Harmoníkan - 01.10.1997, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 01.10.1997, Blaðsíða 10
krónur. Móðir mín eignaðist þarna góða harmoníku og síðar meir lék hún oft á böllum. Þetta var ein ástæða þess að ég ólst upp við tónlist. Árni Kristjánsson föðurbróðir minn var organisti hérna í kirkjunum, bæði á Svalbarði og eins á Ásmundarstöðum. Hann var vinnumaður hjá pabba þegar ég var að alast upp og hafði orgel með sér. Ég var svo hrifinn af því þegar hann spil- aði á orgelið og ég lenti í því sjö ára gam- all að æfa mig á orgelið hér heima á kvöldin. Þessi föðurbróðir minn setti nokkrum árum síðar upp bú hér inni á heiði (Kollavíkursel) byggði torfbaðstofu en vildi ekki fara með orgelið með sér og geymdi það hérna, en þegar hann kom gangandi út fjallgarðinn gisti hann oftast hér. Þetta var um fimm til sex tíma gang- ur að vetri til. Eitt skipti þegar hann kom er mér minnisstætt og fer ekki úr huga mínum. Ég var voðalega kvöldsvæfur og hafði dottið út af, en vakna við óskapa söng og orgelspil, hljóp niður á náttföt- unum ofsaglaður, en þá er verið að loka orgelinu og heimafólk hætt að syngja. Þá fór ég að orga og skæla en frændi minn opnaði orgelið aftur, spilaði eitthvað fyr- ir mig og gráturinn stöðvaðist um leið. Ég hélt áfram að gutla á orgelið en frændi minn ráðlagði mér eindregið að læra nótur og þær lærði ég hjá honum, þá á áttunda ári, æfði danslög líka. Þegar ég var fjórtán ára voru Norðmenn alltaf á ferðinni á Raufarhöfn, ráku þar verk- smiðju og norsk skip lögðu upp síld til bræðslu. Meðal þeirra leyndust góðir harmoníkuleikarar með fimmfaldar hnappanikkur. Faðir minn vann á sumrin þarna hjá Norðmönnunum og þegar ég var þrettán ára gamall keypti pabbi handa mér harmoníku. Sumarkaupið fór næst- um alveg í það þetta sumarið, fjögur hundruð krónur. Harmoníkan hafði sjötíu nótur og áttatíu bassa, hnappanikka auð- vitað því þá var það algengast. Fyrst spil- aði ég eftir eyranu og æfði mikið. Eftir ár fór ég að spila á böllum. Eldri harm- oníkuleikarar á Raufarhöfn sem vissu að ég hafði byrjað að æfa eftir nótum, sögðu gjarnan við mig: Jóhann, lögin eru ekki rétt hjá þér. Þeir vildu sífellt breyta lög- unum hjá mér. Ekki vil ég endilega full- yrða hver hafði rétt fyrir sér en þeir spil- uðu ekki eftir nótum. Ég lagði það á mig að útbúa eins kon- ar tónskala, teikna upp allt hljómborðið á nikkunni og merkti inn á með hjálp org- elsins. Þær svörtu á orgelinu reyndust þær sömu og svörtu nóturnar á nikkunni og annað gekk eftir, nema þá bassinn, þar Bóndinn og hagleiksmadurinn Jóhann Jósefsson með Excelsior Special harmoníku 1954. botnaði ég ekki neitt í neinu vegna akkorðanna. Nú liðu tvö ár og mér leidd- ist mjög að komast ekki niður í bassa- kerfinu, þessum standardbassa með fimm raðir. Fyrirmyndirnar, eldri mennirnir á Raufarhöfn og Norðmennirnir spiluðu bara dúr og grunnbassana og akkorðann. Ég gat séð að eitthvað vantaði nú upp á. Eitthvað átti að gera með hina bassana! Það gerðist svo allt í einu á kvenfélags- skemmtun að maður af norsku skipi kemur og fer að spila. Þá varð bylting, hann kunni á allt bassakerfið, víxlaði þeim á alla vegu um allt borðið eftir kúnstarinnar reglum. Nú mátti ég til að spyrja hina nikkarana sem höfðu gagn- rýnt mig, hvort þeir sæju ekki núna að hinir bassarnir væru til einhvers nýtir. Þeir svöruðu því til að þetta hlyti að vera eitthvert allt annað