Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 01.05.2000, Blaðsíða 10
M Imynd þín Lagahöfundur þessa blaðs er maður að nafni Lárus Jóhannesson. Hann er fædd- ur í Reykjavík 30. apríl 1937. A fyrsta ári fluttist hann að Óspaksstaðarseli í Hrúta- firði. Eftir skamma dvöl þar fluttist hann að Kúvíkum í Arneshreppi við Reykjar- fjörð. Þaðan flytur Lárus burt með strandferðaskipinu Súðinni í stríðsbyrjun og átti fjögurra ára afmæli um borð, en ferðinni var heitið að Prestbakka í Bæj- arhreppi. Það bar til tíðinda á leiðinni, að fyrir óskiljanleg mistök innan setuliðsins í Hrútafirði, var skotið þremur skotum að Súðinni og hæfði eitt loftnetið. Árásin olli að vonum reiði forráðamanna Skipa- útgerðar Ríkisins, gagnvart herstjórninni. Súðinni var snúið á Hrútafirðinum, til Hvammstanga og þaðan hringdi skip- stjórinn suður og krafði setuliðið skýr- inga. Frá Prestbakka fluttist Lárus að Bæ í sömu sveit og síðar að Gröf í Bitru. Tíu ára gamall flytur Lárus í Dalasýslu að Tjaldanesi í Saurbæ. Heimkynni hans hafa síðan verið í Dalasýslu, lengst af í Lambanesi, en að Neðri Brekku síðustu ár. Lárus er þó jafnan kenndur við Lambanes. I Saurbænum var rótgróin harmonikumenning og harmonika nánast á hverjum bæ. Hann byrjaði sjálfur að spila á hnappaharmoniku 16 ára gamall og á nú tvær sex raða, mikla kjörgripi sem ekki eru á hverju strái hér um slóðir, en hnappaharmonikur eru algengastar fimm raða. Einhverntíma á lífsleiðinni fóru að koma upp í huga hans laglínur sem lauk með að eitt og eitt lag lenti á nótnablöð- um. Lagið „Imynd þín“ sem hér birlist, kom upp í huga Lárusar á rölti milli húsa í Búðardal. Textinn er eftir Björn St. Guðmundsson. Nokkur lög til viðbótar eftir Lárus má nefna hér. Þar á meðal valsar við tvö ljóð Steins Steinars. „Gömul vísa um vorið“ og Það vex eitt blóm fyrir vestan. Valsinn „Á stundinni“ við texta Sigrúnar Halldórsdóttur og eitt lag má nefna til viðbótar, sem er foxtrott og ber heitið „Skammdegisórar“. Sitt- hvað fleira á Lárus í pokahorninu og ekki allt frágengið. „Imynd þín“ hefur verið flutt á Jörvagleði í Búðardal, sungið af Jóhanni Má Jóhannssyni, verið á dagskrá Breiðfirðingakórsins og Samkórinn á Þórshöfn söng lagið inn á hljómdisk. Lárus hefur verið félagsmaður í lands- sambandi sænskra harmonikuunnenda síðastliðin 15 ár og sæmdur gullmerki fé- lagsins 1994 af þáverandi formanni Nils Flácke. Hann er einnig stofnfélagi harm- onikufélagsins Nikkolínu í Dölum. Og einu má ekki gleyma. Á skemmtifundum F.H.U. í Reykjavík, hefur hann verið einn af fastagestum um tuttugu ára skeið, með örfáum undantekningum. Hann á alla 96 aðgöngumiðana að fundunum. Geri aðrir betur! Lárus starfar sem tækjamaður við vegagerð og o.fl. H.H. iwréMJsm y VERKSTÆÐI TIL ALHLIÐA VIÐGERÐA Á HARMONIKUM AÐ KAMBASELI 6 RVK. HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUÐNA í SÍMA 567 0046 / 845 4234 ÍMYND PÍN Höfundar Björn St. Guðmundsson Lárus Jóhannesson 12.4. T T (2.)marklaust (4.) i - mynd d rr~ = r r-—^ r r u ra j j— r f— bíð - a og sakna um sum - arið minn - ingar vakn - a cg ... .1 J J. - tJ J J Jr ' bið- a og sakna 1 D.C.alFtne tH tr finn aðþú ttJ r cr crt húma J—J0- »w ' -mr r t— cnnþi J-J= Í r~ j - -j- 7TT- aldr-ci á J J-J- rJ f lcið til -J=J-J— r-— j.— úts. Eyþór lngi Jónsson M— ' > tr if 4:— EU*97 hr r r 1 LM,J|r-J 4-f ■—J Lf 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.