Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 6

Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 6
VIÐTfiLIÐ GdÐNI FRIÐRIKSSON Eitt af því sem ég hefi tekið eftir, sé minnst á nafntogaða liarm- onikuleikara, er að nafn viðmœlanda míns, íþessu blaði, ber oft á góma. Þjóðsagnakenndur andi liefur jafnan einkennt lýs- ingar áfcerni mannsins, en jafnan tekiðfram, að lwgvœrð hans og lítillœti breiddi um of yfir hœfileikana. Sjálfur þekki ég manninn œði lítið, þrátt fyrir að hann sé einn áskrifanda blaðsins, en nafnið hafði fest í huga mínum. Að sögn kunn- ugra er maðurinn ekki fyrir að trana sér fram, er Ijúfur í viðmóti og mikill nákvœmnismaður, vel látinn og virtur. Nótnasafn hans sé hreint augnayndi, fyrir skipulag og frágang, og hann geti spilað hvað sem er og sé þá ekki átt við, að ráðist sé á garðinn þar sem hann er lœgstur. Að loknu landsmóti í fyrra, ákvað ég að falast eftir viðtali við Guðna Frið- riksson. Hann tók því vel og fyrr en varði var ég mœttur til þess verks á heimili lians við Eiðs- vallagötu 4 á Akureyri. Guðni Friðriksson er fæddur 31. mars 1920 í Sveinungsvík í Þistilfirði, Norður Þingeyjarsýslu og er því ný orðinn átt- ræður er blaðið kemur út. Hann ólst upp í Sveinungsvík fram yfir fermingu. For- eldrar Guðna voru Friðrik Guðnason bóndi og kona hans, Þorbjörg Björnsdótt- ir. Hann ólst upp við hefðbundinn búskap í Sveinungsvík, sem er næsti bær við Ormarslón, en þar sat Guðni öllum stundum til að hlusta á þá bræður Jóhann og Þorstein Jósefssyni spila og telur hann augljóst, að þar hafi hann smitast af töfr- um harmonikunnar. Bræðurnir í Ormars- lóni voru miklir vinir Guðna og frændur. Þess má til gamans geta, að Einar Guð- mundsson harmonikuleikari á Akureyri (E.G.tónar), er bróðursonur Guðna. En látum nú Guðna lýsa fyrir lesendum ferli sínum, á milli spurninga um það, sem slíkt blað er að leita eftir, til varðveislu. „Fyrsta hljóðfærið sem ég eignaðist var munnharpa, ég spilaði mikið á hana smástrákur. Hana gat ég eignast með því að leggja ullina af kindunum mínum inn í kaupfélagið, það dugði nákvæmlega fyr- ir munnhörpunni. Á þessum ungdómsárunt mínurn átti ég margar munnhörpur. Nú heyrist ekki orðið í þesskonar hljóðfæri. Harmoniku byrjaði ég ekki að spila á fyrr en á tví- tugsaldri, hóf mitt fyrsta spil á tvöfalda harmoniku, sem kostaði einungis 5 krón- urárið 1934. Ekki fékk ég neina tilsögn, það var vanalegst þá. Svo hitti ég Karl Jónatansson. Við vorum saman eitt sumar á æskuslóðum hans að Blikalóni og þá um haustið keypti ég mér harmoniku. Til Ak- ureyrar flutti ég 1940, en þá fórum við Karl að æfa saman. Nótur hafði ég lært áður hjá Páli Jónssyni, þegar ég var í Laugaskóla í Reykjadal. Árið 1946 fer ég í nám til Lýðs Sigtryggssonar en hann var þá nýbakaður Harmonikumeistari Norðurlanda og nam hjá honum í einn vetur. Lýður var ansi góður, þar lærði maður Frosini og Deiro, ásamt mörgu öðru gagnlegu. Vorið 1947 héldum við Lýður svo tónleika í Nýja Bíói á Akur- eyri, nánar tiltekið þann 4 maí .Við lék- um ekki dúett, heldur sinn í hvoru lagi hvor á eftir öðrum, við góðar undirtektir fjölda áheyrenda. Eg stundaði síðan nám í tónlistarskóla Akureyrar í tvo vetur en lærði auk þess tónfræði hjá Jakopi Tryggvasyni. Eftir þetta hef ég reynt að halda þessu við, eins og kostur er, svona nokkurn veginn. Við Karl Jónatansson lékum oft á böllum hér í Eyjafirðinum og sumarið 1941 vorum við Kalli á Siglu- firði og spiluðum saman þar á hótelinu, hvert einasta kvöld. Aldrei lékum við á bryggjunum, það tíðkaðist ekki á þessum árum. Aftur á móti man ég eftir því frá Raufarhöfn fyrir stríð, þegar Norðmenn komu í land þar, að spilað var á bryggj- unni og dansað. Norðmenn spiluðu ágæt- lega“. Ein flaska olli uppnámi! „Svo vildi til eitt sinn, er ég átti að spila á balli hér á Akureyri að öðru vísi fór en ætlað var. Þetta gerðist á bannár- unum og áfengi því skammtað, framvísa varð skömmtunarseðli til að kaupa flösku. Ég hafði keypt flösku til að selja á ballinu og gerði það, en renndi ekki í grun í afleiðingarnar. Kaupandi flöskunn- ar hafði dreypt hratt og ótæpilega á inni- haldinu og allt fór í uppnám, slagsmál brutust út og endaskipti urðu á hlutunum. Ekkert varð af ballinu, það leystist hrein- lega upp. Ekki verður annað séð en inni- hald flöskunnar hafi orðið til að skapa þetta stríðsástand. Laun harmonikuleikara voru oft þess eðlis að grípa varð til annara ráða eins og þessi stutta saga lýsir. Á gamlárskvöld var annað upp á teningnum, upp úr því var mikið að hafa og árvisst og þess utan hvað yfirleitt við annan tón. Hvernig gekk að útvega nótur á þess- um tíma? „Ég fékk nótur hjá Lýð og svo Ornt- arslónsbræðrum, en mjög erfitt reyndist að verða sér út um slíkt á þessum árum. Maður stóð í að skrifa niður eftir nótna- blöðum frá öðrum, ég skrifaði t.d. niður alla Ungversku Rapsodíuna eftir List af 6

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.