Harmoníkan - 01.10.1999, Page 7
Sigurður Indriðason
Viðtalið
Allir landsmótsgestir (1999) muna eftir kvintettinum frá Akureyri fyrir frábæra spila-
mennsku. Frá vinstri: Flosi Sigurðsson, Hörður Kristjánsson, þá viðmœlandi minn Sig-
urður Indriðason, Atli Guðlaugsson stjórnandi, Einar Guðmundsson og Guðni Friðriks-
son.
Margir eru þeir sem ekki telja
sig hafa neitt að segja viðvíkjandi
viðtal þegar þeir eru spurðir, og er
viðmælandi minn nú einmitt einn
af þeim. Alltaf er það samt svo þeg-
ar málin eru rædd við menn, sem
lengi hafa stundað ýmis áhugamál
að ýmislegt kemur fram sem betra
er að hafa á prenti en ekki. En taka
verður tillit til hógværðarinnar.
Sigurður Indriðason er ekki aðeins
vel þekktur innan raða harmoniku-
fólks, heldur einnig sem bifreiða-
eftirlitsmaður og prófdómari til
fjölda ára norðan heiða. Því má og
bæta við að maðurinn er mikill
húmoristi, traustur sem íjall og
einkar ljúfur í viðmóti. Þegar ég
bað Sigurð um smá samtal fyrir
blaðið vorum við hjónin gestir
hans og nutum þar fyllstu gestrisni
og góðsemi eins og best verður á
kosið. Við vorum á leið norður til
Húsavíkur á 20 ára afmælishátíð
H.F.Þ. og spáð var vitlausu veðri.
Sigurður vissi af ferðum okkar,
hringdi og taldi óráðlegt annað en
halda kyrru fyrir á Akureyri þar til
morguninn eftir. Þannig kom gist-
ingin til og erum við Sigurði mjög
þakklát fyrir.
Þá skulum við skyggnast nánar
inn í fortíð þessa manns og kynnast
honum ögn betur. Sigurður Indriða-
son er fæddur á Birningsstöðum í
Ljósavatnsskarði Hálshreppi 4. des-
ember 1930. Foreldrar hans voru
Indriði Þorsteinsson bóndi og Stein-
unn Sigurðardóttir húsmóðir og auk
heldur ljósmóðurmenntuð, ættuð
frá Bakka í Öxnadal. Indriði var frá
Lundi í Hálshreppi. Þau hjónin fluttu
að Skógum í Fnjóskadal þegar Sig-
urður var tveggja ára og þar átti
hann sín bernskuár. Karl nokkur var
á heimilinu sem hét Sigurður Helga-
son. Hann lék á orgel og var org-
anisti í kirkjum sveitarinnar. Sigurð-
ur lýsir nú sjálfur framhaldinu.
Ég fékk áhuga á að prófa orgelið
og kynna mér það og æfði mig nokk-
uð í að spila sálma. Harmoniku
kynntist ég fyrst um fermingu hjá
mági mínum. Sá átti nýja Hohner-
nikku, hið ágætasta hljóðfæri en til
að komast í þann grip varð ég að
stelast þegar freistingin varð öðru
yfirsterkari. Mína eigin harmoniku
eignast ég nokkru síðar og náði
þokkalegum árangri á hana enda
byrjaði ég fljótlega að spila á böll-
um. Þá voru nú ekki bílar á hverju
strái svo að harmonikuna bar mað-
ur á bakinu í poka á böllin. Ekki fór
betur en svo einu sinni, að ég datt
illilega á svelli og harmonikan
sprakk á öllum hornum, en mér
tókst að líma hana saman og bjarga
henni. Ég þótti enginn sérstakur
taktsnillingur, enda kunni ég ekki
sjálfur að dansa þá. Sautján ára gam-
all fluttist ég til Akureyrar. Þar
keypti ég mér gamla nikku til að fikta
með, mér til ánægju. Þá var ekkert líf
í harmonikuleik hér nema hjá
nokkrum körlum, svo að hún var
fljótlega seld aftur. Næstu 25 ár
duttu alveg út varðandi harmoniku-
leik en á 50 ára afmæli mínu var mér
gefin harmonika. Á þessum tíma var
Karl Jónatansson hér við kennslu á
Akureyri og naut ég leiðsagnar hans
í tvo vetur og bætti mikið bassa-
tækni og fingrasetningu. Félag harm-
onikuunnenda við Eyjafjörð var
stofnað hér 1980 og átti Karl hlut að
máli við að drífa í því.
Upp úr stofnun félagsins lifnaði í
nikkulífinu en þá voru þegar 10-15
manns í námi hjá Karli. Síðan er oft
búið að vera gaman í þessu starfi og
lærdómsríkt að byrja harmonikuleik
með hinum og þessum ásamt að
taka þátt í félagsstarfinu. Síðari ár
hef ég mest spilað með Guðmanni
Jóhannssyni, en áður með Sigurvin
Jónssyni og fleirum. Ég hef spilað í
hljómsveit F.H.U.E. frá upphafi, Atli
Guðlaugsson hefur stjórnað henni
með prýði og á Landsmótinu í
Varmalandi um árið var lagður mikili
metnaður í æfingar enda skilaði það
sér. Óneitanlega hefur orðið mikil
framför í harmonikuleik. Það orkar
ekki tvímælis. Margt má þó enn
bæta. Dansleikir eru hjá okkur að
vetrinum og spila þá félagarnir, en
nokkrar danshljómsveitir eru í
gangi. Þá er kaffisala tvo til þrjá
sunnudagseftirmiðdaga á vetri. Þar
kemur mikið af eldra fólki og er
harmonikuleikur allan tímann. Starf-
ið innan félagsins hefur einnig aukið
samskipti og ferðalög milli annarra
félaga í landinu, og gert marga ágæta
hluti öllum til góðs. Ef ég lít til baka,
aftur til síldaráranna, var ég eitt
7