Harmoníkan - 01.10.1997, Síða 14

Harmoníkan - 01.10.1997, Síða 14
Á leið til Keflavíkur snemma morg- uns, vorið á næsta leiti, loftið var tært eins og tjallalind. Ástæðan fyrir þessu morgunani var sú að ég var boðaður á samnorrænan fund félagsmanna nor- rænna harmoníkufélaga í Finnlandi helg- ina 12.-13. aprfl'97, í 20.000 manna bæ er Porvoo heitir um 50 km austan við Helsinki. Já, boðinn í orðsins fyllstu meiningu, fargjald, matur, gisting, allt greitt að fullu. Porvoo eða Borgá eins og bærinn heitir á sænsku er næst elsti bær Finnlands, hélt uppá í fyrra 650 ára af- mæli sitt, Turku er hins vegar sá elsti. Þeir sem að þessum fundi stóðu eru harmoníkufélagið í Borgá, Borgánejdens dragspelsklub. Á fundinn og aðrar sam- komur kringum þetta komu Norðmenn, Svíar, einn Dani og einn Islendingur auk Finna sem voru rausnarlegir gestgjafar. Ein af ástæðum fyrir þessu rausnar- lega boði var að bæjarstjórn Porvoo veitti verulegan fjárstyrk til harmoníkufélags- ins svo hægt væri að halda þennan sam- norræna fund. Fjalla átti um stöðu harm- oníkunnar á Norðurlöndum, harmoník- una og unga fólkið, fjölmiðla gagnvart henni og það sem mætti koma áhugahóp- um til góða í framtíðinni. Fyrsti við- komustaður var Stokkhólmur, eftir nokkurn stans stigið um borð í finnska flugvél til Helsinki. Á móti mér tók stór og mikill Finni á gömlum Bens, hann spurði mig spjörunum úr á leið til Porvoo um Island, líflegur náungi sem vissi smá glefsur um Island. Manni var tekið með kostum og kynjum á hóteli í bænum ekk- ert skorti á gestrisnina hjá formanni harmoníkufélagsins Bertel Westerlund og Harrý Jóhannsson sem veg og vanda höfðu af okkar samskiptum vegna Finn- landsfararinnar. Reyndar komst sam- bandið á fyrir tilstilli Ríkhard Berglund frá Svíþjóð sem ég kynntist árinu áður á Ransátterhátíðinni. Ymis dagskrá með kynningu norrænu gestanna var á laugar- deginum 12. apríl. Heil hljómsveit með tvöfaldar hamoníkur kom frá Noregi, Stange trekkspillklubb, söngkona og harmoníkuleikari frá Svfþjóð, Inger Berglund ásamt Roland Cedermark með sínar græjur. Tónleikar hófust á laugar- dag kl. 6 þar sem fulltrúar allra landanna létu ljós sitt skína, Finnarnir sýndu mikla breidd á tónleikunum bæði hljómsveit fé- lagsins og þrír ungir snillingar, þeir Frá v. Formaður Borgo Nejdens Dragspelsklubb Bertel Westerhmd og Rikhard Berglund hinn sœnski, aðaldrijfjöður ftmdarins ásamt framkvœmdastjóra B.N. Dragspelskl. Harrý Johans- son. Fulltrúar allra norðurlandanna áfundarstað í Porvoo ( Borgo) Thomas Nybondas, Kalle Kurvinen og Mika Huusari. Fulltrúi Dana var Mogens Bækgaard, hann lék nokkur lög og ég var fenginn til að spila tvö lög sem fulltrúi íslands. Á annað þúsund manns sótti tón- leikana sem auglýstir voru í sérstökum tíma í sjónvarpinu með blönduðu efni um morguninn milli 9 og 10 Sjónvarpsmenn náðust fyrir klíkuskap og tóku mynd af félagshljómsveitinni, höfðu viðtal við leiðandi mann þaðan en viska spyrjand- ans var ekki fyrirferðarmikil um harm- oníkuna, spurði eins og hann héldi harm- oníkuna mjög nýlega uppgötvun. Svar- andinn varðist af fimi og sá sér ekki ann- að fært en hörfa aftur til Buschmann sem gerði harmoníkuna að belghljóðfæri 1822. Á sjálfum fundinum sem hófst á sunnudagsmorguninn kom fram að Norð- urlandasamvinna hlyti að teljast eðlileg í þessum efnum. Annars virtust Svíarnir og Finnar halda mestri athygli innan sinna raða á fundinum og héldu mjög á lofti umræðu um Ransáter mótið og verðandi harmoníkuhátíð næsta sumar í Á fundi í Finnlandi 14

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.