Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 15

Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 15
Gísli H- Brynjólfsson spilar fyrir 800 manns Ferð á harmonikumót í Caister on Sea í Englandi „Caister Accordion Festival 1998“ 3. HLCJTI NIÐURLfiO Og sunnudagskvöldið kom og þar spilaði hver úrvals harmonikuleikarinn á fætur öðrum. Kvöldið hófst á þann sér- staka hátt að nokkuð stór hljómsveit spil- aði sálma! Áður hafði verið dreift á öll borð blöðurn með einum 12 sálmum í mismörgum erindum og virtust flestir þeirra um það bil 800 áheyrenda sem í salnum voru syngja með. Mjög sérstakt. Hvernig myndu hinir heiðnu íslendingar taka því að eiga að spila og syngja sálma á landsmóti SÍHU? Þarna spilaði hljóm- sveit Ron Hodgsons þess sem fyrr er get- ið klassísk verk; Finnlandíu Síbelíusar og lög úr West Side Story. Svo spilaði kana- dísk stúlka Sheila Miller-Bowler, algjör snillingur, virtist jafnvíg á allt. Hún lék m.a. írsk lög. Þarna spilaði líka hann Gísli okkar Brynjólfsson og gerði feikna lukku. Hann lék syrpu af þjóðhátíðarlög- um eftir Oddgeir Kristjánsson og gerði áður grein fyrir tilurð og tilefni laganna. Endaði svo á því að spila gamlan breskan stríðsáraslagara, „Kiss me good night sergant major“og tóku þá bretarnir undir og sungu með! Eftir hlé léku saman tveir ungir nrenn, Paul Chamberlain og David Nesbit, sá sem sigraði í Frosini keppn- inni. Svo kom Gary Blair sá skoski, sem virðist mjög vinsæll þarna og að endingu lék ítalinn Roberto Enzo á Midi græjur og gekk sá um salinn inn á milli borð- anna með sendi festan við beltið og söng með í sumum laganna! Alveg ótrúlega fingrafimur. Ekki var nú dagskrá mótsins tæmd þó að komið væri sunnudagskvöld, því að á mánudagsmorguninn klukkan hálf tíu hófst seinasta lota! Hófst hún á því að 10 manna byrjendahópur lék og var sá yngsti 12 ára en sá elsti 83 ára! Stjórn- andi var Les nokkur, sem er aðalstjórn- andi í „Lindum Accordion Club“, harm- onikufélagi bretanna vina okkar. Síðan tók við hópur, þar sem allir spiluðu á eld- gamlar harmonikur. Mér er nær að halda að ekkert hljóðfæranna hafi verið yngra en svona 30 - 40 ára gamalt. Mér varð hugsað til Hohner Verdi III nikkunnar minnar, sem er um 70 ára gömul, en ég keypti hana eldgamla, að mig minnir 1954. Nú settist á sviðið maður með hnappanikku og spilaði undir hjá þremur litlum stelpum, á aldrinum svona 8-12 ára sem sungu nokkur þekkt rokklög og gerðu þær mikla lukku. Meðal þess sem líka var boðið upp á þennan mánudags- morgun var skosk 40 manna hljómsveit, sem lék undir stjórn þess fræga og áður nefnda Gary Blair. Þar á eftir kom maður frá Liverpool og þrælaðist með allgóðum árangri í gegnum „Rhapsody in Blue“ eftir Gerswin. Þessu lauk svo með þvf að 50 manna hópur lék tvo valsa; annan eft- irTjækofskí og hinn eftir Suppé; úr „Poet and Peasant". Mótinu lauk svo formlega með því að allir sem vettlingi gátu valdið spiluðu saman „Rule Britain“ eftir Ed- ward Elgar og var þá haldið á lofti tveim- ur „Union Jacks“ - breska fánanum! Við yfirgáfu svæðið upp úr klukkan eitt eftir hádegi og ókum til Lincoln, en það er um þriggja tíma keyrsla. Við Gísli gistum hjá Helga Guðmundssyni og fjöl- skyldu hans fram á föstudag er við fórum heim.Meðan við dvöldum hjá Helga og fjölskyldu var þoka flesta daga og frost á nóttunni. Helgi fór með okkur í smá skoðunarferð um Lincoln á þriðjudegin- um og komum við þá m.a. í dómkirkjuna þar og heyrðu þar spilað á orgelið. Það var stórfenglegt! Kirkja þessi minnir á Notre Dame kirkjuna í París, en er tals- vert minni. Talin til hrein gotneskra kirkna og fékk á sig núverandi útlit í kringum 1300. Svo heimsóttum við góð- an vin; Cyril Bruce og konu hans Jean. Cyril er einn af bestu spilurunum þeirra í klúbbnum. Þarna sátum við um stund og spiluðum fyrir Cyril og með honum. Um kvöldið fórurn við á æfingu með bretun- um og þarna spiluðu allir eftir nótum! Spiluð voru jólalög. Þeir spila nefnileg tvisvar til þrisvar í desember á jólamark- aði fyrir framan dómkirkjuna í Lincoln. Á miðvikudagsmorguninn fórum við niðrf bæ að versla og um kvöldið á skemmtifund klúbbsins, se haldinn var í golfklúbbi þarna í nágrenninu. þar „tróð- um við upp“ saman, Við Gísli, Helgi og einn bretanna, Jonathan Tomlinson og gerðu þó nokkra lukku, þó ég segi sjálfur frá. Ég komst í eitt listasafn á fimmtu- deginum; „Usher Gallery“ í Lincoln. Á föstudagsmorguninn yfirgáfu við Willingham by Stow, þorpið þar sem Helgi býr og ókum áleiðis til London. Einn vina okkar þarna, John Underwood (hann og Jonathan gistu hjá okkur Gyðu sumarið 1996) býr í þorpinu Stow þarna rétt hjá. Stow er upprunalegi höfuðstað- urinn á þessu svæði og Willingham, Lincoln, Gainsborough og fleiri staðir, hjáleigur frá þeim stað í fornöld. I Stow er sú elsta kirkja sem ég hef komið inn í, elsti hluti hennar er talinn vera frá því um 600 e.Kr. Já, við vorum lagðir af stað heim. Rskrifcndur völdu Braga Hlíðberg harmonikuleikara aldarinnar d íslandi og harmonikuna hljóðfozri aldarinnar. Ég vil hér með þakka dskrifendum fyrir góða og drengilega þdtttöku. Með kveðju Útgcfandi. 15

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.