Harmoníkan - 01.10.1997, Page 9

Harmoníkan - 01.10.1997, Page 9
Tónlistarmaðurinn að Ormarslóni Jóhann Óskar Jósefsson Loks komum við að Orm- arslóni seinni part dags eftir að hafa ekið Öxarfjarðarlieiði í svartaþoku svo að vart sá nema örfáa metra frá bílnum. Þvíkom- um við nokkuð seinna á leiðar- enda en œtlunin hafði verið. Það ríkti eftirvœnting að hitta ein- livern þekktasta harmoníkuleik- ara þessa lands, lagasmið, bónda og veiðimann sem alls ekki hefur fengið þá umfjöllun sem honum ber sem frumherji, tónskáld og harmon íku leikari. Ekki er lengur stundaður búskapur að Ormarslóni en Jóhann er þar enn þótt hann sé orðinn áttatíu og fimm ára gam- all. Jóhann er nú einbúi eins og við köll- um það. Af hverju að setjast að á elli- stofnun ef hreyfigetan er þokkaleg, geð- heilsan fín og vinahópurinn stór? Ekki treysti ég mér til að skilgreina hugarheim hins fullorðna manns sem verður nauð- ugur viljugur að hverfa á braut þar sem ræturnar liggja allt frá bernsku. Jóhann tók á móti okkur úti á hlaði og bauð til stofu. Jóhann er lágur vexti, grannur, léttur á fæti og glaðlegur. Stofan er hlýleg með gömlum húsgögnum, prýdd fjölda mynda. Mest áberandi er mynd af harmoníkusnillingnum Toralf Tollefsen og önnur af Jóni Sigurðssyni forseta. Þær fá sérstakan heiðurssess hátt HAGLEIKSMAÐURIIMN, Jóhann Jósefsson er fæddur 20. des- ember 1911 í Ormarslóni. Foreldrar hans voru Halldóra Þorgrímsdóttir og Jósep Kristjánsson bæði bændur sem bjuggu alla sína tíð í Ormarslóni. Faðir hans lærði til húsabyggingameistara á Akur- eyri áður en hann kvæntist og fluttist í Ormarslón. Eftir það vann hann mikið við húsabyggingar á Raufarhöfn með bú- inu en hélt jafnframt vinnumann heima. Jóhann á þrjú systkini. Elstur þeirra var séra Hólmgrímur, þá Kristjana Sigríður, síðan Jóhann og að lokum Þorsteinn Pét- ur. Nokkur regla er á fæðingum systkin- anna þar sem í öllum tilfellum liðu um þrjú ár á milli fæðinga þeirra. Jóhann er Mogens Ellegard Special harmoníkan með melodíska bassanum er stórt og mikið hljóð- fœri sem Jóhann hefur miklar mœtur á. á miðjum vegg. Vinir og vandamenn fá líka sitt veggpláss í stofunni. I einu horn- inu er hljóðupptökutæki og orgel. Mynd- bandsspólur eru líka til staðar því Jóhann tekur sitthvað upp af einkatónleikum sín- um ef svo ber undir. Ormarslóns er fyrst getið sem bújarðar árið 1270. Jörðin er í Þistilfirði, nyrsti bær í Svalbarðshreppi vestan við Súlur. Ormarsá markar mót Þistilfjarðar og Melrakkasléttu. Jóhann hefur alið allan BÓINDINN, TÓNSKÁLDIÐ, ógiftur og barnlaus. Sambýliskona hans um átta ára skeið var Ellen Ludvigsen frá Danmörku. En hvað kveikti tónlistaráhuga Jó- hanns og sér í lagi áhuga á harm- oníkunni? Jóhann segir frá: Sennilega er það tvennt sem stuðlaði að því. Þegar móðir mín var í Kvenna- skólanum á Akureyri, þá um tvítugt, spil- aði frænka hennar á einfalda harmoníku. Hún fór þá að prófa að spila á harmoníku hennar. Eftir nokkrar vikur var hún farin að geta spilað svolítið. Þá kom frændi hennar sem bjó í Eyjafirðinum og heyrði hana spila. Honum leist svo vel á spila- sinn aldur á Ormarslóni sem er hin ágætasta bújörð en nú eru hljóð búskap- arins þögnuð. Eftir lifir ómur harm- oníkunnar sem berst um bæinn þegar hinn aldni snillingur tekur hana sér í fang til að stytta sér stundir og halda sér í æf- ingu. Eins og sagt er í byrjun erum við kom- in til landsþekkts harmoníkuleikara. Hann gerði sér fært að afla sér allrar þeirrar menntunar sem völ var á eftir ýmsum krókaleiðum, og má undan- bragðalaust teljast vel mentaður á því sviði, tækni sem tónlistalega séð. Jóhann fór hér á árum áður með bróður sínum Þorsteini Pétri um landið í tónleikaferðir (Ormarslónsbræður). Á efnisskránni voru ekki venjulegir gömludansar, nei, heldur ýmis verk eftir Wagner, Strauss, Verdi og Schubert. Þeir bræður fóru í fyrstu tón- leikaferðina 1938 og svo aftur eftir nokk- urt hlé 1945. Móttökurnar voru framar öllum vonum og þeir spiluðu víða. Mikil vinna fór í æfingar og allar útsetningar pantaðar að utan. Báðir voru smeykir að fara út í þetta og bjuggust ekki við neinni aðsókn. Fyrsta tónleikahaldið á Siglufirði afsannaði þá kenningu með öllu. Yfirleitt var alltaf húsfyllir. Þá er Jóhann ekki óþekktur fyrir tónsmíðar sínar er hafa mjög sérstakt yfirbragð. Þær bera keim af sterkum tengslum höfundar við náttúr- una. Við skulum koma okkur þægilega fyrir meðan við fræðumst sem kostur er um einn mesta frumkvöðul harmoníku- tónlistar hér á landi. mennskuna að hann bauð henni harm- oníku að gjöf. Hann sagði að hljóðfæri fengjust í verslun Frissa Þorgríms og hún skyldi bara koma og velja sér harmoníku. Allar voru einfaldar, ekkert annað fékkst þá hérlendis. Þá sagðist frænka mömmu þekkja Norðmann í plássinu, og hún treysti honum best til að velja harmoník- una. Þessi þrenning mamma, frændinn og Norðmaðurinn héldu svo í verslunina. Til voru átta gerðir, sú ódýrasta kostaði tvær krónur en sú dýrasta átta. Frændinn úr Eyjafirði vildi kaupa þá dýrustu en Norðmaðurinn sagði þá harmoníku vera lakari en hinar, hún væri bara skrautið. Á endanum var valin harmoníka á þrjár 9

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.