik í Harðangursfirði og tveir félagar þeirra úr Jostedalen. Allt góðir vinir okkar sem við kynntumst á harmoníkumóti í Noregi. Þeir spiluðu frá morgni til kvölds á sinn sérstaka norska hátt, góð tilbreyting í hinum regnvota Þrastaskógi. Norð- mennirnir léku á útitónleikum í skógin- um, fyrir dansi og tóku þátt í leik með öðrum nikkurum og nánast öllu sem í boði var. Þeir fullvissuðu okkur um að þau hefðu öll notið félagsskapar Islend- inga og alls mótsins stórkostlega vel. Upplifun öðru ólík. Tatu Kantomaa kont líka á mótið, hann spilaði nokkur lög á útitónleikunum og gerði auðvitað storm- andi lukku. Verulega kom á óvart að skyndilega höfðu fjölmiðlar mikinn áhuga á mótinu. Svæðisútvarp Suðurlands fékk beint samband til að forvitnast um hvað um væri að vera, áreiðanlega hafði það nokk- uð með aukna aðsókn að gera. Eins tal- aði Reynir Jónasson um brúðkaupið og Brúðhjónin Guðný Sigurðardóttir og Friðjón Hallgrímsson nýgift undir blómum skrýddu hliði. Fyrir aflan standafrá v. Frank Russel svaramaður sonur Guðnýjar, þá séra Pétur Þorsteinsson prestur Oháða safnaðarins og Helga Kristín Friðjónsdóttir svaramaður föður síns (mynd Valur Haraldsson) fl. í harmoníkuþættinum Heimur harm- oníkunnar á föstudeginum. Hann kom svo daginn eftir til að leika í brúðkaup- inu. Eg frétti síðar að Rás 2 hefði hringt í Bryndísi skógarvörð til að grennslast fyr- ir um hvernig mótið hefði farið fram. Aðrir dagskrárliðir Markaðurinn sem alltaf er skemmti- legast að hafa utandyra fékk inni í tveim samkomutjöldum vegna vatnsveðurs. Allt mögulegt mátti þar augum líta: Skrautmuni ýmsa, vestfirskan harðfisk, harmoníkur og fl. Einar Guðmundsson frá Akureyri var t.d. með heilmikla harm- oníkukynningu og sölu. Þunglega horfði með að geta haldið áætlun með hinar ýmsu keppnir. Flest gekk þó nema með yngsta harmoníku- leikarann því varð að fresta þar til í lokin við varðeldinn, þá stytti upp og reyndist gerlegt að láta keppa. Vinningshafinn heitir Ingvar Þór Kale, tólf ára piltur úr Kópavogi, og voru honum veitt viðeig- andi verðlaun. Allir Norðmennirnir fengu afhent skjal frá mótshöldurum með sérstökum þökkum fyrir komuna og um væri að ræða fyrstu erlendu heimsóknina á mót Harmoníkunnar í Þrastaskógi. Skjalið var teiknað og skreytt af listamanninum Ólafi Th Ólafssyni frá Selfossi. Glaðværð með söng og harmoníkuleik ríkti við varðeldinn. Mót á vegum Harm- oníkunnar í tíunda sinn þýddi að flugeld- 5

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.