Harmoníkan - 01.10.1997, Qupperneq 11

Harmoníkan - 01.10.1997, Qupperneq 11
Ormarslónsbrœður. Jóhann er til vinstri á myndinni með Royal Standard harmoníkuna, fjög- urra kóra sem Haraldur Olafsson í Fálkanum pantaði 1932 og hann spilaði á í útvarpið eins og sagt er frá í viðtalinu. Þorsteinn Pétur er hœgra megin einnig með Royal Standard harm- oníku fjögurra kóra sem smíðuð var í Ameríku en keypt hjá Karli M. Iversen í Oslo. Haraldur pantaði Itana 1937. Myndin er tekin skömmu fyrir tónleikaferð þeirra brœðra 1938. skipstjórann og aðra menn. Skipstjórinn tók ruddalega á móti mér og skipaði mér í land, sagðist ekki vera með neitt far- þegaskip og æpti bara „pill væk”. Eg snérist þarna fram og til baka óskaplega raunamæddur á bryggjusporðinum. Þá veifaði mér kokkurinn, sem ég kannaðist við, og kallaði til mín að koma um borð. Ég sagði skipstjórann nýverið búinn að reka mig frá borði. Þá kallaði hann: „Heyrðu, varst það ekki þú sem spilaðir fyrir okkur á böllunum á Raufarhöfn í fyrra?”. Hann fékk raunasögu mína og að ég þyrfti nauðsynlega að komast til Reykjavíkur. Við förum klukkan sjö sagði kokkurinn, þú kemur bara með, verður í kojunni minni og vertu fljótur um borð, ertu ekki með harmoníkuna með? Áður en ég vissi af var ég orðinn laumufarþegi en ítrekaði við kokkinn að skipstjórinn hefði rekið mig frá borði fyr- ir skammri stundu. Ef fljótt er yfir sögu farið fór þetta þannig að ég var fenginn til að korna úr fylgsninu og spila fyrir skipshöfnina, þar með talið skipstjórann. Mér var tekið sem aufúsugesti af honum og öðrum, og rúmlega það. Ferðin til Reykjavíkur gekk því á besta veg en sýn- ir kannski hvað veður geta skipast fljótt í lofti á tilviljanakenndan hátt. Ormarslónsbræður Þorsteinn Pétur bróðir minn las ekki nótur fyrstu skiptin þegar við byrjuðum að halda tónleika. Hann lærði eftir eyr- anu þá rödd sem hann lék eftir mér. Ég varð að æfa þá rödd fyrst með honum og síðan mína. Þetta var gífurleg vinna, tvö- föld vinna, ég sá að þessu varð að breyta, Þorsteinn yrði að læra nótur annars gæti þetta ekki gengið. Hann byrjaði að læra nóturnar en gafst upp fljótlega og hætti í nærfellt ár. Ég var búinn að fá frá Noregi sendan Chinka Bazara marsinn eftir Ragnar Sundquist og var að æfa hann þegar Þor- steinn kemur af tófuveiðum og heyrir til mín. Þorsteinn varð svo hrifinn af laginu og segir við mig með mórauða tófu í hendinni. Heyrðu Jóhann, ég sé að þetta er rétt hjá þér, ég verð að halda áfram með nóturnar. Þorsteinn Pétur stóð við orð sín, hellti sér í nótnalesturinn og náði góðu valdi á honum og harmoníkunni. Hann samdi líka mikið af lögum, góðum lögum en skrifaði þau aldrei, komst aldrei inn á þá braut. Aðeins eitt lag lifir enn, en það skrifaði ég niður eftir að hafa látið hann spila það fyrir mig. Það er vals sem heitir Silfurhringur. Þarna sést hve nótnalærdómur skiptir miklu. Fyrir mér átti eftir að liggja að kenna á harmoníku við Tónlistarskólann á Rauf- arhöfn í ein átta ár. Það gerðist þannig að ég fór suður til að spila inn fyrir útvarpið ein fimm lög. Þegar ég er að koma út úr stúdfóinu mæti ég Margréti Bóasdóttur óperusöngkonu sem var á leið inn í stúd- íóið. Við lentum svo saman í útvarps- þætti eftir einhvern tíma. Hún hringdi til mín frá Raufarhöfn skömmu seinna og sagðist ætla að stofna tónlistarskóla þar, spurði mig hvort ég vildi kenna með sér. Ég svaraði neitandi, sagðist hvorki hafa kennararéttindi né vera lærður tónlistar- maður. Hún kvað ekki öllu skipta þessi réttindi en kvaðst vita til að ég kenndi svolítið heima. Ég maldaði í móinn, sagðist óttast ráðamenn tónlistarmála en Margrét herti tökin og sagði sig stórvanta með sér einn mann í það minnsta til að öðlast leyfi fyrir stofnun tónlistarskóla á Raufarhöfn. Þá lét ég til leiðast. Ég vildi umfram allt styðja að stofnaður myndi tónlistarskóli þarna. Margrét fékk leyfið og nú var að standa sig sem harmoníku- kennari. Nemendurna vantaði ekki frekar en fyrr á árum, ég get nefnt til gamans að fyrsti nemandi minn við skólann var Ein- ar Guðmundsson frá Akureyri sem átti þá heima á Raufarhöfn. Ég vil líka geta þess að nokkrir nú landsþekktir harmoníku- leikarar voru hjá mér við heimanám löngu fyrir tilkomu skólans .m.a. Karl Jónatansson, þá 15 ára gamall og Jón Hrólfsson. Ágúst Pétursson sem allir þekkja nam einnig hjá mér á árum áður. Hann sagði þá skrítlu að þegar hann stundaði nám úti í Noregi við mublu- smíðar og hafði kynnst norskum harm- oníkuspilurum og leikið með þeim, allt hefði gengið upp á augabragði því það sem hann nam hjá mér gagnaðist full- komlega í Noregi. Hann sagði við mig nokkrum árum áður en hann dó hve mik- ils virði hefði verið að fá tilsögn mína á harmoníku, sennilega aldrei lært neitt annars eða hugsanlega engin lög samið án kennslu minnar heldur. Veturinn áður lærði Ágúst hjá bróður mínum Þorsteini Pétri. Hann kenndi nokkuð á tímabili. Mest kenndi ég eftir norskri kennslubók sem sagt er frá annars staðar í viðtalinu. Lagasmíðar Mörg laga minna eru gerð eftir að ég hætti búskap og hafa menn þóst finna í þeim sterk tengsl við náttúruna. Það er alveg rétt enda bera þau mörg nöfn sem tengd eru lífinu með náttúrunni. Ég sem þannig að nafn kemur upp í hugann, síð- an skapa ég laglínuna út frá því. Nokkur lög Jóhanns komu út á hljóm- plötunni Harmoníkan hljómar fyrir nokkrum árum. Listamennirnir þrír sem spila á plötunni leika einleik. Auk Jó- hanns eru þeir Bjarki Árnason og Garðar Olgeirsson á annarri hlið plötunnar. Plata þessi er löngu uppseld. Lög Jóhanns á plötunni eru eftirtalin: Hófadynur (mars), 11

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.