Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 9

Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 9
Rússneskir tvíburar Erlendir gestir á landsmóti er orðin regla frekar en undantekning Að þessu sinni tókst ákaflega vel til, ungir snilling- ar sem. heilluðu alla. Vart verður á betra kosið. Ég er ákaflega þakklátur Hauki Vagnssyni fyldarmanni Yuri og Vadim Fjodorov fyrir að gefa mér kost á að ná persónulegu viðtali við þá bræður fyrir blaðið. Haukur var túlkur og töfraði fram afslappað andrúmsloft, þegar allt var á þönum í kringum þá bræður. Þeir félagar höfðu óvenju skamma viðdvöl á Siglu- firði. En það kom ekkert fram í spjalli okkar sem tók þó drjúga stund ásamt myndatökum. Bræðurnir eru eineggja tvíburar, Yuri er 30 mínútum eldri en Vadim og telst því vera stóri bróðir Þeir bræður eru fæddir í Leníngrad (nú Sankti Péturs- borg) 30.janúar 1969. Móðir þeirra vildi senda þá í tónlistarskóla 6 ára gamla að læra á blásturshljóðfæri eða harmoniku. Vadim langaði að verða trommuleikari, en þar sem engin tromma var fáanleg varð harmonikan fyrir valinu og þeir fóru báðir að æfa á sama hljóðfærið. í tónlist- ar skóla í Sankti Pétursborgar hófu þeir nám, upphaflega af skyldurækni, en 14-15 ára vaknaði brennandi áhugi og fóru þeir að leika á tónleikum, aðalega tangóa. Fimmtán ára gamlir hófu þeir nám í alvöru tónlistarskóla, sem lagði mikið upp úr tækni, þá komu þeir fram á tónleikum og lagt var mat á getu og tækni. Þeir lærðu í sitthvoru lagi, en æfðu stöku sinnum dúetta saman, og þarna stunduðu þeir nám til 19 ára aldurs eða þar til þeim var kippt út til að sinna her- skyldu. Undanþágubeiðni frá herskyldu var hafnað! Fyrstu þrjá mánuðina dvöldu bræðurnir í þjálfunarbúðum en einskær heppni réði því að þeir losnuðu þaðan. Þeir voru valdir í dans söng og skemmti- hóp sem í voru 100 manns er skiptist nið- ur í 5-6 hópa nærri Berlín í Vestur Þýskalandi. Af sex ára herþjónustu voru þeir tvö ár í herskyldu, sem hermenn, en fengu jafnframt að vinna fyrir sér í hern- um sem tónlistarmenn, enda hærri laun greidd þar en heima fyrir. Því næst tók við fímm ára fjarnám í tónlistarháskóla, þar af síðasta árið 1995 í tónlistarháskóla Sankti Pétursborgar, ásamt ýmsu öðru námi. Síðan tók við framhaldsnám hjá prófessor Elsbeth Moser í Hannover, en eins og allir vita er Elsabeth eiginkona hins þekkta harmonikuleikara Hrólfs Vagnssonar frá Bolungarvík. Aðalatvinna þeirra bræðra með skól- anum er að koma fram á tónleikum og hafa þeir leikið um allt Þýskaland og víðar. Ferill þeirra er afar farsæll, hafa tekið þátt í viðurkenndum keppnum og unnið til verðlauna s.s. í Klin- gental í Þýskalandi og St. Etienne í Frakklandi þar sem Vadim vann fyrstu verðlaun. Sú keppni er fyrir öll mögu- leg hljóðfæri og teljast verður í þeirri miklu samkeppni merkilegt að vinna þar til fyrstu verðlauna á harmoniku. Honum hlotnaðist þar með sérstakur frami. Fyrstu verðlaun komu í þeirra hlut í tónlistarkeppni á vegum Friedrich- Jprgen-Sellheim-Gesellsehaft árið 1996. Þeir hafa verið valdir á lista yfir framúr- skarandi tónlistarmenn. Þá hafa þeir leik- ið inn