Harmoníkan - 01.10.1997, Page 8

Harmoníkan - 01.10.1997, Page 8
MéMísm y v^ow^y VERKSTÆÐITIL ALHLIÐA VIÐGERÐA Á HARMONÍKUM AÐ KAMBASELI 6 RVK. HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUÐNA í SÍMA 567 0046 / 845 4234 Hátíð Harmoníkunnar Lokaathöfn starfsemi Almenna músík- skólans og Harmoníkufélags Reykjavík- ur er Hátíð harmoníkunnar. Danshúsið í Glæsibæ var hátíðarstaðurinn þann 10. maí í vor. Mikill fjöldi spilara kom fram s.s. Reynir Jónasson, Garðar Olgeirsson, Jóna Einarsdóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson, Mattías Kormákur og Guðbjörg Sigur- jónsdóttir. Tríó Ulrik Falkner lék, einnig Karl Jónatansson og Karl Adolfsson sem ekki höfðu spilað saman í 48 ár, þá á Hótel Norðurland á Akureyri. Þá léku Karl Jónatansson, Jóna Einarsdóttir, Steindór Haarde og Unnur Þorkelsdóttir Svítu lagaflokk eftir Karl. Léttsveitin sem leggur sig fram við að spila fyrir dansi, lét og í sér heyra. Henni stjórna þeir Björn Ólafur Hallgrímsson, Jóhann Gunnarsson og Böðvar Magnússon. Margir ungir nemendur Almenna músík- skólans stigu á stall og var ekki annað að merkja en krakkarnir væru áhugasamir og einbeittir við að gera sitt besta á há- tíðinni. Þeim var í lok tónleikanna afhent rós. Stórsveit H.R. er fjölmenn enda á mörkunum að hægt væri að koma henni fyrir þarna ásamt strengjaspilurum og trommara. Það hafðist enda er skipulagn- ing óvenjulega góð innan þessarar sveitar og má segja það sama um önnur atriði þarna í Glæsibæ. Kynnar voru Guðríður Adda Ragnars- dóttir og Jóhann Gunnarsson. Stjórnandi stórsveitar Karl Jónatansson. Hátíð harmoníkunnar fór vel fram að vanda, stjórnendum hennar hefur ávallt tekist að halda virðulegu yfirbragði og jafnframt gleðiblæ á þessum samkomum. Vegna plássleysis í blaðinu verða myndir er fylgja áttu að koma síðar. H.H. Félag Harmoníkuunnenda í Reykjavík varð 20 ára þann 8. september 1997 Afmælisins verður minnst í 2. tbl. 1997/98 af Harmoníkunni. Af því tilefni verður næsta blað líklega 20 síður að stærð þar sem félagið hefur óskað eftir plássi í hluta blaðsins fyrir sögu félagsins í máli og myndum. A.T.H. Önnur félög sem eru að verða 20 ára ættu að hugsa málið um að fá birta sögu félaga sinna í blaðinu. Blaðið ætti að vera rétti vettvangurinn fyrir slík tímamót eða önnur sem máli skipta fyrir harmoníkufélög landsins. ÚTGEFANDl. HEIMUR HARMONÍKUNNAR Föstudaginn 16. maí kl. 13:20 mun hafa byrjað aftur þátturinn Heimur harmoníkunnar í umsjá Reynis Jónassonar. Ég missti auðvitað af honum enda á venjulegum vinnutíma útivinnandi fólks. Þátturinn er síðan endur- tekinn á laugardagskvöldum kl. 23.00. H.H. Ómur við fossinn Samið 1929 1 1 Höf: Jóhann Jósefsson frá Ormarslóni Úts: Grettir Björnsson D? J.D , -jTgf- p ifoflfcR ■■JM Dp— G )iU Y' ..„p, ■ - ,J.— ÍU T-- B,. l E F« ^ o jt rfly—ft if'iii i-r,ii , -||| • , , T, L r ) 1 i 9 9 • r~ i- > ~ 1 > ^ ■ • 9t J ** ur LU U U P " ° ,0 11 -rf-r 1-^4 J ^ HÍff ÍT' |r ' r 'u trrrf 7* ' ' ' Df G G, C/G |#J - þ — fd F=R= U iJ-—-iJ J p J J ig J li i4 i\ B J. G Ftt E D J |J D7 J i 1 ttI ' 1 "1 m rH= =S=dg==$= -FFFF r° in rph~ 0 rFfi f* i F#=fF G D7 » ^ J ^ lg: |L: 1 D H j » I ' G —r rtt^r rjH— #= D7 'r H G E7 Am D7 G ___ Tölvusetnmg: Grétar 5/ vertsen ísept 1997 B J. G D H G 8

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.