Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 8

Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 8
Þá man ég að Baldur og Konni skemmtu þar, söngkonan Ingibjörg Þorbergs, leikkonurnar Áróra Halldórsdóttir og Emilía Jónasdóttir, ennfremur Alfreð Clausen og Sigfús Halldórsson. Það var verulega skemmtilegt í Tívolí. Þetta sum- ar lék ég líka ein átta lög inn á hljóm- plötu. Það er nú allt glatað, og platan var reyndar aldrei gefin út, enda ekki ætluð á markaðinn". Hefur Guðni Friðriksson aldrei samið tónlist? „Nei ég hef aldrei samið lag, það er nóg af öðrum til þess og þeir eru líka til, sem betur hefðu sleppt því, en ég hef alltaf haldið mínu striki. Og þrátt fyrir að vinsældir harmonikunnar hafi eitthvað dalað um tíma, er það nú orðið breytt og ég hefi haldið tryggð við hljóðfærð“. Þú spyrð um stofnun harmonikufélagsins á Akureyri? „Ég er einn af stofnendum F.H.U.E., en aðalfrumkvöðull að stofnun félagsins var Karl Jónatansson. Uppbyggingin hef- ur gengið ágætlega og nú er unga fólkið komið með. Utaf fyrir sig er merkilegt að stofna félag um harmonikuna, og það er nær óþekkt hvað önnur hljóðfæri varðar. Karl á þar stóran hlut að máli, enda eldhugi mikill í þessum efnum”. Ég hefi átt margar harmonikur um dagana og ein- hverju sinni eignaðist ég fiðlu, sem feng- ið hefur að mestu frið, hef samt átt hana í 40 ár“. Harmonikukennari „Ég hef nokkuð átt við kennslu á harmoniku, kenndi til dæmis hjá Karli Jónatanssyni hér fyrir norðan, nemend- um á öllum aldri. Þá var ég prófdómari í tvö ár við harmonikudeild Tónlistarskóla Akureyrar. Það er frumskilyrði að sækja nám á hljóðfærið, læra nótur og ná harm- onikubassanum, það er geysi stórt atriði í harmonikuleik, að þjálfa bassatæknina. Þessi mynd er tekin af Gttðna í Lundi í Öxatfirði 1938 Uppáhalds harmonikuleikarar? „Að sjálfsögðu ber maður virðingu fyrir mörgum íslenskum harmonikuleik- urum, fleirum en hér verða nefndir. Upp úr standa þó nokkrir og nefni ég þá fyrst- an til sögunnar Braga Hlíðberg, einnig Reyni Jónasson, Gretti Björnsson og Hrólf Vagnsson, þetta eru snillingar. Ég man líka eftir mjög færum og efnilegum ungum strák Jakob Yngvasyni, og fannst leitt var að heyra, að hann væri hættur, vonandi kemur hann aftur í spilið. Það var gaman að heyra Braga Hlíð- berg spila á síðasta landsmóti og unga daman frá ísafirði hún Helga Kristbjörg lék Vorgleði Braga hreint ljómandi vel, ótrúlega smekklega gert. Þá líða varla úr minni nokkrir af er- lendu bergi brotnir, s.s. Toralf Tollefsen, John Molinari eða Carl Jularbo. Þessir tónlistarmenn standa auðvitað ofarlega á blaði meðal margra annara sem hafa auk- ið veg og virðingu harmonikunnar“. Safnar nótum „Jú ég tók upp á því að koma mér upp dálitlu nótnasafni fyrir mörgum árum, hve stóru? I það minnsta, svo mikið, að ég kemst aldrei yfir að spila það allt. Ég æfi mig alltaf daglega, það er satt, en það dugar samt ekki til að komast yfir safn- ið. Nokkrar spurningar að lokum? Heimur Harmonikunnar - Nafnið harmonika - Blaðið? Ég er sáttur við harmonikuþáttinn. Hann skiptir miklu máli fyrir harmonikuna, jafnframt er ég ánægður með að nafn hljóðfærisins skuli vera komið á hreint, með vali nafnsins ( harmonika), sem blaðið stóð fyrir. Efni blaðsins er ágætt. Blaðið þjónar þvi sem er nauðsynlegt að sinna gagnvart harm- onikuunnendum landsins. Guðni hefur búið á Akureyri síðan 1940, og vann í Prentverki Odds Björns- sonar. Hann hefur starfað í F.H.U.E. frá upphafi eins og áður hefur komið fram og var gjaldkeri félagsins um tíma. Eig- inkona hans var Anna Bergþórsdóttir frá Akureyri og eignuðust þau fjögur börn. Anna lést 1997. Hilmar Hjartarson Kazru lesendur Sendið blaöina smdgreinar og frdsagnir til birtingar. Útgefandi s„ NU VERÐUR ÁLFASKEIÐ r r 22. -23. JULI N.K.- ALLIR VELKOMNIR ! —" —___________- FÉLAG HARMONIKUUNNENDA Á SELFOSSI 8

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.