Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 12

Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 12
Danmerkcirpistill Preben Pedersen ritar pistla í norska harmonikublaðið Gammeldans og ferð- ast milli harmonikumóta á sumrin í heimalandi sínu og víðar með fjölskyldu sinni. I samtali síðastliðið sumar spurði ég hann um stöðu harmonikumála í Dan- mörku. Hann tjáði mér að landsambandið þar í landi hafi unni mikið og gott starf. Sambandið hefur t.d. staðið fyrir veru- legu átaki svo hamonikan megi ná til al- mennings og margt fleira, sem orðið hef- ur til framfara. Má í því sambandi nefna harmonikukeppnir, sem eru með því markverðara, sem gert er á vegum land- sambandsins. Hafði hann orð á því, að áhugafólk og harmonikuleikarar væru mjög ánægðir með þetta starf. Áfall Formaður danska landsambandsins Henning Back, sem hefur unnið gríðar- legt starf í Danmörku, lést í bflslysi síð- astliðið sumar. Hann var að koma af fundi með Preben þegar slysið átti sér stað og er hans sárt saknað í dönsku harmonikulífi. Að sögn Prebens verður erfitt að fylla það skarð sem myndast hefur, „því góð forysta sé afar mikilvæg, þegar unnið sé að framfaramálum, ekki síst fyrir harmonikuna, því þörf sé á góðu starfi til að auka vegsemd hljóðfærisins, sem mest“. H.H. Harmonikumót Breytt aðstaða að Iðufclli - Verslunarmannahelgin Harmonikuhátíðin Iðufelli verður haldin með glæsibrag um Verslunar- mannahelgina. Ýmsir annmarkar hafa verið sniðnir af frá í fyrra, með endur- bættri snyrtiaðstöðu og betrumbættum danssölum, sem eru tveir. Allt verður til- einkað harmonikunni og harmonikuunn- endum þessa helgi. Söluaðstaða í tengsl- um við markað verður öll ókeypis, og er fólki heimilt að selja hvað sem það vill. Söluborð eru og innifalin í þessum lið. Töluverðar endurbætur hafa verið gerðar ásamt fleiru, sem ætti að koma sér vel fyrir þá gesti sem dvelja munu á harm- onikuhátíðinni um Verslunarmannahelg- ina og það eru allir velkomnir. Landsmótið 2002 ó ísafirði HARMONIKUFÉLAG HV VESTFJARÐA Fréttatilkynning Á aðalfundi S.Í.H.U. á Siglufirði s.l. sumar var Harmonikufélagi Vestfjarða falið að halda næsta landsmót. Stjórn Harmonikufélags Vetfjarða hefur ákveðið að mótið verði haldið á Isafirði dagana 4.-7. júlí 2002. Aðalmótsstaðurinn verður í íþróttahúsinu á Torfnesi. Þar munu tón- leikar félaga og heiðursgests/gesta verða ásamt lokadansleik á laugardagskvöld- inu. Nánari útfærslur á dagskrá og upp- lýsingar um gistimöguleika verða kunn- gjörðar er nær dregur mótinu. f.h. stjórnar Harmonikufélags Vestfjarða Asgeir S. Sigurðsson, formaður Olav Rovin dregar bclginn L. •• ^ ^ 'c ^ m *• IPW.J é i. Það vekur eftirtekt, þegar hinn aldni Olav Rovin stígur á stall með hljóm- sveit sinni. Innan hljómsveitarinnar eru nefnilega fimm konur með tvöfald- ar harmonikur, einn með krómatíska harmoniku, auk gítars og bassaleikara. Olav sjálfur leikur á tvöfalda nikku. Þau leika fyrir dansi, allt bókstaflega nötrar af fjöri og dansararnir taka sparitaktana fram með hnykkjum, eða slá hælum upp í afturendann, enda dagskráin norsk að öllu leyti frá fyrsta tóni til síðasta takts. I hljómsveitarforingjanum Olav Rovin er kröftugur lífsneisti, sem smit- ar umhverfið. Hann rykkir til höfðinu og skekur skrokkinn í takt við hljóm- fallið. Fingurnir tipla um borðið eins og fimir fingur vélritara væri að störf- um, þó sverleiki þeirra sé á við einnar tommu rör. Ritstjórinn hitti Olav, sem er 72ja ára gamall, á Titano hátíðinni 1999. Hann er frá Fróni í Guðbrandsdal (hvað annað gat það verið!). Hann byrjaði fyrst að spila á tvöfalda harm- oniku 55 ára gamall og hefur því hald- ið það út í sautján ár. Hjá honum og hljómsveit hans er allt norskt í gegn og dansinn dunar undir stjórn foringjans, sem undirstrikaði eftirminnilega gleð- ina í gömlu dönsunum. H.H. 12

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.