bassakerfi. Eftir skemmtunina spurði ég Norðmanninn hvernig stæði á kunnáttu hans á bassa- kerfið. Hann svaraði spurningu minni svo að hann hefði lært nótur, stundað nám hjá Óttar Akre og hann þreif upp kennslubókina og sýndi mér. Skipið sem hann var á átti eftir að vera í nokkra daga enn svo ég innti hann eftir hvort hann hefði nokkurn tíma aflögu til að kenna mér. Það var velkomið. Allur aukatími hans fór í mig næstu dagana. Svo lánaði hann mér kennslubókina og setti mér fyr- ir. Næst þegar hann kom hafði hann mun meiri tíma. Eftir að þessum kennslutíma lauk gaf þessi maður mér kennslubókina, sagði mig eiga það skilið fyrir mikinn dugnað. Ég tók miklum framförum eftir þetta og æfði mikið. Enginn sagði við mig lengur að ég spilaði vitlaust. Sam- bandið við Norðmennina jókst og nú gat ég pantað nótur frá Noregi og annað sem vanhagaði um við lærdóminn. Nú fóru hjólin að snúast en löngu eftir þetta hélt ég til Reykjavíkur og spilaði þar inn á hljómplötu fyrir Columbia fyr- irtækið 1933. Þetta voru tvö lög á sjötíu og átta snúninga plötu. Ég er fyrstur harmoníkuleikara hér á landi sem leik einn inn á hljómplötu (blm. það mun líka hafa verið 1933 sem Jóhannes G. Jóhannesson lék inn á hljómplötu en með hljómsveit). Það útspil að fara suður var reyndar tekið með annað í huga en að spila inn á plötu. Mig vantaði tilfinnan- lega aðra og betri harmoníku og talaði um það við Hólmgrím bróður minn sem var fyrir sunnan í skóla, hvort hann gæti útvegað mér aðra harmoníku, helst nýja frá Þýskalandi. Haraldur Ólafsson í Fálk- anum hafði pantað nikku fyrir Jóhannes G Jóhannesson en þá voru bara fram- leiddar tveggja til þriggja kóra harmoník- ur. Haraldur var beðinn um að panta fyr- ir mig fjögurra kóra en þá kom í ljós að þær varð að sérpanta og biðin var þrír mánuðir. Ég beið og hún kom sem um var talað glæný, sérsmíðuð Royal Stand- ard hnappaharmoníka með hundrað og tveimur nótum í hljómborði og hundrað og tuttugu bassa. Um veturinn 1933 fór ég suður ansi óvænt, fékk einhverja vesöld innan um mig sem læknirinn hélt vera botnlangann og vildi senda mig suður. Ég talaði við Hólmgrím bróður í síma og sagði hvers kyns var, að ég væri væntanlegur suður. Hann bað mig fyrir alla muni að hafa nikkuna með, sem ég og gerði. Læknir sem skoðaði mig fyrir sunnan sagði ekk- ert vera að mér og ég var aldrei skorinn upp. Mér smábatnaði enda held ég nú að þetta hafi verið of mikil vinna á mér og stífar æfingar og auk þess spilamennska með þungt hljóðfærið, einfaldlega gigt. Ég fór að spila fyrir hina og aðra fyrir sunnan og á einu balli. Þá finnur Harald- ur upp á því að ég fái að spila í útvarpið til að kynna harmoníkuna mína sem var jú frá Fálkanum. Hólmgrfmur hvatti mig til þessa og hann átti líka skólabræður í Vestmannaeyjum og ég fór þangað að spila. I Eyjum var margt manna í þá tíð. Þessa fyrstu einleikstónleika mínum í Eyjum sóttu fáir því ég hitti á góða sjó- veðursdaga, menn töldu landlegu hafa breytt miklu um aðsókn. Ég náði rétt fyr- ir kostnaði og fari með Esjunni. Hólm- grímur náði sambandi við mig frá Reykjavík og sagði að búið væri að aug- lýsa að ég kæmi fram í útvarpi eftir tvo til þrjá daga. Engin ferð lá fyrir frá Eyj- um. Ég rölti niður á bryggju eftir tvo daga og sá þá danskt skip sem hét Kongshaug og hafði oft komið með kol til Raufarhafnar, þekkti um borð bæði 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.