á geisladisk og stefnan er að leika nteira af léttri tónlist. Þeir segjast hafa mjög gaman af því, þeim henti það vel og viðtökurnar séu góðar! I blandaðri dagskrá bræðranna á Siglufirði léku þeir þjóðlög frá heima- landi sínu, ásamt mörgu öðru og djarflegt aukanúmer gerir ávalt mikla lukku. Vadim setur nánast fullt rauðvínsglas ofan á harmonikuna með bundið fyrir augun og leikur fjörugan polka. Hvað með önnur áhugamál? Þeir bræður m.a. hafa lært vamaríþróttina Tai- Chi-Chyan og eins og allir ungir menn hafa þeir óendalegan áhuga á konum. Vadim á kærustu en Yuri gengur enn laus. Þeir töldu sig hafa lært eitthvað um Island í skóla, og mundu eftir landinu úr fréttum þegar Gorbachjof sótti landið heim sem frægt er orðið. Þeir héldu reyndar að Island væri þakið ís og snjó og að hér lifðu aðallega hvftabirnir. Nú höfðu þeir komist að því að hér býr gott fólk og forkunnar fagrar konur. En að Siglufjörður væri nyrsti kaupstaður landsins vissu þeir að sjálfsögðu ekki. Þeir vom mjög ánægðir með áheyrendur, hljóðkerfi hússins væri gott og öll skipu- lagning með miklum ágætum. Hvað varð til þess að þeir komu á landsmótið? Haukur Vagnsson sá á ver- aldarvefnum að landsmót var framundan og hringdi í Omar Hauksson formann F.H.S., eftir að hafa haft samband við Samband íslenskra harmonikuunenda. Eftirleikurinn er öllum kunnur. Fjodorov brceður með leiðsögumanni stnum Hauk Vagnssyni á Siglufirði í sumar sem leið. Hljóðfæri þeirra bræðra eru rússnesk- ar, af Jupiter - Bæjan gerð, með svoköll- uð B gripi, sérsmíðaðar fyrir þá bræður í Moskvu. Jupiter harmonikur eru þekkt hljóðfæri, og umræddar harmonikur hafa sérstakan tón, sem hljómar vel og hentar öllum tónlistarstefnum. Islandsferð þeirra bræðra var sam- starfsverkefni S.Í.H.U. annars vegar og Cord-Aria hins vegar, en það er útgáfu- fyrirtæki Hrólfs Vagnssonar í Hannover, er gefur út fjölbreytta tónlist þ.á m. harm- onikutónlist. Var ferðin m.a. farin með það í huga að kynna geisladisk þeirra bræðra „Twins“, sem kom út á sfðsta ári. Siglufjörður var ekki eini viðkomu- staðurinn. Tvíburarnir Yuri og Vadim urðu t.d. fyrstu harmonikuleikararnir til að leika í Salnum (nýja tónlistarhúsinu í Kóparvogi) 6. júlí en auk þess héldu þeir tónleika í Safnaðarheimilinu Vinamynni á Akranesi og í Ytri-Njarðvíkurkirkju áður en þeir héldu utan. Þá verður að geta þess hér að bæjar- stjórn Kópavogs gerði sér lítið fyrir og bauð þeim bræðrum til landsins um miðj- an janúar með styrk frá Flugleiðum og Flugfélagi íslands, í þeim tilgangi að kynna harmonikuna grunnskólanemend- um í Kópavogi. Fjodorov bræður héldu alls ellefu tónleika í Salnum og nutu 3500 börn þessa menningarviðburðar. Börnin voru bergnumin af hrifningu skemmtu sér vel, og svöruðu á sinn hátt, „Alveg geðveikt". Haukur Vagnsson var einnig fylgdarmaður, túlkur og kynnir í þessari ferð. Þeir hnýttu svo endahnútinn nteð tón- leikum fyrir almenning í Salnum 29. jan- úar, við nánast húsfylli og héldu síðan út á land í tónleikaferð, til ísafjarðar, Akur- eyrar, Vestmannaeyja og Selfoss. H.H. 9

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.