Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 4

Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 4
Clngir harmonikcileikarar til Danmerkur Hljómsveitin sem lékfyrir dansi á styrktartónleikum Dansklúbbsins Duna. Fremri röðfrá v. Snorri Jónsson, Valdimar Sólbergsson, Guðmundur Helgi Jensson og Bjarni Aðalsteinsson. Aftari röð frá v. Jón Heiðar Magnússon, Knútur Knútsson tronmmr, Geir Guðlaugsson, Guðmundur Jóhannsson bassa, og Lárus Skúlason gítar. Fyrir skömmu eða upp úr miðjum apríl komu til baka úr vel heppnaðri tón- leika- og skemmtiferð hópur ungmenna frá Akranesi er hafði farið utan til Dan- merkur til að endurgjalda komu ung- menna frá Skælskör í október síðastliðn- um til Akraness. Þó Akranes hafi löngum verið nafn- togað fyrir káta sjóara á Kútter Haraldi og íþróttaiðkan, hefur nú hin síðari ár bæst enn ein rós í hnappagat þessa kaup- staðar. Það er harmonikuleikur ung- menna, sem vaxið hefur upp með mikl- um blóma, alll frá grasrótinni. Lítum nánar á kveikjuna að utanferðinni. Upp- hafið er að tónlistarskólinn í Skælskör í Danmörku kom með hóp nemenda, um 20 börn og unglinga, í heimsókn til Akra- ness og héldu tónleika þar og í Reykja- vík auk þess sent þau ferðuðust um ná- grennið. Þau léku á svokallaðar stál- trommur og gítara en stáltrommur þess- ar eru hefðbundnar olíutunnur. Alls voru í þessum hóp 19 manns, kennarar og nemendur. Hópurinn dvaldist hér í sex daga og leiddi það m.a. til þess að ung- mennin frá tónlistarskóla Akraness héldu til Danaveldis 12. aprfl s.l. Eins og allir vita er ekki auðhlaupið í neina sjóði til að fjármagna utanferð fyrir átján manna hóp. I tónlistarhópnum eru þrettán börn auk fimm fullorðinna, þar af skólastjóri tónlistarskóla Akraness Lárus Sighvats- son og harmonikukennarinn sem er orð- inn frægur fyrir góðan árangur, Fanney Karlsdóttir. Ritstjóra Harmonikunnar var boðið til Akraness að vera viðstaddur styrktar- dansleik á vegum Dansklúbbsins Duna þann 25. mars. Þessir tónleikar og dans- leikur voru sérstaklega haldin vegna utanferðarinnar hópsins og stóð dans- klúbburinn fyrir því. Skemmtunin fór fram í samkomusal í eigu nokkurra stétt- arfélaga á Akranesi við Kirkjubraut. Hljómsveit HUV lék fyrir dansi til kl. 2 um nóttina. Samkoman hófst með tón- leikum níu harmonikuleikara auk fiðlu- leikara í hópi ungmennanna. Var þremur einleikurum telft fram, þeim Sólbergi Valdimarssyni, Oddnýju Björgvinsdóttur og Rut Berg Guðnadóttur. Var dagskráin afbragðs vel heppnuð og skemmtileg en henni lauk með hinu gullfallega lagi „ís- land er land þitt'ý eftir Magnús Þór Sig- mundsson. Einleikararnir stóðu sig með prýði og sönnuðu að þeir standa orðið í fremstu röð ungra harmonikuleikara. Ég ræddi við Fanneyju Karlsdóttur, um nemendur hennar og uppbyggingu tónlistarmála á Akranesi. Fanney tjáði mér að nær daglega væru einhverjir af nemendum hennar að koma fram, við hin ýmsu tækifæri á Akranesi og víðar. Hún segir að nemendunum sé afar vel tekið og þau sýni mikinn metnað. „Þau sem eru lengra komin drífa hina með og það virkar sem hvatning til að ná hærra og lengra í spilamennskunni“. Og Fanney heldur áfram. „Þegar skólinn fékk boð um að senda hóp til Danmerkur, hafi þátttakendur verið sérstaklega valdir, vegna dugnaðar sfns. Þessi hópur er frá- bær, eins og hugur rnanns", segir Fann- ey, sem hefur verið kennari krakkanna undanfarna vetur. Hún þrætir ekki fyrir að hafa verið natin við nemendurna, „og öll séu þau miklir vinir og samvinnan því eins og best verði á kosið“. Fanney upplýsir, að nú líti út fyrir að þrír harmonikunemendur fari á tónlistar- braut í Fjölbrautarskóla Vesturlands. Hún segir að það sé m.a. tilkomið vegna þess, að skólastjóri tónlistarskólans, Lárus Sig- hvatsson sé afar jákvæður og skilnings- ríkur „og geri allt, sem hægt sé til að greiða götu krakkanna, og sé á allan hátt frábær skólastjóri". Fanney er með 27 nemendur í harmonikuleik á Akranesi og marga á biðlista. Nú gerir hún tilraun með að taka börn út úr tíma í grunnskól- anum og kenna þeim þannig. H.H. Meimsókn fró Noregi Norski harmonikuleikarinn Kjetil Skaslien er væntanlegur til íslands 20. júlí n.k. Hann kemur hingað á vegum norska sendiráðsins og mun leika á “Norskum dögum” á Seyðisfirði helg- ina 21.-23 júlí. Félag harmonikuunn- enda í Reykjavík hefur tekið að sér í samvinnu við norska sendiráðið að sjá um tónleika sem verða í Norræna hús- inu 24. júlí. Kjetil Skaslien er fæddur í Finnskógunum við sænsku Iandamær- in fyrir rúmum sextíu árum og er vel þekktur í heimalandi sínu og þá ekki síst fyrir langan tónlistarferil en hann hóf að leika á harmoniku tjögurra ára gantall. Kunnastur er hann fyrir hljóð- versvinnu með tjölda norskra tónlistar- manna og eitt árið tók hann þátt í að leika á tuttugu hljómplötum. 4

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.