Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 3
Frá ábyrgðarmanni Harmonikublaðið ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Hreinn Halldórsson Faxatröd 6, 700 Egilsstöðum Sími 4711884, 866 5582 Netfang: fax6@simnet.is og hreinn@egilsstadir.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum Netfang: print@heradsprent.is Meðal efnis: • Dagur harmonikunnar 5. maí - Melódíur minninganna - Samtök harmonikukennara og atvinnuharmonikuleikara - Framhaldspróf í harmonikuleik - Skemmtiferð hjá H.F.Þ. - Daladansinn - nótur Auglýsingaverð: Baksída 1/1 sída kr. 20.000 1/2 sída kr. 13.000 Innsíður 1/1 síða kr. 16.000 1/2 sída kr. 10.000 1/4 síða kr. 6.000 1/8 sida kr. 4.000 Smáauglýsingar kr. 2.200 Forsíðan: Knáir nemar spila á tónleikum í Dölunum á Degi harmonikunnar þann 5. maísl. Efni ínæsta blað, sem kemurútíseptember, þarfað berast í ágústlok. V______________________________________y Harmonikublaðið maí 2007 Góðir áskrifendur! Vinsamlega leggið áskrift blaðsins, kr. 1.500.- fyrirárið 2007 inn á reikning nr. 0305 -13- 700, Kt. 030349-3859 Mikilvægt er að nafn og kennitala áskrifanda blaðsins komi fram þegar greitt er. Heilogsælöllsömul! Þá er komið að 2. árgangi Harmoniku- blaðsins f ábyrgð undirritaðs. Efni þessa blaðs er nokkuð litað af Degi harmonikunnar 5. maí sl. Það er Ijóst að dagur sem þessi, tileinkaður okkar ágæta hljóðfæri, breiðir út fagnaðarerindið auk þess að gleðja þá sem mæta á þá viðburði sem bjóðast. Miðað við frásagnir og myndir frá félögum, sem héldu upp á daginn, þá hefur vel tekist til og vonandi að þetta verði árvisst. Framundan er sumarið með ferða- iögum innanlands og utan. Tilgangur þeirra er margs konar, t.d. að heimsækja nýja staði, fara á sumarmót og hátfðir eða bara sýna sig og sjá aðra. Hver sem tilgangurinn er þá vona ég að allir finni eitthvað við hæfi og njóti þess að vera til. í þessu blaði er a.m.k. að finna hluta af föstum punktum margra í sumar. Milli þess sem ég var að pikka þessi orð þá fletti ég Nygammalt i norden og sá þarslóðina http://www.nygammalt. no fór síðan inn á “Linker” og þá birtust þessar síður. “Nils-Helge Brede’s Trekk- spilisider, Bredes Accordion Midi, Bredes Accordion Tango” þar sem er að finna ýmsan fróðleik og fjölda laga sem hægt er að hlusta á bæði sem midi, harmoniku ofl. Þarna er mikið af tangó- um fyrir utan annað. Efnisöflun er eitthvað sem fylgir útgáfu blaðs og er mjög tímafrekt. Nú bið ég ykkur, lesendur góðir, að hafa augu og eyru opin fyrir öllu því sem félög og einstaklingar eru að fást við og senda til undirritaðs. Þarf ekki að vera í löngu máli. Það sem einum finnst ómerkilegt kann að vera afar merkilegt fyrir annan. Harmonikublaðið er að mfnu viti m.a. upplýsingamiðill um starf harmonikufélaga og einstaklinga vítt og breitt um landið. Þar fyrir utan er við hæfi að hafa skemmtiefni og annað léttmeti með aukalvarlegri greina þegar við á. Mér finnst við hæfi að birta lag í hverju blaði en miðað við framboð mætti haldaaðlítiðværi umframleiðslu. Þar sem ég veit betur þá hvet ég lesendurtil að huga að lagi fyrir blaðið. Þetta er í leiðinni kynning fyrir við- komandi höfund. Af aðalfundi S.Í.H.U. í Hveragerði sl. haust fóru menn heim með það að á aðalfundi hvers félags væri þeirri spurningu svarað hvort félögin keyptu Harmonikublaðið fyrir sitt félagsfólk. Þegar þetta er skrifað er ekki Ijós niðurstaða allra félaganna. Áskrifendur ættu því að hafa samband við sitt félag til að vita hvort þeir eða félag við- komandi áskrifanda greiði árgjald blaðsins til undirritaðs. Áskriftargjaldið er kr. 1.500,- Félög sem greiða fyrir sína félagsmenn greiða kr. 950,-. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað við útgáfu Harmoniku- blaðsins með efnisöflun, auglýsingum eða öðrum hætti. Með góðri kveðju, Hreinn Halldórsson A kusafr< almonimsatn ÁSGEIRS S.SIGURÐSSONAR býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á ísafirði. Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 J V 3

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.