Harmoníkan - 01.05.2000, Page 13

Harmoníkan - 01.05.2000, Page 13
harmonikcicinnandi Einn af okkar efnilegustu harmoniku- leikurum, Matthías Kormáksson fór síð- astliðið haust til Finnlands og tók þátt í hinni árlegu Frosini-Evrópukeppni í harmonikuleik Margir þeirra sem fylgd- ust með þessar frumraun voru bæði spenntir og kvíðnir um hvernig honum reiddi af í slfkri keppni. Eins og þeir bjartsýnustu meðal þeirra höfðu vonað kom í ljós að hann átti fullt erindi í keppnina og samkvæmt áreiðanlegum heimildum var frammistaða hans til mik- ils sóma, þó ekki kæmi hann hlaðinn gulli eða öðrum eðalmálmum til baka, en hann var ekki einn um það. Aðalhvatamaður að þátttöku íslend- inga í þessari keppni er Hilmar Hjartar- son, sem hefur verið óþreytandi að brýna menn til meiri þátttöku í alþjóðlegu sam- starfi. Sem fulltrúi Frosinifélagsins á ís- landi hefur hann jafnvel farið nokkrum sinnum til skrafs og ráðagerða erlendis án nokkurs stuðnings héðan. Þá má ekki gleymast að hann gekkst fyrir ijárstuðn- ingi, sem gerði íslenska keppandanum kleift að komast til Finnlands. Það er reyndar nauðsynlegt að ítreka þetta með Frosinikeppnina, því í nýútkomnu frétta- blaði Harmonikufélags Reykjavíkur er þessi keppni kölluð hæfileikakepppni og Hilmars Hjartarsonar ekki getið, frekar en hann hafi ekki haft neitt með hana að gera. Miðað við margar góðar greinar í því blaði, sem í raun er mjög merkilegt framtak, verður að teljast ólíklegt að það hafi gleymst óviljandi. Eins og kunnugt er var Matthías val- inn til þátttöku eftir hæfileikakeppni Fé- lags harmonikuunnenda í Reykjavík sem fram fór síðastliðið vor. Þar sigraði hann með glæsibrag og vakti athygli fyrir yf- irvegaða og hógværa framkomu hins sanna listamanns ásamt frábæru valdi á því sem hann var að gera. I þessari hæfileikakeppni kom í ljós mikill áhugi og ekki síst ótvíræðir hæfi- leikar þeirra sem þar komu fram, þó svo að einn hafi orðið sigurvegari í hverjum flokki. Þá kom einnig í ljós áhugi Sam- bands íslenskra harmonikuunenda á keppninni, en það styrkti hana með veg- legu fjárframlagi. Margir keppanda kváð- ust mundu mæta aftur að vori þegar næsta keppni yrði haldin. Og þá er ég kominn að kjarna málsins. Það er ekkert áhlaupsverk að standa fyrir keppni sem þessari. Það kostar mikla, vel skipulagða vinnu og ennþá meiri skipulagningu við lokafram- kvæmdina, ef vel á að takast. Það eru fjölmörg atriði sem þarf að huga að, þeg- ar staðið er að keppni sem hæfileika- keppnin var og tæplega á færi eins félags að standa að slíku árlega. Þetta þarf að verða samstarfsverkefni. Mér virðist að Samband íSlenskra harmonikuunnenda gæti verið sá aðili, sem best gæti stutt við slíkt. Til að byrja með kemur mér í hug að S.I.H.U. stæði fyrir slíkri keppni, en framkvæmdin væri í höndum einhvers aðildarfélags. I grófum dráttum yrði það í verkahring S.I.H.U. að ákveða aldur- flokkaskiptingu, senda út keppnisgögn og reglur, ákveða verðlaun og viðurkenn- ingar. Síðan yrði það á verksviði ákveð- ins aðildarfélags að halda keppnina. Með þessu fengist landsyfirbragð á kepppnina, þannig að hún gæti jafnvel kallast Islandsmeistarakeppni og fengi mun meira vægi út á við. Með hliðsjón af síðasta landsmóti fer ekki á milli mála, að ungir harmonikuleikarar eru nægilega margir til að halda slíkri keppni gangandi um mörg ókomin ár. Mér er í fersku minni, sá leiftrandi áhugi og gífurlega einbeitni sem ein- kenndi þá glæsilegu fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar, sem brutu ísinn í fyrravor og léku listir sínar svo eftirminnilega í Loft- kastalanum í Reykjavík. Það er mikil- vægt að svona keppni geti orðið árlegur viðburður í íslensku tónlistarlífi, en eins og segir í textanum, “það þarf tvo til að dansa tangó”. Bestu kveðjur Friðjón Hallgrímsson Hin árlega sumarútilega Félags Harmonikuunnenda viö Eyjafjörö og Harmoniku- félags Þingeyinga veröur aö Breiðamýri í Reykjadal dagana 28.-30. júlí 2000. A síöasta sumri var mikiö fjölmenni. Glens og gaman, allir velkomnir. leymið ekki hljóðfærunum, dansskónum og söngrö Alla hæfileika þarf aö nýta. Upplýsingar hjá Jóhannesi, sími 462 6432 og Þorgrími sími 464 1618 13

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.