Harmoníkan - 01.05.2000, Side 18

Harmoníkan - 01.05.2000, Side 18
■ I I Núvcrandi stjórn SÍHCI Frá v. Stefán Leifsson meðstjórnandijóhannes Jónsson formaður, Sigurður Indriðason varaformaður, Guðrún Jóhannsdóttir gjaldkeri og Olafur Th Olafsson ritari. Viðhalda dansmenningcinni Félag harmonikuunnenda á Selfossi og nágrenni hefur haldið þrjá dansleiki frá því í byrjun starfsársins, sem hófst með dansleik í Félagslundi um mánaðar- mót október - nóvember s.l. Fyrsta apríl var aftur haldinn dansleikur, þá í Básn- um Ölfusi, og sá dansleikur sem ég skaust á hinn 13. maí fór fram einnig í Básnum. Þar dunaði dansinn við undir- leik ýmisa hljómsveita s.s. Harmonikufé- lags Rangæinga og F.H.S.N. ásamt söng- konunni Hjördísi Geirs. Þessi kunna söngkona hefur ávallt mikið aðdráttarafl og útgeislun, sem smitar frá sér og getur lyft hverjum dansleik til mikillar ánægjustundar, sem og var einkenni nefnds dansleiks. Að sögn formanns F.H.S.N. Gísla Geirssonar hefur aðsókn jafnan verið góð. Þá er ónefndur dans- leikur sem F.H.S.N. stendur fyrir á hverju sumri að Borg í Grímsnesi um miðjan ágúst og verður ekki brugðið út frá þeim vana í ár en sá dansleikur nýtur mikilla vinsælda. Þá stendur félagið einnig fyrir harmonikumóti eins og undanfarin ár að Alfaskeiði í Hrunamannahreppi. Hljóm- sveitaræfingar hafa legið niðri í vetur, en á næsta starfsári verður allt sett á fullt að sögn formanns félagsins. H.H. Hljómsveit F.H.S.N. ásamt Hjördísi Geirs gerði mikla lukku. OKKAR ARLEGA OG SIFELLT VINSÆLLA SUMARBÚSTAÐABALL AÐ BORG í GRÍMSNESI LAUGARD. 19. ÁGÚST N.K. HJÖRDÍS GEIRSDÓTTIR SYNGUR NOKKUR LÖG ALLI VELKOMNIR ! AÐ GEFNU TILEFNI SKAL TEKIÐ FRAM AÐ ÞARNA ER EKKI OG HEFUR ALDREI VERIÐ UM AÐ RÆÐA HARMONIKUMÓT í VENJULEGUM SKILNINGI ÞESS ORÐS, HELDUR ER ÞETTA DANSLEIKUR ! FJÖLMENNUM ! TJALDSTÆÐI TIL REIÐU ! 18

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.